Efni tengt Iðnþingi 2008

Verðbólga og óstöðugt gengi raska samkeppnishæfni

Iðnþing 2008

Hörður Arnarson, forstjóri Marel food system, var gagnrýnin á skipan efnahagsmála í erindi sínu á Iðnþingi í dag. Hörður sagði innlenda verðbólgu og óstöðugt gengi krónunnar hafa raskað verulega samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs. „Kostnaðarhækkanir hjá okkur eru meiri og tíðari en í samkeppnislöndum okkar og eilífar sveiflur torvelda alla áætlanagerð. Þetta gerir stöðu fyrirtækja í útflutningi og samkeppnisiðnaði erfiða.“

Hörður benti á að hið endanlega markmið okkar hljóti að vera að tryggja góð lífskjör. „Það næst hins vegar ekki til lengdar nema samkeppnishæfni okkar sé tryggð.“ Í erindi sínu lagði hann áherslu á að lögum um Seðlabanka Íslands yrði breytt og að bankinn og stjórnvöld gangi í takt við stjórn efnahagsmála. „Til lengri tíma litið þurfum við hins vegar að huga að inngöngu í Evrópusambandið. Aðild af sambandinu leysir hins vegar ekki þann vanda sem nú  er við að etja. Til að geta gengið í sambandið þarf hins vegar að byrja á að leysa hann.“

Glærur Harðar