FréttasafnFréttasafn: mars 2012

Fyrirsagnalisti

29. mar. 2012 : Þróun gengis og verðlags áhyggjuefni

Frá ársbyrjun hefur gengi evru hækkað gagnvart krónu um rúm 6% og kostar nú 169 krónur. Verðlag í mars hækkaði um 1% og er verðbólgan komin í 6,4%. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir þessa þróun vera mikið áhyggjuefni.

29. mar. 2012 : Sparað til tjóns

Stjórnvöld eru að valda stórkostlegu tjóni á vegakerfi landsins með fáheyrðum niðurskurði sem á sér ekki sinn líka síðan farið var að leggja vegi hér á landi. Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann segir framlög til viðhalds komin niður fyrir helming af því sem eðlilegt var talið um áratuga skeið.

29. mar. 2012 : Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki

Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis.

29. mar. 2012 : Evrópumál rædd á félagsfundi SI

Á félagsfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var rætt um Evrópumál. Á fundinum kynnti Vilborg Helga Harðardóttir nýja og ítarlega könnun meðal félagsmanna SI um afstöðu til Evrópumála. Auk þess hélt Kristján Vigfússon, aðjúnkt við HR erindi um stöðu umsóknarferlisins, stöðu og þróun ESB og stöðu Íslands.

28. mar. 2012 : ORF Líftækni eykur hlutafé um 300 milljónir

ORF Líftækni hefur nú lokið hlutafjáraukningu upp á 300 milljónir króna í samstarfi við Arctica Finance. Fjórtán innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í hlutafjáraukningunni og var umframáskrift 13,7%. Fjármagnið hyggst ORF Líftækni nýta til áframhaldandi uppbyggingar á framleiðslu fyrirtækisins og til aukins markaðsstarfs erlendis.

28. mar. 2012 : Staða og horfur í umsóknarferli að ESB

Samtök iðnaðarins boða til félagsfundar um Evrópumál fimmtudaginn 29. mars kl. 08:30-10:00 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Á fundinum verður kynnt ný og ítarleg könnun meðal félagsmanna SI um afstöðu til Evrópumála auk þess sem rýnt verður í stöðu og horfur í umsóknarferlinu.

27. mar. 2012 : The Future is Bright

Tölvuleikjageirinn á Íslandi veltir 50 milljónum evra (8,3 milljörðum íslenskra króna) og það vinna við hann um 500 manns á landinu. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu IGI, samtaka íslenskra tölvuleikjaframleiðenda, sem haldin var í Hörpu sl. fimmtudag samhliða EveOnline fanfest.

26. mar. 2012 : BIM – Frá hönnun til framkvæmdar

Mikill áhugi var á kynningarfundi um notkun BIM líkana í mannvirkjagerð sem haldinn var sl. fimmtudag. Verktakar og hönnuðir fylgdust með af athygli þegar sérfræðingar á sviði BIM kynntu hugmyndafræði hinnar nýju aðferðarfræði.

Upplýsingalíkön mannvirkja er íslenska heitið á hugtakinu Building Information Modeling eða BIM.

22. mar. 2012 : Tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita um Gulleggið

Í dag varð ljóst hvaða tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu 2012 en 224 hugmyndir hófu keppni í janúar. Teymin að baki þessum tíu hugmyndunum munu kynna þær frammi fyrir yfirdómnefnd keppninnar í úrslitum sem fram fara 31. mars næstkomandi.

22. mar. 2012 : Framkvæmdir við álverið í Straumsvík að fara á fullt – Skortur á málmiðnaðarmönnum

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi segir í viðtalið við Morgunblaðið í gær að straumhækkunarverkefnið sé orðið mjög viðamikið og vinnustundir í því orðnar vel á aðra milljón. Hún segir einn hluta verkefnisins kalla á um 300 málmiðnaðarmenn og auki kalli aðrir hlutar á um 250 starfsmenn á þessu ári við uppsetningar á vélum, tækjum og þessháttar.

21. mar. 2012 : Seðlabankinn hækkar vexti

Seðlabankinn ákvað í morgun að hækka vexti um 0,25 prósentur. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir að þetta séu mikil vonbrigði en að við þessu hafi verið búist. „Vonbrigðin eru fyrst og fremst þau að við skulum vera missa verðbólguna úr böndunum og Seðlabankinn sjái sig knúinn til að hækka vexti til að bregðast við.

21. mar. 2012 : Hönnunarmars 2012

HönnunarMars fer fram í fjórða skiptið, dagana 22. - 25. mars 2012. Frá upphafi hafa það verið íslenskir hönnuðir sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga.

21. mar. 2012 : The Future is Bright

IGI – Samtök íslenskra leikjaframleiðenda standa ásamt CCP, GOGOGIC, Íslandsstofu, Microsoft, Samtökum iðnaðarins og Símanum fyrir ráðstefnunni The Future is Bright nk. fimmtudag, 22. mars.

20. mar. 2012 : CCP frumsýnir nýjan tölvuleik á EVE Fanfest

CCP frumsýnir tölvuleikinn DUST 514, sem fyrirtækið hefur verið með í þróun síðustu fjögur ár, á upphafsdegi Fanfest-hátíðar fyrirtækisins í Hörpu fimmtudaginn 22. mars.

19. mar. 2012 : Bandarísk verslunarkeðja velur íslenskan hugbúnað í allar verslanir sínar

Bandaríska fyrirtækið Event Network Inc., sem rekur fjölda verslana í söfnum og görðum í N-Ameríku, hefur gert samning við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail og Microsoft Dynamics NAV. Kerfin verða innleidd í allar verslanir fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

16. mar. 2012 : Um 300 manns á velheppnuðu Iðnþingi

Um 300 manns sóttu Iðnþing Samtaka iðnaðarins sem haldið var í Íþrótta- og sýningarhöllinni í gær. Erindi fluttu Helgi Magnússon, fráfarandi formaður SI, iðnðarráðherra Oddný G. Harðardóttir, Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi og Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel.

15. mar. 2012 : Verðmætasköpun í hátækniiðnaði

Aukin útflutningsverðmæti eru forsenda varanlegs hagvaxtar sagði Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel sagði í erindi sínu á Iðnþingi í dag. Marel er skólabókardæmi um fyrirtæki sem hefur náð afburðarárangi á liðnum áratugum.

15. mar. 2012 : Erum við að leysa rétta vandann?

Rannveig Rist sagði á Iðnþingi í dag að of mikið væri einblínt á efnahags- og fjármál á Íslandi, því rót vandans væri miklu fremur slæmt siðferði, eiginhagsmunasemi, óheiðarleiki og virðingarleysi. Sagði hún að Íslendingar þyrftu að taka sig saman í andlitinu hvað þetta varðar. Þá sagði hún ekki búandi við það til lengdar hversu lítið traust helstu stofnanir samfélagsins hafa hjá almenningi.

15. mar. 2012 : Hægt að afnema gjaldeyrirshöftin á skömmum tíma

Jón Daníelsson fjallaði um ESB, Ísland og gjaldeyrishöftin í erindi sínu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Jón sagði m.a. að hönnun evrusamstarfsins væri það gallað frá upphafi að það gat ekki annað en leitt til erfiðleika síðar, eins og hefur nú komið í ljós.

15. mar. 2012 : Ekkert í vegi fyrir því að skuldastaða hins opinbera verði komin undir Maastricht skilyrðin á næsta kjörtímabili

Iðnaðarráherra, Oddný G. Harðardóttir ávarpaði Iðnþing í dag. Oddný sagði Ísland vissulega hafa staðið tæpt en að frá hruni séum við á réttri leið og að náðst hafi mikill árangur. Nýjustu tölur um hagvöxt, þróun atvinnuleysis og afkomu ríkissjóðs bendi til þess.
Síða 1 af 2