Ímyndarmál

SI-Icon-imyndarmalSamtök iðnaðarins beita sér fyrir jákvæði ímynd íslensks iðnaðar þar sem stefnt er að því að íslenskar vörur og fyrirtæki hafi jákvæða ímynd í samanburði við ímynd erlendra valkosta.

Stefna stjórnar SI fyrir málaflokkinn

Framtíðarsýn stjórnar Samtaka iðnaðarins felst í því að Íslendingar verði stoltir af íslenskri vöru og fyrirtækjum og velji að kaupa hana vegna gæða, uppruna og hreinleika. Íslenskar vörur eru eftirsóttar erlendis vegna fjölbreytileika, sérstöðu, tillitssemi við umhverfið, sjálfbærni og lýðheilsu.

Til þess að ná fram jákvæðri ímynd íslensks iðnaðar þarf að nota fjölmargar leiðir hvort sem er á sviði almannatengsla, áhrifavalda, samfélagsmiðla eða hefðbundinna auglýsinga. Móta þarf skilaboðin og ákveða við hverja á að tala, hvenær og hvernig.

Markmið

Íslendingar eru stoltir af íslenskum vörum og fyrirtækjum.

Leiðir að markmiði

Almennt

  • Samtökin veita stjórnvöldum aðhald gegnum fjölmiðla og upplýsta umræðu á öllum miðlum. Verið er að styrkja grundvöll ákvarðanatöku með greiningum og haldið verður áfram að fylgja eftir þeirri stefnu er kemur fram í skýrslunni  Mótum framtíðina saman - atvinnustefna fyrir Ísland.

Ímyndarátak

  • Miðla upplýsingum um mikilvægi íslensks iðnaðar fyrir hagkerfið og hversu fjölbreyttur iðnaðurinn er. Unnið verði með allar helstu markaðsleiðir.
  • Miðla gæðum, uppruna og hreinleika íslenskra framleiðsluvara og nýta hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir til að koma skilaboðunum á framfæri til ákveðinna markhópa.