FréttasafnFréttasafn: október 2009

Fyrirsagnalisti

30. okt. 2009 : Bráðvantar nýjar ódýrari íbúðir á markaðinn

Eitt af því sem skapar núverandi vanda á nýbyggingamarkaði er lítið framboð af ódýru húsnæði. Nægt fjármagn, mikil kaupgeta og hækkandi lóðaverð síðastliðin ár varð til þess að of mikið var byggt af stórum lúxusíbúðum. Skipulagsyfirvöld þurfa því að hugsa dæmið upp á nýtt og bjóða lóðir þar sem hægt verður að byggja 2ja og 3ja herbergja íbúðir á ódýrari hátt en verið hefur.

28. okt. 2009 : Yfirlýsing forsætis- og fjármálaráðherra

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sent frá sér yfirlýsingu um framgang stöðugleikasáttmálans frá 25. júní sl.

28. okt. 2009 : Þórólfur Árnason endurkjörinn formaður SUT

Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen.

26. okt. 2009 : Malta og Evrópusambandið: Væntingar og reynsla

Rannsóknasetur um smáríki og Evrópusamtökin bjóða til hádegisfundar í Kornhlöðunni (bak við Lækjarbrekku) þriðjudaginn 27. október frá kl. 12 til 13:30 með Dr. Simon Busuttil, Evrópuþingmanni frá Möltu, og Dr. Roderick Pace, stjórnmálafræðiprófessor við Möltuháskóla.

26. okt. 2009 : Ögurstund stöðugleikasáttmála

Framtíð stöðugleikasáttmálans ræðst sennilega í dag og á morgun ræðst hvort kjarasamningi verður sagt upp eða ekki. Mikið er í húfi og ekki verður öðru trúað að óreyndu en ríksstjórnin komi til móts við aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins sendu í gær frá sér upplýsingar til félagsmanna.

23. okt. 2009 : Félagsmálaráðherra gefur tóninn

Ársfundur ASÍ stendur nú yfir. Í gær flutti félagsmálaráðherra ræðu þar sem hann hefur væntanlega ætlað að gefa tóninn fyrir lokasprettinn til að halda lífinu í stöðugleikasáttmálanum. Vonandi er ræða hans ekki til marks um viðhorf ríkisstjórnarinnar í þeim efnum.

23. okt. 2009 : Breytingar á sviðsstjórn prenttæknisviðs IÐUNNAR

Á síðasta sviðsstjórnarfundi prenttæknisviðs létu þeir Sveinbjörn Hjálmarsson og Kristján G. Bergþórsson af setu í sviðsstjórn. Í þeirra stað koma Sölvi Sveinbjörnsson og Guðbrandur Magnússon.

23. okt. 2009 : Hátækni- og sprotaþing 2009

Í samstarfi Hátækni- og sprotavettvangs, þingflokka stjórnmálaflokka, ráðuneyta iðnaðar, utanríkis, mennta- og fjármála, háskóla og aðila stoðkerfis og atvinnulífs verður efnt til Hátækni-og sprotaþings 2009 föstudaginn 6. nóvember nk. Á þinginu verður fjallað um stöðu og starfsskilyrði hátækni- og sprotafyrirtækja á Íslandi.

21. okt. 2009 : Upp eða niður?

Íslendingar þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætla að freista þess að koma sér hratt upp úr kreppunni eða stefna enn lengra niður í öldudal tekjuminnkunar, atvinnuleysis, niðurskurðar, skattpíningar og samdráttar. Til þess að leiðin geti legið hratt upp þarf að nýta þau tækifæri sem við höfum til nýrrar verðmætasköpunar í atvinnulífinu á næstu misserum. Þetta segir Helgi Magnússon, formaður SI í grein í Morgunblaðinu í dag.

21. okt. 2009 : Íslenskt sælgæti í útrás

Um 100 tonn af íslensku sælgæti er flutt út árlega. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is. Það eru Nói Siríus og Freyja sem selja mest úr landi af íslensku sælgætisframleiðendunum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna verða varir við mikinn áhuga erlendis frá en þau selja mikið til Norðurlandanna auk þess sem Nói selur m.a. til Whole Foods í Bandaríkjunum.

20. okt. 2009 : Handleiðsluverkefni með hugbúnaðarfyrirtækjum

Á þriðja tug fyrirtækja mættu á fund um handleiðsluverkefni fyrir meðlimi Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) sem Útflutningsráð Íslands og SUT stóðu fyrir í síðustu viku.

20. okt. 2009 : Styrkir til vinnustaðakennslu

Samtök iðnaðarins auglýsa styrki til iðnfyrirtækja sem annast vinnustaðakennslu. Styrkirnir eru veittir til að efla kennslu og þjálfun í iðngreinum sem fyrirtæki hafa þörf fyrir en erfitt er að fá nemendur í.

19. okt. 2009 : Útgerðin greiðir tekjuskatt

Í spjallþættinum Hrafnaþing, sl. föstudag tók framkvæmdastjóri SI þátt í umræðum svokallaðrar Heimastjórnar. „Þar varð mér fótaskortur í fullyrðingum um skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja“, segir Jón Steindór, „það er mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta.“

19. okt. 2009 : Beint frá býli - Félag heimavinnsluaðila hlaut Fjöregg MNÍ 2009

„FJÖREGG MNÍ” var veitt á Matvæladegi 2009, 15. október sl., fyrir lofsvert framtak á matvæla og næringarsviði. „Fjöreggið” er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík. Samtök iðnaðarins gáfu verðlaunagripinn.

19. okt. 2009 : Fundur SA og umhverfisráðuneytis

Þriðjudaginn 20. október efna SA og umhverfisráðuneytið til opins umræðu- og kynningarfundar um skýrslu sérfræðinganefndar um möguleika til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykajvík (Háteig) og hefst kl. 13 og stendur til kl. 15.

19. okt. 2009 : Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 2009

Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 2009 ÁHÆTTUMAT FYRIR ALLA verður haldin á Grand Hótel, Gullteigi, þriðjudaginn 20. október frá kl. 13.00-16.00

15. okt. 2009 : Meistarabréf á ensku

Samtök iðnaðarins hafa þýtt náms- og færnikröfur iðnmeistara á ensku. Töluvert er um að iðnmeistarar leiti sér vinnu erlendis eða hugleiði að gera slíkt. Mikilvægt er að þeir geti þá sýnt fram á þekkingu sína og hæfni, t.d. með yfirliti um menntun og fyrri störf.

13. okt. 2009 : Umhverfisráðherra og lögin

Hart hefur verið deilt á umhverfisráðherra fyrir ákvörðun hans um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur. Efast hefur verið um lögmæti og réttmæti þeirrar ákvörðunar m.a. af Samtökum iðnaðarins. Ef rýnt er í nokkur atriði í tengslum við úrskurð ráðherra um að fella úrskurð Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt umhverfismat á framkvæmdum sem tengjast álveri í Helguvík kemur fljótt í ljós að á honum eru svo miklir annmarkar að allar líkur benda til þess að hún sé ólögmæt.

9. okt. 2009 : Markvisst niðurrif

Ekki verður annað séð en að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að vinna markvisst gegn áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði á Íslandi í bráð og lengd. Ákvarðanir um að framlengja ekki viljayfirlýsingu vegna Bakka, fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur og tillaga um orku- og auðlindaskatt koma fyrirhuguðum framkvæmdum í uppnám segir Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri SI.

7. okt. 2009 : Þaulhugsaður einfaldleiki, ný íslensk hönnun frá NEMA ehf.

Þessa dagana er verið að markaðsetja nýja íslenska hönnunar- og framleiðslulínu sem hefur að gera með lýðheilsu í hátæknisamfélagi. Vörulínan er sniðin að þörfum þeirra sem nota fartölvur daglega og samanstendur af brettum undir fartölvur og dagblaða- og bókastöndum og er hönnuð í nánu samráði við lækna og iðjuþjálfa. Vörurnar eru framleiddar í Múlalundi.

Síða 1 af 2