Fréttasafn: ágúst 2010
Fyrirsagnalisti
Staðlausir stafir um orkusölu til stóriðju
Í netútgáfu Iceland Review þann 26. ágúst síðastliðinn ritar Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri útgáfunnar makalausa grein undir fyrirsögninni „The Energy Scandal“. Orðfæri greinarinnar allt er til marks um með hversu hlutdrægum hætti höfundur nálgast viðfangsefni sitt.
Hækkanir á raforku erfiðar fyrir iðnaðinn
Rafeyri hlýtur D-vottun SI
Rafeyri ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. Hannes Garðarsson, skrifstofu- og öryggisstjóri fyrirtækisins tók við vottuninni.
Matvæladagur MNÍ 2010 - tilnefningar til Fjöreggs
Ný fóðurverksmiðja á Grundartanga
Hækkun á matvælum
Síðustu tvo mánuði hefur verð á kornvörum á heimsmarkaði hækkað mikið. Á sumum vörum nemur hækkunin allt að 50% og enn meira ef horft er til verðbreytinga frá vormánuðum. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir þessar hækkanir hafa víðtæk áhrif á matvælaiðnað í landinu og neytendur.
Dæmdar verðbætur vegna framkvæmda við Álftanessundlaug
Með dómi héraðsdóms Reykjaness 17. ágúst sl. var fallist á kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) um að fyrirtækið fengi verðbætur vegna byggingar sundlaugar og viðbyggingar við íþróttahús á Álftanesi. Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu.
Eurostars - tveir skilafrestir 30. september 2010 og 24. mars 2011
Eurostars er áætlun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun. Verkefni sem hljóta gott mat samkvæmt reglum Eurostars eru fjármögnuð úr Tækniþróunarsjóði en metin miðlægt af erlendum sérfræðingum. Næsti skilafrestur er 30. september 2010 kl. 20:00 að staðartíma í Brussel.
Fátt eykur verktökum bjartsýni, engin útboð utan Búðarháls í sjónmáli
Tækninám fyrir atvinnuleitendur
Kynningarfundur um tækninám fyrir atvinnuleitendur var haldinn í Stika ehf. í dag. Tæplega 20 manns mættu og hlýddu á tilboð Vinnumálastofnunar og fræddust um starfsemi fyrirtækisins.
Driving sustainability Reykjavík 2010
Dagana 16. – 18. september verður ráðstefnan Driving sustainability haldin á Hilton Nordica Hotel. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan sem höfðar til þeirra sem vilja fylgjast með þróun samgöngumála og orkumála er haldin.
Seðlabankinn kom skemmtilega á óvart
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1 prósentu. Kemur skemmtilega óvart segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI.
Frumtak fjárfestir í ICEconsult
Frumtak hefur fest kaup á hlut í ICEconsult hf. ICEconsult hefur þróað hugbúnað og aðferðafræði til að stýra stoðþjónustu fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, þjónustufyrirtæki og verslanakeðjur.
Er tækninám dýrt?
Samtök iðnaðarins berjast gegn niðurskurði í iðn- og tækninámi. Í nýlegri grein í Morgunblaðinu fjallar Ingi Bogi Bogason um mikilvægi iðnmenntunar og verkfræðimenntunar í verðmætasköpun.
Íslenskt fyrirtæki í hópi 11 heitustu sprotafyrirtækja heims
Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki í hugbúnaðargeiranum, Greenqloud ehf., mun opna fyrsta umhverfisvæna tölvuský heims síðar á þessu ári. Þótt þessi nýstárlega vara Greenqloud hafi ekki enn verið opnuð almenningi hefur fyrirtækið vakið mikla athygli bæði innanlands og utan.
Tímamót í 26 ára keraframleiðslu hverfisteypufyrirtækisins Promens Dalvík
Köstum tækifærunum ekki frá okkur
Framkoma íslenskra stjórnvalda við þau fáu erlendu fyrirtæki sem vilja fjárfesta hér á landi er algerlega óviðunandi að mati Samtaka iðnaðarins. Framkoma stjórnvalda við fyrirtæki eins og Magma Energy og Alcoa á Íslandi er með þeim hætti að orðspor þjóðarinnar út á við skaðast og líkur á samstarfi við erlenda fjárfesta minnkar til mikilla muna einmitt á þeim tíma þegar við þurfum mest á öflugu og farsælu samstarfi við erlenda fjárfesta að halda.