Félagsgjöld Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins
-
Félagsgjald Samtaka iðnaðarins
Félagsgjald til Samtaka iðnaðarins er 0,081% af veltu síðastliðins árs.
Gjalddagar félagsgjalda eru í janúar, mars, maí, júlí, september, nóvember ár hvert og eindagi mánuði síðar. Lágmarksgjald er kr. 30.600 (ekki er veittur afsláttur af lágmarksgjaldi) sem jafnframt er einyrkjagjaldið.
Veltutengdur afsláttur er af félagsgjöldum þeirra fyrirtækja og fyrirtækjasamsteypa þar sem álögð félagsgjöld til Samtaka iðnaðarins eru hærri en kr. 1.000.000. Hér er átt við félagsgjöld útreiknuð skv. lögum SI. Álögð félagsgjöld umfram kr. 1.000.000 veita rétt á 5% viðbótarafslætti, umfram kr. 2.000.000 veita rétt á 10% afslætti og álögð gjöld umfram kr. 3.000.000 veita rétt á 15% afslætti.
Með fyrirtækjasamstæðum er átt við móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki þar sem eignarhlutur er 50% eða meiri, þannig að skylt er að gera samstæðureikning. Þessi sérstaki afsláttur til stærstu greiðenda félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins verður reiknaður á síðasta greiðsluseðli ársins þegar endanleg álagning félagsgjalda liggur fyrir.
-
Árgjald Samtaka atvinnulífsins
Árgjald til Samtaka atvinnulífsins er 0,19% af launagreiðslum síðastliðins árs, þ.e. launakostnaður án launatengdra gjalda.
Sé launakostnaður hærra hlutfall en 35,294% af veltu reiknast gjaldið af veltu í stað launa og er þá 0,067%. Gjaldið skiptist þannig að 0,17% renna til rekstrar en 0,02% í Vinnudeilusjóð.
Þeir sem velja að vera innan þjónustudeildar SA framselja ekki samningsumboð sitt og greiða þar af leiðandi ekki til Vinnudeilusjóðs og gjaldið hjá þeim er 0,17% af launum eða 0,06% af veltu.
Lágmarksgjald er kr. 35.000 (ekki er veittur afsláttur af lágmarksgjaldi).
Stigvaxandi afsláttur er af álögðum árgjöldum, að iðgjaldi í vinnudeilusjóð meðtöldu, umfram tvær og hálfa milljón krónur samkvæmt eftirfarandi reglu:
Álögð félagsgjöld Afsláttur 0 - 3.000.000
0% 3.000.000 - 6.000.000
5% 6.000.000 - 9.000.000
10% 9.000.000 og yfir
15% - Reikningar
Reikningar eru sendir út sex sinnum á ári. Heimilt er að innheimta félagsgjöld SI og SA samkvæmt áætlun. Gjöld skulu endanlega útreiknuð við innheimtu síðasta reiknings ársins og verða þá einnig leiðrétt félagsgjöld sem hafa verið of- eða vanreiknuð á fyrri gjalddögum ársins.