Fréttasafn



28. jan. 2026 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Vel sóttur kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

SI og Rannís stóðu fyrir vel sóttum kynningarfundi um Tækniþróunarsjóði í morgun þegar hátt í 50 manns mættu í Hús atvinnulífsins til að fræðast um sjóðinn. 

Erla Tinna Stefánsdóttir hjá SI var fundarstjóri. Arnþór Ævarsson hjá Rannís kynnti styrki Tækniþróunarsjóðs, Davíð Lúðvíksson hjá Rannís fjallaði um skattahvata rannsókna- og þróunar, Brynja Jónsdóttir hjá Rannís greindi frá starfsemi Eurostars og þjónustu EEN, og Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Hefring Marine sem er aðildarfyrirtæki SI fór yfir reynslusögu af umsóknarferlinu í Tækniþróunarsjóði.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:

https://vimeo.com/1159229352?fl=pl&fe=sh

 

IMG_5230Erla Tinna Stefánsdóttir hjá SI.

IMG_5166Davíð Lúðvíksson hjá Rannís.

IMG_5173Brynja Jónsdóttir hjá Rannís.

IMG_5208Karl Birgir Björnsson hjá Hefring Marine.

IMG_5145Arnþór Ævarsson hjá Rannís.