Prentiðnaður

Prentfyrirtæki eru hátæknivædd þjónustufyrirtæki og hafa fáar starfsgreinar á undanförnum árum gengið í gegnum jafn stórstígar breytingar á tækni og prentiðnaðurinn. Innan SI starfar starfsgreinahópur fyrirtækja í prent- og pappírsiðnaði. 

Shutterstock_141165064

Prent- og pappírsiðnaður er umhverfisvænn og sjálfbær 

Pappírsiðnaðurinn er leiðandi á heimsvísu í sjálfbærum aðföngum, endurnýjanlegri orku og hlutfalli endurvinnslu. Íslensk prentfyrirtæki eru brautryðjendur í umhverfismálum, nota virt vottunarkerfi sem nær til allrar aðfangakeðjunnar, nýta endurnýjanlega orku og stuðla að umhverfisvænni framleiðslu. Síðustu ár hefur orðið aukin vakning meðal almennings um sjálfbærni og umhverfisvernd. Í þeirri umræðu er mikilvægt að almenningur og stjórnvöld séu upplýst um framleiðsluferli atvinnugreina og umhverfisáhrif þeirra.

Pappír sem hefur hlotið vottun stuðlar að ræktun heilbrigðra nytjaskóga sem binda kolefni og vega þannig á móti loftslagsáhrifum. Með því að velja innlenda prentsmiðju tekur neytandinn þannig ábyrga afstöðu með umhverfisvænni framleiðslu, minnkun kolefnisspors og styður jafnframt við íslenskt atvinnulíf. 

Tengiliðir hjá SI: Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, gunnar@si.is

Lauf_minna

Fræðslurit

Sleggjudómar og staðreyndir um pappír og prent er fræðslurit gefið út í samstarfi Iðunnar fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins, Grafíu og pappírsinnflytjenda. Stuðst er við rannsóknir Alþjóðaefnahagsþingsins og kynningarefni frá alþjóðlegu samtökunum Two Sides sem hafa það að markmiði að upplýsa um sjálfbærni pappírs- og prentiðnaðar.


Forsida-fraedslurits_1622543460368

Sleggjudómar og staðreyndir um pappír og prent


Lauf_minna

Vottanir

Umhverfis

Svansmerkið

Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Svansmerkið er vottun um að framleiðslan er viðurkennd og skrásett samkvæmt ISO 14024 umhverfisvottunarstaðlinum. Vottunin setur strangar kröfur um helstu umhverfisþætti svo sem efnainnihald og notkun skaðlegra efna, flokkun og lágmörkun úrgangs, orku- og vatnsnotkun, gæði og endingu. Í allri viðmiðaþróun er leitast við að hanna kröfur sem taka á öllu lífsferli vörunnar. Svansmerkið er áreiðanleg vottun sem um 88% Íslendinga þekkja. 


Fsc

FSC – Sjálfbær skógræktun

FSC er vottun um að ekki séu felld fleiri tré en skógurinn nær að endurnýja. Vottunin tryggir verndun dýra- og plöntulífs undir eftirliti vísindamanna. Vottunin tryggir að regluverk um öryggi starfsmanna skógræktarinnar sé framfylgt og að þeim sé veittur viðeigandi búnaður og laun. 


EU-Ecolabel

Evrópublómið

EU Ecolabel er umhverfismerking Evrópusambandsins á vörum og þjónustu. Blómið sýnir að framleiðslan er viðurkennd og skrásett samkvæmt nákvæmu ferli sem snýr að áhrifum vörunnar á umhverfi sitt, allt frá hráefnum til affalls.ISO-14001

ISO 14001

ISO 14001 staðallinn setur fram kröfur sem nauðsynlegt er að umhverfisstjórnunarkerfi uppfylli til þess að hljóta vottun. Með innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis í samræmi við kröfur staðalsins sýna fyrirtæki og stofnanir fram á að þau taki umhverfismál alvarlega, að þau beri samfélagslega ábyrgð á umhverfismálum sínum og að unnið sé að stöðugum umbótum á umhverfismálum.


Cradle-to-cradle-certified-vector-logo

Cradle to Cradle

Cradle to Cradle umhverfisvottunin er gefin út fyrir fyrirtæki sem hafa engin neikvæð umhverfisáhrif í framleiðslu sinni og gengur þannig lengra en aðrar vottanir sem lágmarka neikvæð áhrif á náttúru og umhverfi. Cradle to Cradle vottun tryggir að ekkert fari til spillis og úrgangur sem fellur til sé nýttur til hins ýtrasta. Enginn klór er nýttur til framleiðslunnar. Notaður er FSC vottaður pappír og vatnsnotkun er í lágmarki. Allir framleiðsluferlar eru hannaðir þannig að hráefni, orka og vatn eru nýtt á umhverfisvænan hátt. Varan er fullkomlega niðurleysanleg í náttúrunni.Lauf_minna

Greinar

Tengiliður hjá SI er Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, s. 6976230, lilja@si.is.

AdobeStock_73937733

AdobeStock_219505818