Fréttasafn



  • Félagsfundur um Evrópumál2012

29. mar. 2012

Evrópumál rædd á félagsfundi SI

Á félagsfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var rætt um Evrópumál.

Á fundinum kynnti Vilborg Helga Harðardóttir nýja og ítarlega könnun meðal félagsmanna SI um afstöðu til Evrópumála. Auk þess hélt Kristján Vigfússon, aðjúnkt við HR erindi um stöðu umsóknarferlisins, stöðu og þróun ESB og stöðu Íslands.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að mjög skiptar skoðanir eru um hvort draga eigi umsókn um aðild að Evrópusambandinu tilbaka en u.þ.b. jafn margir eru fylgjandi og andvígir. Mun fleiri eru hlynntir því að ljúka aðildarviðræðum (44%) en eru hlynntir aðild að Evrópusambandinu (27%). Tæplega 59% félagsmanna eru andvígir Evrópusambandsaðild og hefur þeim fjölgað um rúm 19 prósentustig frá árinu 2007. Tæp 69% félagsmanna myndu kjósa á móti ef Evrópusambandsaðild væri borin undir þjóðaratkvæði í dag. Viðhorf félagsmanna til upptöku Evru hefur ekki áður mælst jafn neikvætt og nú; um 36% hlynnt og 45% andvíg.

Þegar spurt er um hag aðildarfyrirtækja SI að ESB aðild taka flestir hlutlausa afstöðu (um 46%). Um 29% telja ESB aðild hagstæða fyrirtækinu og um 24% óhagstæða. Þeim sem telja hana hagstæða hefur fækkað verulega frá árinu 2007 (um 14 prósentustig)

Þá hafa enn meiri breytingar hafa orðið á viðhorfum til þess hvort efnahag landsins sé betur eða verr borgið með ESB aðild. Helmingur telur nú aðild slæma fyrir efnahag Íslands og hefur fjölgað í þeim hópi um 19 prósentustig frá 2007.

Greiningar eftir bakgrunnsbreytum sýnir að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, stór fyrirtæki, fyrirtæki sem flokkast undir hugverk og tækni & framleiðslu og þjónustu eru hlynntari ESB og upptöku evru en önnur fyrirtæki.

Glærur Vilborgar

Glærur Kristjáns

Könnun í heild