Fréttasafn



Fréttasafn: júní 2015

Fyrirsagnalisti

25. jún. 2015 Menntun : Annað starfsár GERT verkefnisins á enda

GERT verkefnið ( grunnmenntun  efld í  raunvísindum og  tækni) hefur nú lokið öðru starfsári sínu. Um er að ræða samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni.

25. jún. 2015 Iðnaður og hugverk : Bakarameistarar afhentu Göngum saman eina og hálfa milljón króna

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, söfnuðu einni og hálfri milljón með sölu Brjóstabollunnar um mæðradagshelgina. Forsvarskonur styrktarfélagsins Göngum saman heimsóttu stjórn LABAK nýlega og tóku við styrknum úr hendi Jóns Alberts Kristinsson, formanns LABAK.

18. jún. 2015 Gæðastjórnun : Ljósgjafinn hlýtur D-vottun

Ljósgjafinn ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari.

18. jún. 2015 Gæðastjórnun : Kjarnafæði hlýtur alþjóðlega ISO 9001-vottun

Á 30 ára afmælisári sínu hefur Kjarnafæði og starfsfólk þess fengið viðurkenningu á öflugu gæðastarfi með alþjóðlegri vottun á ISO9001:2008 staðlinum af BSI á Íslandi. Kjarnafæði er fyrsta matvælafyrirtækið á Íslandi með áherslu á kjötafurðir sem fær þessa vottun.

16. jún. 2015 Orka og umhverfi : Carbon Recycling International tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015

Carbon Recycling International hefur verið tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015. CRI er eitt ellefu fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga sem tilnefnt hafa verið til verðlaunanna sem afhent verða á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður á Íslandi í lok október nk.

16. jún. 2015 Almennar fréttir : Fjölbreytt dagskrá í Tjaldi atvinnulífsins

Umhverfismál, menntamál, tölvuglæpir, Litla Ísland, fjarskiptabyltingin, markaðsmál og viðskiptafrelsi var meðal þess sem fjallað var um í Tjaldi atvinnulífsins. Einar Þorsteinsson, fréttamaður á Rúv rakti garnirnar úr forystufólki í atvinnulífinu og stjórnmálamönnum, Ari Eldjárn var með uppistand og Pétur Marteinsson fjallaði um samspil fótbolta og atvinnulífs.

12. jún. 2015 Lögfræðileg málefni : Rammskökk samkeppnisstaða

Samtök iðnaðarins átelja þá ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins, f.h. Fjarðarbyggðar, að velja Náttúrustofu Vestfjarða sem einn af fjórum bjóðendum í lokuðu útboði um umhverfismat vegna ofanflóðavarna á Norðfirði. Náttúrustofa Vestfjarða er á föstum fjárlögum hjá íslenska ríkinu og hefur jafnframt eftirlitshlutverk með höndum. Þátttaka þeirra í opinberu útboði skapar að mati SI tortryggni um að ójafnræði ríki á meðal bjóðenda, sér í lagi þar sem aðrir bjóðendur í verkið starfa að öllu leyti á almennum samkeppnismarkaði.

11. jún. 2015 Almennar fréttir : Tjald atvinnulífsins opnar í Vatnsmýrinni í dag

Dagana 11. til 13. júní mun Hús atvinnulífsins flytja í Vatnsmýrina og reisa Tjald atvinnulífsins. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá um samspil öflugs atvinnulífs og góðra lífskjara. Allt áhugafólk um atvinnulífið er velkomið í tjaldið en uppátækið er hluti af Fundi fólksins sem fram fer í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess.

10. jún. 2015 Starfsumhverfi : Hvaða þýðingu hefur afnám hafta fyrir atvinnulíf og nýsköpun?

Í augum fjárfesta hefur Ísland verið eins og niðdimmt herbergi en með áætlun um afnám hafta eru stjórnvöld búin að kveikja ljósin, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Stefán Þór Helgason hjá Klak Innovit, segir þetta gjörbreyta stöðunni fyrir nýsköpunarfyrirtæki.

10. jún. 2015 Starfsumhverfi : Stýrivextir hækkaðir í morgun - Krefjandi áskorun fyrir iðnaðinn

Seðlabankinn ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Rök Seðlabankans lúta að hækkun launakostnaðar umfram spár, hækkun verðbólguvæntinga og eftirspurn í hagkerfinu. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir að þessi ákvörðun Seðlabankans hafi ekki komið á óvart og sé í takt við spár.

3. jún. 2015 Menntun : Fyrsti hópurinn útskrifast úr Lyfjagerðarskóla Actavis

Útskrift frá Lyfjagerðarskóla Actavis og Framvegis – miðstöðvar símenntunar fór fram við hátíðlega athöfn á dögunum þegar 14 nemendur útskrifuðust en þetta er fyrsti hópurinn sem útskrifast frá skólanum.

1. jún. 2015 Starfsumhverfi : Samið til langs tíma á almennum vinnumarkaði

Kjarasamningar voru undirritaðir á almennum vinnumarkaði síðastliðinn föstudag sem ná til tæplega 70 þúsund launamanna. Samningarnir gilda til ársloka 2018 verði þeir samþykktir, en framundan er kynning á efni samninganna meðal aðildarfyrirtækja SA.