Félag blikksmiðjueigenda, FBE
Tæknigrein nútímans sem byggir á gömlum og traustum grunni
Allt frá stofnfundi Félags blikksmiðjueigenda, FBE, þann 6. júlí 1937, hefur félagið unnið hörðum höndum að hagsmunamálum starfsgreinarinnar. Í félaginu eru blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir og sjálfstætt starfandi blikksmíðameistarar.
Mikið starf á sviði grunn- og endurmenntunar á síðustu misserum skilar greininni góðum árangri með meiri hæfni starfsmanna.
Vefsíða Félags blikksmiðjueigenda: www.fbe.is
Tengiliður hjá SI: Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, elisa@si.is.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Ábyrgðarsjóð Meistaradeildar SI.
Stjórn
Stjórn kosin 2023
- Sævar Jónsson, formaður
- Ágúst Páll Sumarliðason
- Hallgrímur Atlason
- Stefán Þ. Lúðvíksson
- Sigurrós Erlendsdóttir
- Jónas Freyr Sigurbjörnsson
- Jóhann Helgason
- Sævar Jónsson, formaður, Blikksmiðja Guðmundar
- Ágúst Páll Sumarliðason, Blikksmiðurinn
- Hallgrímur Atlason, Blikkarinn
- Stefán Lúðvíksson, Eyjablikk
- Sævar Kristjánsson, Hagblikk
- Sigurrós Erlendsdóttir, Ísloft
- Jónas Freyr Sigurbjörnsson, Blikk- og tækniþjónustan.
Lög Félags blikksmiðjueigenda
NAFN OG AÐSETUR
1. grein
Félagið heitir Félag blikksmiðjueigenda, skammstafað FBE.
Félagssvæði þess er allt landið, en lögheimili og varnarþing er í Reykjavík.
TILGANGUR FÉLAGSINS
2. grein
Tilgangur félagsins er:
• að efla samvinnu meðal félagsmanna, m.a. með því að sameina allar blikksmiðjur
og blikksmíðadeildir landsins til þátttöku í félaginu
• að gæta hagsmuna blikksmíðafyrirtækja gagnvart öllum þeim sem greinin þarf að
skipta við og vera sameiginlegur málsvari hennar út á við
• að veita aðildarfyritækjum sem víðtækasta þjónustu í rekstarlegum og tæknilegum
efnum og stuðla að því að greinin verði samkeppnisfær á hverjum tíma um verkefni og
vinnuafl
• að vinna að því að menntun og hæfni starfsmanna og stjórnenda blikksmiðja verði
eins og best gerist á hverjum tíma
AÐILD AÐ FÉLAGINU
3. grein
Inngöngu í félagið getur hver sá fengið, sem sendir skriflega inntökubeiðni til félagsstjórnar og
uppfyllir eftirtalin skilyrði:
• A. Löglega reknar blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir og sjálfstætt starfandi
blikksmíðameistarar.
• B. Starfandi einstaklingar í aðildarfyrirtæki (skv. lið A), sem jafnframt eru eigendur.
• C. Blikksmíðameistarar sem hætt hafa störfum en vilja sækja viðburði félagsins.
Þessi aðilar hafa ekki atkvæðisrétt hvorki á aðalfundi né félagsfundum, en hafa
málfrelsi á fundum
• Þegar talað er um löggilda félagsmenn þá er annars vegar er um að ræða
blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir eða sjálfstætt starfandi blikksmíðameistara (A) og hins
vegar faghóp blikksmiðjueigenda. Ekki eru takmörk fyrir fjölda félaga með
einstaklingsaðild frá hverri smiðju (B) enda uppfylli þeir ofangreind inngönguskilyrði. Á
félagsfundum skal liggja fyrir hver fer með umboð viðkomandi blikksmiðju (A), sbr. 14.
grein.
ÚRSÖGN ÚR FÉLAGINU
4. grein
Úrsagnir úr félaginu skulu vera skriflegar og berast skrifstofu SI. Úrsögn tekur gildi 6 mánuðum
síðar. Enginn getur þó sagt sig úr félaginu meðan á vinnudeilu eða verkbanni stendur sem
snertir hlutaðeigandi aðildarfélag eða fyrirtæki. Úrsögn leysir félagsaðila ekki undan greiðslu
áfallinna félagsgjalda.
BROTTVIKNING ÚR FÉLAGINU
5. grein
Félagsstjórn er heimilt að víkja fyrirtæki og/eða einstaklingi úr félaginu um lengri eða skemmri
tíma hafi viðkomandi gerst brotlegur við lög félagsins eða samþykktir þess.
Slíka ákvörðun ber þó alltaf að leggja fyrir næsta aðalfund félagsins til endanlegrar
afgreiðslu. Brottvikning telst endanlega staðfest þegar þrír fjórðu hlutar aðalfundarfulltrúa
samþykkja hana.
AÐILD AÐ HEILDARSAMTÖKUM
6. grein
Félagið er sem heild aðili að Samtökum iðnaðarins (SI), Samtökum atvinnulífsins (SA) og
Sambandi norrænna blikksmíðameistara (Nordisk Blikkenslagermesterforbund).
STJÓRN FÉLAGSINS
7. grein
Aðalfundur félagsins kýs stjórn fimm manna og tveggja til vara: formann, varaformann, gjaldkera,
ritara og meðstjórnanda. Formaður skal kosinn sérstakri kosningu til tveggja ára. Aðrir
stjórnarmenn eru einnig kosnir til tveggja ára, með þeim hætti að tveir þeirra eru kosnir á hverju
ári. Á sama hátt er einn varamaður kosinn árlega. Verkaskipting stjórnarmanna í stjórn fellur
niður á hverjum aðalfundi og verður stjórnin því að skipta með sér verkum að loknum hverjum
aðalfundi.
8. grein
Minnst hálfum mánuði fyrir aðalfund skal stjórn félagsins skipa þriggja manna uppstillingarnefnd,
sem gerir tillögur um skipan í þær trúnaðarstöður, sem aðalfundur á að kjósa hverju sinni.
9. grein
Stjórnin heldur gjörðabók yfir allar fundarsamþykktir stjórnar- og félagsfunda.
10. grein
Gjaldkeri hefur yfirumsjón með innheimtu árgjalda í umboði stjórnar. Hann sér á sama hátt um
að bókhald sé haldið í samræmi við góðar venjur í þeim efnum.
11. grein
Nú fer stjórnarmaður úr stjórninni fyrir fullt og allt og tekur þá varamaður sæti hans. Ef ágreiningur
verður meðal stjórnarmanna ræður afl atkvæða, en verði atkvæði jöfn ræður atkvæði
formanns úrstlitum. Formaður boðar stjórnarfundi eftir því sem með þarf en auk þess er honum
skylt að boða til stjórnarfundar þegar einhver stjórnarmanna krefst þess. Stjórnarfundir eru því
aðeins lögmætir að a.m.k. 3/5 stjórnarmanna sæki þá. Það sem gerist á stjórnarfundum skal
bóka í gjörðabók félagsins og rita stjórnarmenn undir.
Undirskrift formanns og tveggja meðstjórnenda er nægjanleg til að skuldbinda félagið gagnvart
öðrum. Formaður boðar stjórnarfundi með þeim fyrirvara, sem hann telur hæfilegan eftir því sem
á stendur og á þann hátt, sem hann telur tryggilegastan í hvert sinn. Sé formanni kunnugt um að
einhver stjórnarmaður geti ekki sótt stjórnarfundi skal hann boða varamann í hans stað.
Stjórnin ræður öllum félagsmálum milli funda og getur innan takmarka þeirra, sem lög þessi setja,
skuldbundið félagið og eignir þess með ályktunum sínum og samþykktum.
ÁRGJÖLD
12. grein
Árgjald er ákveðið með tvennum hætti samanber 3. grein.
• Árgjald er ákveðið með tvennum hætti. Í fyrsta lagi greiðir hvert aðildarfyrirtæki árgjald
samkvæmt ákvörðun aðalfundar. Gjaldið tekur mið af iðnaðarveltu viðkomandi
aðildarfyrirtækis og ákveður aðalfundur það hundraðshlutfall sem gildir fyrir starfsárið svo
og hámarks- og lágmarksgjald enda sé þá búið að afgreiða reikninga fyrir liðið starfsár og
fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár (A). Í öðru lagi greiðir hver einstaklingur árgjald sem
skal miðast við að það standi straum af öllum kostnaði viðkomandi félaga og maka hans
vegna fagnaðar aðalfundarkvölds (B og C). Þessi kostnaður skal koma fram í
fjárhagsáætlun viðkomandi árs.
• Ný aðildarfyrirtæki greiða árgjald frá og með þeim ársfjórðungi sem er að líða þegar þau
eru tekin í félagið. Fyrirtæki eða einstaklingur, sem segja sig úr félaginu greiða álögð gjöld
á uppsagnartíma sem er sex mánuðir. Hætti fyrirtæki starfsemi á árinu greiðir það árgjöld
til loka þess ársfjórðungs, þegar félagsstjórninni er tilkynnt að fyrirtækið sé hætt störfum.
Þegar brottvikning á sér stað skal greiða árgjald til loka þess ársfjórðungs þegar hún tók
gildi
AÐALFUNDIR – FÉLAGSFUNDIR
13. grein
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum félagsmálum, innan þeirra takmarka er lög þessi ákveða.
Aðalfund skal halda eigi síðar en í maímánuði ár hvert, nema sérstakar aðstæður skapist, svo
sem faraldur, náttúruhamfarir og/eða einhverra annarra hamfara, og skal boða til hans með
minnst tveggja vikna fyrirvara með bréfi, tölvupósti, auglýsingum í blöðum eða á annan
sannanlegan og tryggilegan hátt. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Dagskrá
aðalfundar skal vera þannig:
• 1. Skýrsla formanns um félagsstarfið á liðnu starfsári.
• 2. Gjaldkeri leggur fram til afgreiðslu reikninga félagsins fyrir liðið ár ásamt fjárhagsáætlun
yfirstandandi árs. Hann skal ennfremur leggja fram tillögur stjórnar um árgjöld.
• 3. Tillögur uppstillinganefndar
• 4. Kosning stjórnar
• 5. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þær stjórnir og ráð sem félagið á rétt á að tilnefna til.
• 6. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
• 7. Kosning uppstillinganefndar
• 8. Lagabreytingar
• 9. Önnur mál.
14. grein
Auk aðalfunda skal halda félagsfundi þegar stjórn félagsins þykir þurfa eða ef 5 félagsmenn eða
fleiri æskja þess. Slíkir fundir eru löglegir ef þeir eru boðaðir með a.m.k. viku fyrirvara og tilgreint
fundarefni.
Meirihluti atkvæða ræður samþykktum á félagsfundum í almennum félagsmálum og hefur hver
félagsmaður og aðildarfyrirtæki eitt atkvæði, nema við afgreiðslu eftirtalinna mála:
a) Vinnudeilur og kjarasamningar.
b) Fjárhagslegar skuldbindingar félagsins.
c) Lagabreytingar (sjá grein 19).
d) Brottvikning úr félaginu (sjá grein 5).
Í ofangreindum tilvikum gildir reglan að hver félagsmaður og aðildarfyrirtæki hafi eitt
atkvæði. Auk þess hefur hvert aðildarfyrirtæki atkvæði í hlutfalli við það sem það hefur greitt í
árgjald til félagsins og SI síðastliðið starfsár og er atkvæðavægið eitt atkvæði fyrir byrjað árgjald
félagsmanna, sbr. lið A greinar 3.
Þó getur enginn einn fundarmaður haft eða farið með meira en 1/6 atkvæða af öllum
atkvæðum. Félagsstjórn skal í mars ár hvert semja skýrslu yfir atkvæðamagn hvers
aðildarfyrirtækis og gildir sú skýrsla í þessu efni allt starfsárið, án tillits til þess, sem greitt kynni
að vera á árinu af árgjöldum fyrir liðið starfsár.
Nú hefur aðildarfyrirtæki ekki verið í félaginu heilt starfsár þegar skýrsla um atkvæðamagn er
samin eða gengið inn á því starfsári, sem atkvæðagreiðslan fer fram og skal félagsstjórn þá
ákveða atkvæðatölu hlutaðeigandi eftir áætlun um hvað árgjald þess muni verða og miða við fulla
greiðslu.
Með inntöku nýs aðildarfyrirtækis skal félagsstjórn bæta á skýrsluna um atkvæðamagn
samkvæmt fyrrgreindri áætlun, sem fyrirtækið öðlast samkvæmt þessari grein, þegar við greiðslu
áætlaðs iðgjalds. Félagsmenn og aðildarfyritæki mega fela öðrum félagsmönnum að fara með
atkvæði sín. Fundarstjóri getur krafist skriflegs umboðs sem bókast í fundargerðarbók
félagsins. Umboð í staðfestu símskeyti telst skriflegt.
STARFSÁR
15. grein
Starfsár félagsins er milli aðalfunda en reikningsár 1. janúar til 31. desember.
TRÚNAÐARMÁL
16. grein
Þeim, sem sitja fundi félagsins, er skylt að gæta þagmælsku um það sem fram kemur og leynt á
að fara eftir ákvörðun viðkomandi eða samkvæmt eðli máls.
KAUP- OG KJARSAMNINGAR
17. grein
Allar ákvarðanir félagsins eða einstakra aðildarfyrirtækja þess um málefni, sem lúta að uppsögn
eða gerð kaup- og kjarasamninga svo og verksviptingu, skulu fara eftir samþykktum SA.
VINNUSTÖÐVANIR
18. grein
Nú verður vinnustöðvun hjá aðildarfyrirtæki, hvort heldur er vegna verkfalls eða verksviftingar, og
er það þá skylda stjórnar félagsins að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að vernda
hagsmuni þess.
LAGABREYTINGAR
19. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á löglegum aðalfundi enda hafi þess sérstaklega verið getið í
fundarboði. Lagabreytingar öðlast því aðeins gildi að þær hljóti samþykki ¾ greiddra atkvæða
fundarmanna, sbr. grein 13.
SLIT FÉLAGSINS
20. grein
Aðalfundur getur með sama hætti og um getur í 19. grein ákvarðað að leysa félagið upp. Fundur
sá, sem það samþykkir með lögmætum hætti, kveður á um hvernig ráðstafa skuli eignum félagsins
og um greiðslu skulda.
21. grein
Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og falla þá jafnframt úr gildi eldri lög félagsins.
Reykjavík, 11. júní 1994
Lög uppfærð á aðalfundi, 10. desember 2020