FréttasafnFréttasafn: ágúst 2014

Fyrirsagnalisti

29. ágú. 2014 : Íslenska kalkþörungafélagið færir Bíldudalsskóla spjaldtölvur

Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal afhenti í morgun Bíldudalsskóla níu iPad spjaldtölvur að gjöf. Fjöldi tölvanna samsvarar fjölda núverandi starfsmanna hjá Kalkþörungafélaginu sem luku á sínum tíma námi frá skólanum á Bíldudal.

25. ágú. 2014 : Almar Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri SI

Almar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

20. ágú. 2014 : Samtök iðnaðarins styðja afnám vörugjalda

Samtök iðnaðarins fagna hugmyndum fjármálaráðherra um að einfalda skattkerfið og fella niður vörugjöld. Samtökin hafa margítrekað bent á að innheimtukerfi vörugjalda af matvælum (sykurskattsins svonefnda) er geysilega flókið og kostnaðarsamt bæði fyrir framleiðendur og hið opinbera.

19. ágú. 2014 : Framkvæmdastjóri lætur af störfum

Kristrún Heimisdóttir lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins samkvæmt samkomulagi við stjórn Samtakanna.
„Ég vil fyrir hönd stjórnar Samtaka iðnaðarins þakka Kristrúnu fyrir góð störf hennar í þágu SI og óska henni góðs gengis í framtíðinni,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.

18. ágú. 2014 : Aukum framleiðni - býrðu yfir góðri hugmynd?

Frestur til að senda inn hugmyndir er til 31. ágúst næstkomandi og sendist á framleidni@si.is

18. ágú. 2014 : Framleiðslulandið Ísland færist efst á dagskrá - Rætt við Kristúnu Heimisdóttur, framkv.stj. SI

„Við héldum fjölsóttasta Iðnþing frá upphafi í mars sl. undir yfirskriftinni Drifkraftur nýrrar sóknar. Ég hef orðið vör við hve mörgum eru minnisstæðar styttri ræðurnar sem fluttar voru á þinginu þar sem forystufólk Sets, Kaffitárs, Kerecis og Jáverks sögðu söguna af því hvernig þeim auðnaðist að stýra fyrirtækinu farsællega gegnum hrunið.

18. ágú. 2014 : Vinnustaðanámssjóður - umsóknarfrestur til 29. ágúst

Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári.
Næsti umsóknarfrestur er til 29. ágúst vegna vinnustaðanáms.

Nánari upplýsingar hér.

14. ágú. 2014 : Neytendastofa sektar Drífu ehf.

Með ákvörðun sinni, dags. 29. júlí sl. lagði Neytendastofa einna milljón króna stjórnvaldssekt á Drífu, þar sem fyrirtækið virti að vettugi ákvörðun stofnunarinnar frá ágúst 2013.

13. ágú. 2014 : Kallað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ 2014 

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands kallar eftir tilnefningum til FJÖREGGS MNÍ 2014. Fjöreggið er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík og er veitt árlega á Matvæladegi fyrir lofsvert framtak á matvæla og/eða næringarsviði.