Stefna Samtaka iðnaðarins 2022-2025
Samtök iðnaðarins efla samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í þágu samfélagsins alls.
Stefna SI 2022-2025
Stjórn SI hefur samþykkt stefnu sem gildir 2022-2025. Kjarninn í nýrri stefnu er að með framúrskarandi hagsmunastarfi, þjónustu og ásýnd styðja samtökin aðildarfyrirtæki sín til að sækja tækifærin og taka forystu á tímum breytinga. Til þess hafa verið settar fram fjórar stefnuáherslur undir heitunum Öflugt samfélag, Sterk saman, Markviss samskipti og Græn iðnbylting. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að efla samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í þágu samfélagsins alls. Ísland í fremstu röð er sýn stefnunnar og gildin verða áfram fagmennska, samvinna og áræðni.
Öflugt samfélag
Þau málefni sem hafa áhrif á samkeppnishæfni eru mannauður, nýsköpun, starfsumhverfi, innviðir, orka og umhverfi. Auk þess eru alþjóðleg tengsl samtakanna áhersluverkefni í stefnunni. Þetta eru þau verkefni sem unnið verður að samkvæmt stefnunni undir yfirskriftinni Öflugt samfélag.

Sterk saman
Verkefnin sem unnið verður að samkvæmt stefnunni undir yfirskriftinni Sterk saman verður að skilgreina og efla þjónustu gagnvart félagsmönnum, styrkja innlent og alþjóðlegt samstarf við systursamtök, afla nýrra félagsmanna og innri umbætur.
Markviss samskipti
Verkefnin sem unnið verður að samkvæmt stefnunni undir yfirskriftinni Markviss samskipti verður að styrkja upplýsingamiðlun og styrkja ímynd iðnaðar.

Græn iðnbylting
Verkefnin sem unnið verður að samkvæmt stefnunni undir yfirskriftinni Græn iðnbylting verður að leiða og styðja umbætur á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála og tryggja hagsmuni iðnaðar í samstarfi við stjórnvöld og aðra haghafa. Í því augnamiði hafa Samtök iðnaðarins meðal annars efnt til Árs grænnar iðnbyltingar 2022.
Stefna SI 2019-2021
Hér er hægt að nálgast PDF af stefnu Samtaka iðnaðarins 2019-2021 sem samþykkt var af stjórn SI í júní 2019. Í stefnunni kemur fram að samkeppnishæfni íslensks iðnaðar hvíli á sex stoðum; menntun, nýsköpun, starfsumhverfi, innviðir, orka og umhverfi, ímyndarmál.
Stefna SI fjallar um áherslur í störfum samtakanna. Stefnumálin miða að því að efla samkeppnishæfni íslensks iðnaðar út frá þeim sex meginmálaflokkum sem mestu varða um framleiðniþróun og velmegun til framtíðar.
Framtíðarsýnin
Ísland 2050 - Fyrir hvaða framtíð erum við að búa okkur undir?
Ísland árið 2050 er í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni þjóða og nýtur mikillar velgengni. Verðmætasköpunin er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Fjárfestar sækjast eftir því að fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi. Efnahagsleg velmegun íbúa er mikil og Ísland er eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar. Landið er vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti.
Framtíðarsýn SI - Ísland í fremstu röð
Menntun - Menntakerfið leiðir saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífs á skilvirkan og hagkvæman hátt.
Innviðir - Innviðir eru í góðu ástandi og uppfylla þarfir atvinnulífs og almennings.
Nýsköpun - Umgjörð og hvatar til nýsköpunar eru með því besta sem þekkist í heiminum.
Starfsumhverfi - Skilvirkt, hagkvæmt og stöðugt starfsumhverfi laðar til landsins fjárfesta og fólk.
Orka og umhverfi - Íslenskur iðnaður er í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum og styður við markmið þjóðarinnar um kolefnishlutleysi.
Ímynd - Íslenskar vörur og fyrirtæki hafa jákvæða ímynd í samanburið við ímynd erlenda valkosti.