Starfsumhverfi

SI-Icon-starfsumhverfi

Samtök iðnaðarins beita sér fyrir umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja þar sem stefnt er að því að skilvirkt, hagkvæmt og stöðugt starfsumhverfi laði til landsins fjárfesta og fólk.

Forsidan-a-ska

Hér er hægt að nálgast skýrslu SI um 26 umbótatillögur fyrir stöðugt, hagkvæmt og skilvirkt starfsumhverfi.

SI-Al-ingishu-usi-_1562323169753

Stefna stjórnar fyrir málaflokkinn

Framtíðarsýn stjórnar Samtaka iðnaðarins felst í því að starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi sé skilvirkt, hagkvæmt og stöðugt í samanburði við starfsumhverfi fyrirtækja í löndum samkeppnisaðila. Með starfsskilyrðum og starfsumhverfi er vísað til ytri aðstæðna hvers fyrirtækis sem felast í efnahagslegu lagalegu félagslegu og tæknilegu umhverfi í hverju landi Þessi ytri skilyrði ákvarðast í samspili milli stjórnvalda og atvinnulífs.

SI beitir sér fyrir stöðugu starfsumhverfi

Markmið

Að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé stöðugt í samanburði við önnur lönd.

Leiðir að markmiði

Fjölbreytni efnahagslífs
Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum tryggjum við aukinn stöðugleika. 
Að aukið sé við fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins og í efnahagslífinu öllu með því að efla samkeppnishæfni á sem flestum sviðum atvinnulífs. 

Vinnumarkaður

 • Að umgjörð vinnumarkaðar sé styrkt þannig að í auknum mæli verði horft til stöðu atvinnugreina og framleiðniaukningar. 
 • Samtökin vinna náið með Samtökum atvinnulífsins til að ná fram hagfelldum kjarasamningum fyrir íslenskan iðnað.

Hagstjórn

 • Að agi í hagstjórn verði aukinn Virkja verður stjórntæki til að skapa víðtækan stöðugleika í starfsumhverfi fyrirtækja. 
 • Að lokið verði við breytingar á umgörð hagstjórnar varðandi peningastefnu og umgjörð vinnumarkaðar til að tryggja betur þátt þess í að skapa stöðugleika.

SI beitir sér fyrir hagkvæmu starfsumhverfi

Markmið

Að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé hagkvæmt í samanburði við önnur lönd

Leiðir að markmiði

Laun og framleiðni

 • Að laun endurspegli framleiðni og þróist í takt við framleiðnivöxt. 
 • Samtökin vinna náið með Samtökum atvinnulífsins til að ná fram hagfelldum samningum fyrir íslenskan iðnað. 

Fjármagnskostnaður

 • Að dregið sé úr raunvaxtamun milli Íslands og helstu viðskiptalanda Draga þarf úr vaxtamun innlendu bankanna. 
 • Samtökin leggi áherslu á umfjöllun um fákeppni á íslenskum bankamarkaði, kostnaðaróhagræði bankanna og eignarhald ríkisins í viðskiptabönkum.

Hagstjórn

 • Að dregið sé úr skattheimtu á íslensk fyrirtæki. 
 • Að tryggt sé að raforkuverð auki samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að leita leiða til að auka gagnsæi í verðlagningu með alþjóðlegan samanburð í huga.

SI beitir sér fyrir skilvirku starfsumhverfi

Markmið

Að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé skilvirkt í samanburði við önnur lönd.

Leiðir að markmiði

Gæði og skilvirkni opinberrar þjónustu

 • Að gæði opinberrar þjónustu séu aukin og skilvirkni i opinberum rekstri með kostnaðarlækkun og einföldun í huga. 
 • Samtökin fjalli um mikilvægi þess að auka vægi rafrænnar stjórnsýslu, samræma opinbert eftirlit og huga að samþættingu ferla. 

Umsvif hins opinbera

 • Að dregið sé úr umsvifum hins opinbera á samkeppnismarkaði. 
 • Skattkerfið verður að styðja við virka samkeppni. 

Eftirlit og löggjöf

 • Ekki skal gengið lengra við innleiðingu EES reglna en þörf krefur. 
 • Stytta þarf málsmeðferðartíma eftirlits og úrskurðaraðila. 
 • Veita aðhald þannig að opinber innkaup fylgi virkum útboðsferlum ríkisins.