Innviðir

SI-Icon-innvidir
Samtök iðnaðarins beitir sér fyrir umbótum í innviðum landsins þar sem stefnt er að því að innviðir séu í góðu ástandi og uppfylli þarfir atvinnulífs og almennings.

Stefna stjórnar fyrir málaflokkinn

Framtíðarsýn stjórnar Samtaka iðnaðarins felst í því að innviðir á Íslandi séu samkeppnishæfir á við það sem best gerist í samkeppnislöndum. Það er óhugsandi að ímynda sér íslenskt samfélag án innviða á borð við samgöngur, veitur, orkuvinnslu og húsnæði. Saman mynda þessir innviðir lífæðar samfélagsins. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Með fjárfestingum í innviðum eru byggðar stoðir fyrir hagvöxt framtíðarinnar.

SI beitir sér fyrir hagkvæmum og skilvirkum innviðum

Markmið

Að innviðir Íslands styðji við öfluga verðmætasköpun iðnfyrirtækja

Leiðir að markmiði

Samgöngur

  • Áhersla verður á mikilvægi nýfjárfestinga, viðhalds og endurbóta í samgönguinnviðum til að mæta auknum þörfum atvinnulífs. 
  • Huga þarf sérstaklega að nýfjárfestingum í þéttbýli í meiri mæli en verið hefur. 
  • Stuðla að innviðum sem tryggja skilvirkar samgöngur við erlenda markaði. 

Orkuinnviðir

  • Stuðla að því að leyst verði úr takmörkunum í dreifi og flutningskerfi og arðsemismati við virkjanastaðsetningu verði beitt.
  • Leyfisveitingar þurfa að ganga hraðar fyrir sig og tryggja þarf samræmi í vinnubrögðum.

Húsnæði

  • Skapa verður nægjanlegt framboð húsnæðis til að mæta þörfum íbúa landsins. Auka skal yfirsýn með því að setja húsnæðismál í eitt innviðaráðuneyti. 
  • Auka verður samvinnu ríkis og sveitarfélaga og gera kerfi skipulagsmála skilvirkara.
  • Veita verður hönnuðum og framkvæmdaaðilum svigrúm til hagkvæmari lausna.