Innviðir á Íslandi

SI og FRV hafa gefið út skýrslur um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi 2017 og 2020. 

Það eru Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga sem standa að útgáfunni en skýrslurnar voru kynntar árið 2017 á opnum fundi 5. október í Kaldalóni í Hörpu og 2020 í beinni útsendingu 17. febrúar í Norðurljósum í Hörpu.

Skýrslurnar

Skýrslan 2017

Forsida-skyrsla-2017


Skýrslan 2020

Skyrsla-2021-forsida


Árið 2017 var í fyrsta sinn sem heildstæð skýrsla um ástand innviða hér á landi var gefin út. Fyrirmynd að skýrslunni er sótt til Noregs og Danmerkur en fjölmargir hafa komið að gerð skýrslanna. Í skýrslunni er gerð úttekt á helst innviðum í tíu köflum sem fjalla um flugvelli, vegi, hafnir, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, úrgangsmál, orkuvinnslu, orkuflutninga og fasteignir ríkis og sveitarfélaga. 

Markmið með útgáfu skýrslanna er að lýsa stöðu helstu innviða hagkerfisins og draga fram þarfir og lausnir til að tryggja gæði þessara meginstoða íslensks samfélags. Í skýrslunum er lagt mat á endurstofnvirði innviðanna sem eru teknir fyrir, ástand þeirra metið, greint frá hverjar framtíðarhorfurnar eru og lagt mat á uppsafnaða viðhaldsþörf. Þá eru settar fram ráðleggingar og lýsing á því hvað þarf til að koma á breytingum. Skýrslurnar eru lagðar fram til að skapa upplýsta umræðu um stöðu innviða íslenska hagkerfisins.

Hér er hægt að nálgast allt efni útgáfufundar 2017.

Hér er hægt að nálgast allt efni útgáfufundar 2021.