Iðnaðar- og hugverkasvið SI

SI-Icon-hugverk-hugverkUndir iðnaðar- og hugverkasvið SI heyra fyrirtæki í fjölbreyttum greinum iðnaðar, meðal annars í framleiðslu-, matvæla-, þjónustu-, hátækni- og hugverkaiðnaði; Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja, Meistarafélag bólstrara, Samtök fyrirtækja í grænni tækni, Samál, Landssamband bakarameistara, Málmur, Samtök skipaiðnaðarins, framleiðslufyrirtæki, matvælafyrirtæki, prentiðnaður, úrgangur og endurvinnsla, Félag hársnyrtimeistara á Norðurlandi, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra snyrtifræðinga, Klæðskera og kjólameistarafélagið, Ljósmyndarafélag Íslands, Tannsmiðafélag Íslands, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök gagnavera, Samtök leikjaframleiðenda, Samtök sprotafyrirtækja, Samtök upplýsingatæknifyrirtækja, Samtök fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni. Framleiðsluráð SI og Hugverkaráð SI starfa innan sviðsins.

Framleiðsluráð S

Í Framleiðsluráði SI sitja átta fulltrúar úr ólíkum greinum framleiðsluiðnaðar og leggur ráðið línur fyrir starfsemi framleiðslusviðs SI.

Hugverkaráð SI

Í Hugverkaráði SI sitja sex fulltrúar ásamt sex varafulltrúum og er markmið ráðsins að efla samkeppnishæfni hugverka- og hátæknifyrirtækja á Íslandi. Hugverkaráð SI var upphaflega sett á laggirnar þann 4. mars 2016. Hlutverk ráðsins felst aðallega í því að styrkja þau málefni sem eru sameiginleg fyrirtækjum sem starfa á alþjóðamörkuðum og byggja afurðir sínar og þjónustu á tækni og hugverki. Starfsreglur Hugverkaráðs SI

Matvælaráð SI

Matvælaráð SI var stofnað í júní 2021. Í ráðinu sitja 7 fulltrúar. Matvælaráð SI er vettvangur umræðu um stöðu matvælaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar ólíkra matvæla- og drykkjarframleiðenda innan Samtaka iðnaðarins.

Sviðsstjóri er Sigríður Mogensen, sími 8246110, sigridur@si.is.

Fundaröð um framleiðni 2015 og 2016


Prýði

Prýði

Prýði – verk í höndum meistara er samstarfsvettvangur sex fagfélaga innan Samtaka iðnaðarins. Starfsgreinahópurinn fundar reglulega, með það að leiðarljósi að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum hópsins. 

Tengiliður hjá SI: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, erla@si.is.



Tengdar fréttir

10.10.2024 : Bætt samkeppnishæfni Norðurlanda aðkallandi

Formenn og framkvæmdastjórar norrænna atvinnurekendasamtaka funduðu með forsætisráðherra í dag.

Lesa meira

10.10.2024 : Árangur með samstarfi Íslands og Danmerkur

Framkvæmdastjóri SI og formaður Grænvangs og forstöðumaður Grænvangs eru með grein í Morgunblaðinu um samstarf Íslands og Danmerkur.

Lesa meira

9.10.2024 : Vinnustaðanámssjóður hefur opnað fyrir umsóknir

Hægt er að sækja um stuðning frá Vinnustaðanámssjóði til að taka við nemum fram til 15. nóvember. 

Lesa meira

8.10.2024 : Umhverfisdagur atvinnulífsins 2024

Umhverfisdagur atvinnulífsins fer fram 22. október kl. 13-15.50 á Hilton Nordica.

Lesa meira

Fréttasafn