Samtök upplýsingatæknifyrirtækja - SUT

Öflugur starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins

Sýn SUT er að Ísland búi yfir sterkum, samkeppnishæfum upplýsingatækniiðnaði og að atvinnugreinin sé í forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. 

SUT-logo1Tilgangur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, SUT, er að auka áhrif upplýsingatækni í þjóðfélaginu, sinna hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum og sameina undir einum hatti upplýsingatæknifyrirtæki landsins. Stjórn SUT vinnur að því að tryggja að á Íslandi sé stafrænt umhverfi bæði í einkageiranum og hjá stjórnvöldum, skapa hagstætt og samkeppnishæft rekstrar- og starfsumhverfi fyrir upplýsingatæknifyrirtæki, auka nýsköpun í tækniiðnaðinum, efla tæknimenntun og auka vöxt í útflutningi greinarinnar.

SUT eru opin öllum fyrirtækjum sem eru aðilar að SI og vilja taka þátt í að vinna að ýmsum hagsmunamálum og verkefnum sem hópurinn skilgreinir. SUT stefnir að því að öll upplýsingatæknifyrirtæki landsins verði meðlimir starfsgreinahópsins og að UT fyrirtækin myndi þéttan og öflugan iðnað sem kýs sér stjórn reglulega sem starfar að markmiðum félagsins hverju sinni.

SUT kýs sér framkvæmdastjórn á árlegum aðalfundi sem fundar mánaðarlega á stjórnarfundum og mótar helstu forgangsmál og verkefni. 

Fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaði starfa annars vegar í UT-framleiðslu en hins vegar í UT-þjónustu. UT-þjónustan skiptist í þrjá flokka sem eru heildverslun, síma- og fjarskiptaþjónustu svo og hugbúnaðargerð og ráðgjöf sem oft er nefnd hugbúnaðariðnaður. 

Tengiliðir hjá SI: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, erla@si.is, og Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, gunnar@si.is.

Stjórn

Stjórn SUT 2022

  • Gunnar Zoëga, forstjóri Opinna kerfa, formaður
  • Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis
  • Jóhann R. Benediktsson, markaðsstjóri Curron
  • Jóhannes Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Wise lausna
  • Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur hjá CCP
  • Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Bravo Earth
  • Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa

Ársskýrsla 2021-2022

Stjórn SUT 2021

Formaður

  • Gunnar Zoega, Origo

Meðstjórnendur

  • Kristín Helga Magnúsdóttir, Credit Info
  • Jóhann R. Benediktsson, Curron
  • Jóhannes Helgi Guðjónsson, Wise
  • Haraldur A. Bjarnason, Auðkenni
  • Tryggvi Hjaltason, CCP
  • Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa (VHS)
Ársskýrsla 2020-2021

Starfsreglur

Starfsreglur starfsgreinahóps í upplýsingatækni innan Samtaka iðnaðarins.

1.gr.

Samtök íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja – SUT, starfa innan Samtaka iðnaðarins sem starfsgreinahópur í upplýsingatækni 

2.gr.

Markmið SUT er að vinna að hagsmunamálum íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. 

3.gr.

Aðild að starfsgreinahópnum geta aðeins átt fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins. 

4.gr.

Stjórn SUT skipa 7 menn, formaður og sex meðstjórnendur.  Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn, en þrír  meðstjórnendur árlega til tveggja ára í senn, þannig að aldrei gangi fleiri en þrír úr stjórn. Heimilt er  að endurkjósa stjórnarmenn.

5.gr.

Formaður stjórnar eða varaformaður í forföllum hans, boða til stjórnarfunda í samráði við tenglið hópsins innan Samtaka iðnaðarins svo oft sem þurfa þykir. Formaður eða varaformaður skulu þó boða stjórnarfund ef a.m.k. 2 stjórnarmenn krefjast þess.  

6.gr.

Starfsgreinahópsfundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en 2 á ári að meðtöldum aðalfundi. Boða skal félaga til fundar með bréfi eða tölvupóst.  

7.gr. 

Aðalfundur skal haldinn árlega, fyrir lok október.  Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum starfsgreinahópsins. Til aðalfundar skal boða skriflega með bréfi eða tölvupóst, með minnst 15 daga fyrirvara. Aðeins þeir félagar sem senda fulltrúa á aðalfund hafi atkvæðisrétt.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir fundinn þurfa að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Þær skulu sendar félagsmönnum með hæfilegum fyrirvara.

8.gr.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosinn fundarstjóri.

2. Kosinn ritari fundarins.

3. Formaður flytur skýrslu stjórnar og flytur tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs.

4. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja.

5. Kosning stjórnar:

a) formaður til eins árs

b) 3 meðstjórnendur til tveggja ára

6. Lýst stjórnarkjöri

7. Önnur mál

9.gr.

Einfaldur meirihluti ræður við atkvæðagreiðslu á aðalfundi. Allir fullgildir aðilar að starfsgreinahópnum hafa jafnan atkvæðisrétt á fundum félagsins, þ.e. hverju fyrirtæki fylgir eitt atkvæði. 

10.gr.

Til aukaaðalfundar er hægt að boða ef 2/3 félagsmanna fara fram á það við stjórn félagsins. Þá verði hann haldinn eigi síðar en 30 dögum eftir að stjórnin fær beiðni þess efnis. 

11.gr.

Stjórnin skal skipta með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund sem haldinn er í síðasta lagi innan 14 daga. 

12.gr.

Aðalfundur hefur heimild til að breyta starfsreglum þessum, að því tilskyldu að a.m.k. helmingur félagsmanna sé mættur og a.m.k. 2/3 greiði breytingunum atkvæði sitt. 

13.gr.

Samþykkt á stofnfundi starfsgreinahóps í upplýsingatækni þann 14.  september 2000.  Breytingar samþykktar á aðalfundi 31. október 2003.

 

Fyrri stjórnir


Stjórn SUT kosin á aðalfundi í febrúar 2020

Formaður

  • Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa (VHS)

Meðstjórnendur

  • Kristín Helga Magnúsdóttir, Credit Info
  • Gunnar Zoega, Origo
  • Jóhann R. Benediktsson, Curron
  • Haraldur A. Bjarnason, Auðkenni
  • Tryggvi Hjaltason, CCP

Stjórn SUT kosin á aðalfundi í ágúst 2018

Formaður

  • Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins

Meðstjórnendur

  • Heimir Fannar Gunnlaugsson, Microsoft
  • Ólafur Örn Nielsen, Kolibri
  • Tryggvi Hjaltason, CCP
  • Þorvarður Sveinsson, Sýn
  • Gunnar Zoega, Origo

Stjórn SUT kosin á aðalfundi félagsins 21. janúar 2016

Formaður

  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Hugsmiðjan

Meðstjórnendur

  • Heimir Fannar Gunnlaugsson, Microsoft
  • Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Kolibri
  • Tryggvi Hjaltason, CCP
  • Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa
  • Erla Andrea Pétursdóttir, Applicon
  • Þorvarður Sveinsson, Vodafone

Stjórn SUT var kosin á aðalfundi félagsins 20. febrúar 2015 

Formaður

  • Haukur Þ. Hannesson, AGR 

Varaformaður

  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Hugsmiðjan

Meðstjórnendur

  • Finnur Oddsson, Nýherja
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson, Microsoft
  • Pétur Orri Sæmundsen, Kolibri
  • Sigurður Stefánsson, CCP
  • Jóhann Jónsson, Advania

Stjórn SUT kosin á aðalfundi 29. nóvember 2013

Formaður

  • Gestur G. Gestsson, Advania

Meðstjórnendur

  • Finnur Oddsson, Nýherja
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson, Microsoft 
  • Daði Kárason, LS Retail
  • Daði Friðriksson, Tölvumiðlun
  • Haukur Þ. Hannesson, AGR
  • Björn Ingvarsson, CCP

Stjórn SUT kosin á aðalfundi 9. nóvember 2012

Formaður

  • Gestur G. Gestsson, Advania

Meðstjórnendur

  • Daði Friðriksson, Tölvumiðlun
  • Haukur Þ. Hannesson, AGR
  • Björn Ingvarsson, CCP
  • Hrannar Erlingsson, Maritech
  • Magnús Norðdahl, LS Retail
  • Ágúst Einarsson, EMR

Ársskýrsla

Stjórn SUT 2011-2012 kosin á aðalfundi 17. nóvember 2011

Formaður

  • Hilmar Veigar Pétursson, CCP

Meðstjórnendur

  • Daði Friðriksson, Tölvumiðlun 
  • Jón Kristjánsson, Menn og mýs  
  • Sigrún Eva Ármannsdóttir, Skýrr  
  • Ágúst Einarsson, EMR
  • Hrannar Erlingsson, Maritech 
  • Magnús Norðdahl, LS Retail 

Stjórn SUT 2010-2011

Formaður

  • Hilmar Veigar Pétursson, CCP  
Meðstjórnendur
  • Daði Friðriksson, Tölvumiðlun 
  • Guðmar Guðmundsson, VÍS
  • Jón Ingi Björnsson, Trackwell
  • Jón Kristjánsson, Menn & mýs
  • Sigrún Eva Ármannsdóttir, Skýrr 
  • Stefán Jóhannesson, Þekking

Ársskýrslur

Ársskýrsla 2011-2012

Ársskýrsla 2015-2016

Ársskýrsla 2020-2021