Í öndvegi

Íslenskt handverk og hönnun - Icelandic crafts and design

Mynd2_1660643950488

Innsetning í suðurstofu Bessastaða 2022

Mikilvægur áfangi í sögu íslenskrar húsgagnahönnunar og húsgagnasmíði var við innsetningu íslenskra húsgagna í suðurstofu Bessastaða 12. júní 2019. Á Bessastöðum eru húsgögn sem koma víða frá og mörg húsgagnanna eiga sér langa sögu, jafnvel sögu sem talin er í árhundruðum. En einnig er þar að finna nýrri smíði og má þar meðal annars nefna hillur í bókhlöðu Bessastaða hannaðar af Sveini Kjarval og smíðaðar hér á landi.

Við val á húsgögnum í suðurstofu Bessastaða í nýrri innsetningu árið 2022 var haft í huga að sýna þá miklu fjölbreytni sem einkennir íslenska hönnun og framleiðslu. Auk þess sem litið var til sjálfbærni og hringrásarhugsunar.

Samtök iðnaðarins hafa haft frumkvæði að því að íslensk húsgögn verði sýnileg á Bessastöðum í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands þar sem gestum gefst kostur á að sjá íslenska hönnun og handbragð íslenskrar framleiðslu stillt upp á fallegan hátt.

Íva Rut Viðarsdóttir, innanhússarkitekt, valdi húsgögnin og munina og skipulagði rýmið í suðurstofunni.

Forsida_1660911603661

Hér er hægt að nálgast PDF af kynningarbæklingi/PDF of brochure.

Decorating the southern reception room at Bessastaðir 2022

An important milestone in the history of Icelandic furniture design and furniture-making was the incorporation of Icelandic furniture in the southern reception room of the Icelandic presidential residence at Bessastaðir on 12 June 2019.

The furniture at Bessastaðir comes from many different places, and many pieces have a long – even centuries-long – history. Some pieces, however, are newer, including the shelves in the library, designed by Sveinn Kjarval and made in Iceland.

When choosing the new furniture for the southern reception room at Bessastaðir in 2022, the idea was to showcase the great variety that is a feature of Icelandic design and production, focusing also on sustainability and circular thinking.

The Federation of Icelandic Industries (SI) was behind the initiative to showcase Icelandic furniture at Bessastaðir, in co-operation with the Icelandic Design Centre. Visitors are given the opportunity to see Icelandic design and the craftsmanship arranged in a beautiful way.

Icelandic interior designer Íva Rut Viðarsdóttir was responsible for selecting the furniture and setting out the space in the southern living room.


Ark-1Arkitýpa #2

Borðið Arkitýpa #2 er hannað af Karítas Möller og Ástríði Birnu Árnadóttur. Hráefnið er endurnýttur marmari úr byggingariðnaði. Um er að ræða skúlptúrísk borð úr endurnýttum steinplötum sem annars yrði fargað. Arkitýpur voru fyrst sýndar á Hönnunarmars 2021 og 2022. 

The Arkitýpa #2 table is designed by Karítas Möller and Ástríður Birna Árnadóttir and made of recycled marble from the construction industry. It is a sculptural table made from recycled stone slabs that would otherwise be thrown away. The Arkitýpa range of tables was first showcased at the 2021 and 2022 DesignMarch festivals. https://www.facebook.com/Arkit%C3%BDpa-109162480652634E-60-Lounge-1E60 Lounge

E-60 Lounge stóllinn er hannaður af Birki Snæ Einarssyni og framleiddur hjá Sólóhúsgögnum. Hann er byggður á hinum þekkta E-60 stól sem Sólóhúsgögn hafa framleitt síðan 1960 þegar fyrirtækið var stofnað. E-60 Lounge er fánlegur með ýmsum áklæðum og getur verið heilbóstraður eða með bólstraðri setu og viðarbaki. 

The E-60 Lounge chair is designed by Birkir Snær Einarsson and produced at Sólóhúsgögn. It is based on the well-known E-60 chair produced by Sólóhúsgögn since its founding in 1960. E-60 Lounge is available in various fabrics and can be fully upholstered or with an upholstered seat and wooden back. https://www.solo.is/ Folk4Form

Lampinn Form er hannaður af Theodóru Alfreðsdóttur fyrir Fólk Reykjavík. Lampinn er gerður úr tveimur náttúrulegum hráefnum, marmara og áli. 

The Form lamp is designed by Theodóra Alfreðsdóttir for FÓLK Reykjavík. It is made of two natural materials – marble and aluminium. https://www.folkreykjavik.is/Geir_1660644091070Geir

Stóllinn og borðið Geir eru hönnuð hjá Studio Granda. Framleiðandi er Axis. Geir er framleiddur úr íslensku birki, sauðskinni, ull og grágrýti. Geir Oddgeirsson, húsgagnasmíðameistari, sá um þróun og smíði frumgerðar. Brákarey framleiðir sauðskinnsleður stólanna, GÁ Húsgögn sinnir bólstrun þeirra og Steinkompaníið framleiðir steinplötu. 

The Geir chair and table is designed at Studio Granda and produced by Axis. It is made from Icelandic birch, sheepskin, wool and dolerite. The prototype was developed and manufactured by master furniture maker Geir Oddgeirsson. Brákarey makes the sheepskin leather, GÁ Húsgögn makes the upholstery and Steinkompaníið produces the stone tabletop. https://studiogranda.is/


Folk5Lifandi hlutir

Lifandi hlutir eru hannaðir af Ólínu Rögnudóttur fyrir Fólk Reykjavík. Um er að ræða margnota hluti sem geta verið allt í senn blómavasi, kertastjaki, bókastoð og skúlptúr. Hlutirnir eru ýmist framleiddir á Íslandi eða í Portúgal úr steintegundum sem fáanlegar eru á svæðinu. Á Íslandi eru hlutirnir ýmist gerðir úr gabbró, líparíti, grágrýti og blágrýti en grágrýtið er meðal annars fengið úr grunni nýs Landspítala. 

‘Living things' are designed by Ólína Rögnudóttir for FÓLK Reykjavík. These items can be many things in one – vase, candlestick, bookend and sculpture. They are made in either Iceland or Portugal, using local types of stone. In Iceland, the items are made of gabbro, liparite, dolerite or basalt. Some of the dolerite used comes from the foundations of the new University Hospital. https://www.folkreykjavik.is/Moi_3jaMói

Sófasettið Mói er hannað af Aðalheiði Dóru Þórólfsdóttur og framleitt hjá Zenus. Sófasettið var fyrst kynnt á Hönnunarmars árið 2014. Fjöldi úrfærslna er á áklæði sófasettsins, hvort sem er úr taui eða leðri. Fætur eru úr eik sem hægt er að fá bæsaða í nokkrum litum. 

The Mói sofa set is designed by Aðalheiður Dóra Þórólfsdóttir and produced at Zenus. It was first showcased at the 2014 DesignMarch festival. A number of upholstery variations are available, whether fabric or leather. The feet are made of oak available in several colours.https://zenus.is/husgogn/sofar/moi/


Folk6Multi

Multi vasar og skálar eru hannaðar af Rögnu Ragnarsdóttur fyrir Fólk Reykjavík. Einungis eitt mót er notað við blástur glerhlutanna og eftir á eru vasarnir skornir til svo úr verða mismunandi vasar og skálar. Við hvern skáskurð verður til ný ásýnd og nýtt hlutverk. Glerið er munnblásið í Tékklandi. 

Multi vases and bowls are designed by Ragna Ragnarsdóttir for FÓLK Reykjavík. A single mould is used for blowing the glass pieces. The vases are then cut to make different vases and bowls. Each cut creates a new look and a new purpose. The glass used is mouth-blown in Germany. https://www.folkreykjavik.is/


Innskotsbord_1660644005146Sóló

Sóló innskotsborðið er framleitt eftir pöntun og er því fáanlegt í ýmsum stærðum og útfærslum eftir óskum hvers og eins. 

The Sóló nest of tables is made to order and is therefore available in various sizes and designs, according to each customer's wishes. https://www.solo.is/Folk2Endurunnið textílborð

Borðið er hannað af Jóni Helga Hólmgeirssyni fyrir Fólk Reykjavík. Borðið er úr plötum sem gerðar eru úr endurunnum textíl sem fellur til í framleiðslu og rekstri fyrirtækja og stofnana, svo sem endurunnum sængurverum og lökum. Borðplatan er úr FSC vottuðum aski og uppistaðan úr endurunnu stáli. 

The table is designed by Jón Helgi Hólmgeirsson for FÓLK Reykjavík. It is made from panels of recycled textiles generated by the production activities and operations of companies and institutions, such as recycled duvet covers and sheets. The tabletop is made of FSC-certified ash, and the support is made of recycled steel. https://www.folkreykjavik.is/

CF127229


Þórshamar

Stóllinn Þórshamar er hannaður af Halldóri Hjálmarssyni, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2019) árið 1961. Framleiðandi stólanna er Random Ark. Um er að ræða svarta grind og svartlitaða eik en Þórshamar er einnig fáanlegur í ýmsum viðartegundum og litum. 

The Þórshamar chair was designed by furniture and interior designer Halldór Hjálmarsson (1927–2019) in 1961. It is produced by Random Ark. The classic model has a black frame and black-stained oak, but Þórshamar is also available in other types of wood and other colours. https://www.facebook.com/orntbor/

Mynd1_1660643928461

Íslensk húsgagnaframleiðsla var í miklum blóma á tímabilinu 1950 til 1975 eða allt þar innflutningur húsgagna var gefinn frjáls og enn leynast víða húsgögn frá þeim tíma. Á þessum árum einkenndist íslenskur húsgagnaiðnaður af mörgum smáum fyrirtækjum en á árinu 1972 voru hátt í 300 fyrirtæki starfandi í þeim iðnaði. Húsgagna- og innanhússarkitektar stofnuðu með sér samtök árið 1955 til að auka útflutning framleiðslu sinnar og taka þátt í sýningum erlendis. Stofnendur voru einungis átta en félagsmönnum fjölgaði hratt og voru þeir orðnir hátt í 90 um aldamótin. Um tíma streymdu erlend húsgögn á markaðinn og dró þá verulega úr allri framleiðslu hér á landi. Á síðustu árum hefur vegur íslenskrar hönnunar og húsgagnaframleiðslu vaxið að nýju. Fjölmargir hönnuðir og framleiðendur hafa í gegnum tíðina komið fram með nýstárleg húsgögn sem hafa notið mikilla vinsælda. Í mörgum tilvikum er um að ræða húsgögn sem öðlast hafa ákveðinn sess hjá landsmönnum. Framsækni hefur einkennt hönnun og framleiðslu íslenskra húsgagna þegar nýr efniviður hefur verið notaður, nýstárleg form, ný áklæði eða húsgögnin mótuð á nýjan hátt. Það getur verið langur vegur frá hugmynd og teikningu hönnuðar og þar til húsgagnið hefur verið smíðað. En þegar handverk og hönnun fara vel saman tekst oft að skapa ný viðmið sem geta haft áhrif á margar kynslóðir.

Icelandic furniture production flourished from 1950 to 1975, when the doors were opened to furniture imports, and furniture from that time can still be found in many places. During that period, the Icelandic furniture industry was made up of a large number of small companies. By 1972, the industry employed some 300 people. In 1955, a group of furniture and interior designers jointly founded an association to increase exports of their production and take part in exhibitions abroad. From the eight initial founders, membership increased rapidly, reaching 90 by the turn of the century. For a while, foreign furniture flooded into the Icelandic market and production in Iceland fell significantly. In recent years, however, Icelandic design and furniture-making have begun to grow again. Over the years, many designers and manufacturers have created innovative furniture that has enjoyed great popularity and, in many cases, earned a place in the hearts of Icelanders. Progressiveness has been a feature of the design and production of Icelandic furniture, with new materials, innovative forms, new upholstery or new ways of shaping furniture. The journey from idea and design to production can be a long one, but when craftsmanship and design work well together, it is often possible to reach new standards that can influence many generations.

QR