Nýsköpun

SI-Icon-nyskopun

Samtök iðnaðarins beita sér fyrir eflingu nýsköpunarumhverfisins þar sem stefnt er að því að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. 

SI_taeknihond

Stefna stjórnar fyrir málaflokkinn

Framtíðarsýn stjórnar Samtaka iðnaðarins felst í því á Íslandi árið 2050 verði umgjörð og hvatar til með því besta sem þekkist í heiminum. Framboð af sérfræðingum í hátækni og hálaunastörf mætir eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjá hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda eru aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Ísland er álitlegur kostur í vali frumkvöðla um hvar þeir eigi að stofna fyrirtæki og íslenska ríkið styður við nýsköpunarverkefni og veitir styrki til fyrirtækja á byrjunarstigum vaxtar í samvinnu við einkaaðila.

SI beitir sér fyrir eflingu nýsköpunarumhverfisins

Markmið

Auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun og framboð áhættufjármagns til vaxtarfyrirtækja.

Leiðir að markmiði

Rannsóknir og þróun

  • Afnema þök á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar.
  • Hækka endurgreiðsluhlutfall vegna rannsókna og þróunarverkefna í 33 í skrefum til ársins 2025. 
  • Endurskoða ferli endurgreiðslu á kostnaði vegna rannsókna og þróunar. 

Skattar og skilvirkni

  • Bjóða skattaívilnanir til einstaklinga vegna fjárfestinga í fyrirtækjum í vexti. 
  • Leggja lægri skattprósentu á tekjur fyrirtækja sem koma til vegna skráðra hugverka, í samræmi við patent box.
  • Greina ríkisútgjöld til málaflokks nýsköpunar og kortleggja hlutverk mismunandi stofnana til að tryggja samfellu og auka skilvirkni.

SI beitir sér fyrir eflingu nýsköpunarumhverfisins

Markmið

Auka framboð af sérfræðingum og minnka færnimisræmi.

Leiðir að markmiði

Nýsköpunarlandið Ísland

  • SI sé í fararbroddi í umræðu um nýsköpunarmál á Íslandi og veiti fræðslu, hvatningu og stuðning til fyrirtækja, m a varðandi hugverkarétt.
  • Ísland verði markaðssett sem nýsköpunarland, öll upplýsingagjöf verði á ensku og aðgengi að upplýsingum stóreflt.
  • Ráðast að veikleikum sem snúa að sölu og markaðssetningu Íslandsstofu falið aukið hlutverk í því samhengi.

Uppbygging menntakerfis og mannauður

  • Uppbygging menntakerfisins styðji við markmið um að fjölga sérfræðingum og hátæknimenntun sé efld. Verkefni í menntamálum fóstri einnig áhuga nemenda á nýsköpun og mikilvægi hennar.
  • Efla umgjörð til að taka á móti sérfræðingum í hálaunuð störf með því að m a bjóða upp á skattleysi í 3 5 ár og einfalda umsóknarferli með atvinnuleyfi.