Úrgangur og endurvinnsla

Endurvinnsluiðnaður er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og víðar.

Með aukinni áherslu á flokkun úrgangs, endurnýtingu og endurvinnslu hafa skapast tækifæri til að byggja upp starfsemi sem nýtir það hráefni sem til fellur á heimilum landsmanna og hjá fyrirtækjum. Nokkur fyrirtæki í þessum hópi vinna við flokkun og meðhöndlun úrgangs, önnur við endurvinnslu en stærsti hluti fyrirtækja í þessum hópi eru söfnunar- og gámaþjónustufyrirtæki.

Mikil tækifæri skapast fyrir þá starfsemi þegar sveitarfélögin draga sig út úr söfnun á úrgagni. Rétt er að taka fram að fjölmörg önnur fyrirtæki stunda endurnýtingu og endurvinnslu samtvinnaða annarri kjarnastarfsemi. Má þar nefna gúmmí- og plastiðnað og málmsteypur. Meðhöndlun sorps er eitt af stærstu umhverfismálunum sem við stöndum nú frammi fyrir. Á um áratug hefur orðið bylting í úrgangsmálum Íslendinga. Fyrsta skrefið var að hverfa frá því að fleygja öllu í sömu holuna, og moka yfir eða kveikja í, yfir í að byggja upp stranglega vöktuð urðunarsvæði og háhitabrennslur.

Næstu áskoranir felast í að minnka úrgang sem er eytt og nýta hann til annarrar framleiðslu. Til að það sé mögulegt þarf að flokka úrgang. Löggjöf á þessu sviði er orðin nokkuð umfangsmikil. Meðal þess, sem þar er sett fram, eru markmið um að hér á landi skuli endurvinna eða endurnýta ákveðið magn af tilteknum úrgangi. Stjórnvöld setja þessi markmið en ljóst er að þau nást ekki nema með samstarfi þeirra við sveitarfélög og atvinnulífið. Samtök iðnaðarins og atvinnurekendur í þessum geira taka virkan þátt í þessari vinnu, m.a. með samstarfi við Úrvinnslusjóð og með starfi í fagfélaginu FENÚR.

Tengiliður hjá SI: Lárus M. K. Ólafsson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, larus@si.is.


Fyrirtækin í félaginu

Ekkert fannst í leit að "".