Framleiðsluþing SI

Framleiðsluþing SI 2020

Hátt í 200 manns fjölmenntu á Framleiðsluþingi SI sem haldið var í Norðurljósum í Hörpu 12. febrúar 2020. Áskoranir og tækifæri í íslenskum framleiðsluiðnaði var yfirskrift þingsins og var kastljósinu beint að helstu áskorunum sem íslensk framleiðslufyrirtæki standa frammi fyrir um þessar mundir. Horft var sérstaklega til tækifæra í nýsköpun í umhverfis- og loftslagsmálum og komið inn á að ný hugsun og ný tækni geti ráðið úrslitum um framtíðarvöxt framleiðsluiðnaðar á Íslandi. Kynntar voru niðurstöður úr nýrri könnun sem gerð var meðal félagsmanna SI sem stjórna framleiðslufyrirtækjum og sýna niðurstöðurnar að 88% stjórnendanna ætla að grípa til hagræðingaraðgerða á þessu ári.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, flutti ávarp og setti þingið. Erindi fluttu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, starfandi stjórnarformaður, Prentmet Oddi, Þorsteinn Hannesson, framkvæmdastjóri sérverkefna hjá Elkem Ísland, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MS, Guðlaug Kristinsdóttir, stjórnarformaður, Límtré Vírnet, og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs.

Þegar erindum lauk var efnt til umræðna sem Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrði. Í umræðunum tóku þátt Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Einar Snorri Magnússon forstjóri CCEP, Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Álklasans.

Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, var fundarstjóri í forföllum Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra CCEP og formanns Framleiðsluráðs SI. Að þinginu loknu spjölluðu gestir þingsins saman og þáðu léttar veitingar í Norðurljósum.


Si_framleidsluthing_2020-1Framleiðsluþing SI 2020 var vel sótt.

Hringbraut

Sigmundur Ernir Rúnarsson á Hringbraut var á staðnum meðan á Framleiðsluþingi SI stóð og tók viðtöl við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann SI, Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóra Marel á Íslandi, Einar Snorra Magnússon, forstjóra CCEP, Guðlaugu Kristinsdóttir, stjórnarformann Límtré Vírnet, og Ingólf Guðmundsson, forstjóra CRI.

Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þáttinn.

Hringbraut2

Glærur

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur þingsins.


Myndir

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.

Si_framleidsluthing_2020-2Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Si_framleidsluthing_2020-8Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_framleidsluthing_2020-19Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.

Si_framleidsluthing_2020-23Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, starfandi stjórnarformaður, Prentmet Oddi.

Si_framleidsluthing_2020-27Þorsteinn Hannesson, framkvæmdastjóri sérverkefna hjá Elkem Ísland.

Si_framleidsluthing_2020-31Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MS.

Si_framleidsluthing_2020-35Guðlaug Kristinsdóttir, stjórnarformaður, Límtré Vírnet.

Si_framleidsluthing_2020-37Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs.

Si_framleidsluthing_2020-42Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Álklasans, Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Einar Snorri Magnússon forstjóri CCEP, og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.

Si_framleidsluthing_2020-45Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrði umræðunum.

Si_framleidsluthing_2020-49

Si_framleidsluthing_2020-55Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI var fundarstjóri.

Si_framleidsluthing_2020-14

Si_framleidsluthing_2020-30

Si_framleidsluthing_2020-16

Si_framleidsluthing_2020-10

Si_framleidsluthing_2020-34

Si_framleidsluthing_2020-36

Si_framleidsluthing_2020-28

Si_framleidsluthing_2020-22

Si_framleidsluthing_2020-26

Si_framleidsluthing_2020-24

Si_framleidsluthing_2020-20

Si_framleidsluthing_2020-38


Umfjöllun

Viðskiptablaðið, 11. febrúar 2020.

Fréttablaðið, 12. febrúar 2020.

Vísir, 12. febrúar 2020.

mbl.is, 12. febrúar 2020.

Morgunblaðið, 13. febrúar 2020.

Skessuhorn, 13. febrúar 2020.

Hringbraut, 18. febrúar 2020.


Auglýsingar

Auglysing-final_1580316094078

Fyrirlesarar_1581588183652


Framleiðsluþing SI 2017

Fjölmennt var á fyrsta Framleiðsluþing SI þegar hátt í 200 manns mættu í Silfurberg í Hörpu 6. desember 2017. Á þinginu var efnt til umræðu um verðmæti íslenskrar framleiðslu, helstu tækifæri og áskoranir sem íslenskir framleiðendur standa frammi fyrir og hvað væri íslenskt. Á þinginu kom fram að á Íslandi er fjölbreyttur og umfangsmikill framleiðsluiðnaður sem skapar fjölda starfa og mikinn gjaldeyrir. Íslensk framleiðsla er einn af burðarásum hagkerfisins þar sem mikilvæg verðmæti verða til og skapa margvísleg margföldunaráhrif. Sérstakur gestur þingsins var Jens Holst-Nielsen, sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum hjá Dansk Industri sem gaf innsýn í hvað danskir framleiðendur hafa gert til að skapa vörum sínum sérstöðu innanlands og utan. Efnt var til pallborðsumræðna með iðnaðarráðherra þar sem tæpt var á mörgum þeim málefnum sem skipta íslenskan framleiðsluiðnað mestu máli. 

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur, myndir og myndbönd frá þinginu.

_D4M9126_1513348269370

 

Myndir

Fleiri myndir frá þinginu eru í myndaalbúmi á Facebook.

_D4M8998_1512642129912Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

_D4M9012Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

_D4M9125Fullur salur í Hörpu.

_D4M9326

Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi og formaður Framleiðsluráðs SI, var fundarstjóri þingsins og stýrði pallborðsumræðum sem Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, Eyjólfur Eyjólfsson, forstjóri Axis, Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Siríus, Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tóku þátt í.

Dagskrá

  • Setning Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI - Setningarávarp
  • Ávarp Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Verðmæt íslensk framleiðsla Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI  Framleidsluthing-_Sigurdur_Hannesson
  • Made in Iceland Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI  Framleidsluthing_Bryndis_Skuladottir
  • Hvað er íslenskt? Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands  Framleidsluthing_Goddur
  • Vilja neytendur íslenskt? Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna  Framleidsluthing_Brynhildur_Petursdottir
  • Er nægt hillupláss fyrir íslenska framleiðslu? Jón Björnsson, forstjóri Festi  Framleidsluthing_Jon_Bjornsson
  • Made in Denmark Jens Holst-Nielsen, sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum hjá Dansk Industri  Framleidsluthing_Jens_Holst-Nielsen
  • Helstu tækifæri og áskoranir íslenskra framleiðenda - Pallborðsumræður Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs - Eyjólfur Eyjólfsson, forstjóri Axis - Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Siríus - Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Fundarstjóri var Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi og formaður Framleiðsluráðs SI, sem jafnframt stýrði umræðum í pallborði.

Myndbönd

Framleiðsluþing SI var í beinni út sendingu á Vísi en hér er hægt að nálgast þingið í heild sinni.

https://www.youtube.com/watch?v=wc4BgQP9vxo

 

Á þinginu voru sýnd tvö myndbönd; Hvað segir fólkið á götunni? og Tækifæri og áskoranir íslenskra framleiðenda.

Hvað segir fólkið á götunni?

https://vimeo.com/246130038

Tækifæri og áskoranir íslenskra framleiðenda

https://vimeo.com/246130068

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast einstök erindi:

Setning - Guðrún Hafsteinsdóttir

https://vimeo.com/246145214
Ávarp - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

https://vimeo.com/246145266

Verðmæt íslensk framleiðsla - Sigurður Hannesson

https://vimeo.com/246145339

Made in Iceland - Bryndís Skúladóttir

https://vimeo.com/246145401


Hvað er íslenskt? Guðmundur Oddur Magnússon

https://vimeo.com/246163358


Vilja neytendur íslenskt?

https://vimeo.com/246163479


Er nægt hillupláss fyrir íslenska framleiðslu? Jón Björnsson

https://vimeo.com/246163607


Made in Denmark Jens Holst-Nielsen

https://vimeo.com/246163697


Pallborðsumræður

https://vimeo.com/246163821

 

Fyrirlesarar og fundarstjóri

Fyrirlesarar

Viðtöl

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, ræddi um Framleiðsluþing SI, í Markaðnum sem fylgdir Fréttablaðinu í vikunni. Hér er hægt að lesa nánar um það.

Jens Holst-Nielsen hjá Dansk Industri var í viðtali í Morgunblaðinu í vikunni. Hér er hægt að lesa nánar um það.

Auglýsingar