Iðnþing 2008
Ísland og Evrópa - Mótum eigin framtíð
Á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 6. mars, verður efnt til umræðu um Evrópumálin.
Dagskráin hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00.
DAGSKRÁ:
Ávarp formanns Samtaka iðnaðarins Helgi Magnússon |
Össur Skarphéðinsson |
ÍSLAND OG EVRÓPA MÓTUM EIGIN FRAMTÍÐ |
Illugi Gunnarsson, alþingismaður |
Framtíðin liggur í heimsvæðingunni Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður |
Krónan og ferðaþjónustan – Nauðsyn á kennslu í sveifluhagfræði Jón Karl Ólafsson, Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar |
Ísland og Evrópa – Mótum eigin framtíð. Já, af hverju ekki Sigrún Davíðsdóttir, blaðamaður |
Lífskjör ráðast af samkeppnishæfni fyrirtækja Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems hf. |
Þinginu stýra Árni Snævarr, fréttamaður og Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri hjá Alcoa Fjarðaáli.
Þingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.
Á þinginu verður lagt fram ritið Ísland og Evrópa – Mótum eigin framtíð. Það fjallar um eitt stærsta hagsmunamál iðnaðarins og um leið þjóðarinnar allrar; Aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru í stað íslensku krónunnar. Fjallar er um fjölmarga þætti málsins, leitað til innlendra og erlendra sérfræðinga og reynt að nálgast viðfangsefnið frá sem flestum sjónarhornum.
Auk þess verða sýnd fjögur myndskeið: fólkið, fullveldið, fyrirtækin, framtíðin úr stuttmyndinni Ef sem gerð var í tengslum við Iðnþing. Árni Snævarr, fréttamaður hafði umsjón með gerð rits og kvikmyndar.
Efni af Iðnþingi 2008:
Mótum eigin framtíð - upplýsingarit SI um Evrópumál