Fréttasafn: 2013
Fyrirsagnalisti
Samtök iðnaðarins óska félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum gengur til liðs við Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins
Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Meistarafélags byggingamanna á Suðurnesjum (MBS) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA og Grétar I. Guðlaugsson, formaður MBS skrifuðu undir samningana.
Nýtt upphaf fyrir hundruð fyrirtækja
Samtök iðnaðarins fagna niðurstöðu Hæstaréttar í gær sem stórsigri fyrir hundruð aðildarfyrirtækja sinna sem fengu viðurkenningu á því að lánasamningar hefðu verið gerðir við SP Fjármögnun en ekki leigusamningar.
Öryggi upplýsinga
Svana Helen Björnsdóttir skrifar pistil um hvernig bæta megi upplýsingaöryggi fyrirtækja og almennings í Kjarnanum. Greinina má lesa hér.
Gestur G. Gestsson endurkjörinn formaður SUT
Á aðalfundi SUT – Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja föstudaginn 29. nóvember var kosin ný stjórn. Formaður samtakanna, Gestur G. Gestsson Advania var endurkosinn. Nýjir meðstjórnendur kosnir til tveggja ára eru Finnur Oddsson Nýherja, Heimir Fannar Gunnlaugsson Microsoft og Daði Kárason, LS Retail.
Kjörís valið fyrirtæki ársins á Suðurlandi
Kjörís hefur verið valið fyrirtæki ársins í árlegri könnun sem Báran, stéttarfélag, og Verslunarmannafélag Suðurlands standa fyrir meðal félagsmanna sinna. Í öðru sæti hafnaði Landsvirkjun og Sláturfélag Suðurlands í því þriðja.
Lögverndun iðngreina
Vöxtur fyrirtækja og frumkvöðla kallar á rétt umhverfi
Michelsen úrsmiðir meðal þeirra fremstu
Michelsen Arctic Explorer er ein besta jólagjöfin í ár samkvæmt aBlogtoWatch.com, stærstu úrasíðu í heiminum. Arctic Explorer úrið er í góðum félagsskap á þessum lista en önnur heimsfræg merki sem mælt er með í pakkann í ár eru m.a. Rolex, Patek Philippe, Audemars Piguet, A. Lange & Söhne, Panerai og Tudor.
Raki og mygla í byggingum – heilsa, hollusta, aðgerðir
Mikið fjölmenni sótti málþing um myglu og rakaskemmdir í byggingum sem haldið var á Akureyri á dögunum. Flutt voru mörg fróðleg erindi og fjörugar umræður sköpuðust í pallborðsumræðum.
Starfsskilyrði og fjármögnun rædd á aðalfundi CTI
Aðalfundur CleanTech Iceland var haldinn á dögunum í Svartsengi. Gestir fundarins voru iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Steindór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Ragnheiður Elín fjallaði um möguleika grænnar tækni til að vaxa og dafna hérlendis.
Bætist í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI
Jáverk ehf., Tengill ehf. og ÁK Smíði hlutu á dögunum D - vottun SI og Vestfirskir verktakar ehf. C - vottun. Sífellt fleiri fyrirtæki fara í gegnum áfangaskipta gæðavottun SI í þeim tilgangi að bregðast við aukinni samkeppni og gera reksturinn betri og arðvænni.
Kristrún Heimisdóttir nýr framkvæmdastjóri SI
Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, er nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hún er mörgum kunn innan samtakanna frá því hún var lögfræðingur þeirra í nærri fimm ár, 2001 til 2006. Kristrún var valin af stjórn samtakanna úr hópi 45 umsækjenda um starfið.
Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið
Sjóður stofnaður til eflingar forritunar og tækniþekkingu barna
Reiknistofa bankanna (RB) og Skema hafa ýtt úr vör sjóði sem ber nafnið„Forritarar framtíðarinnar.“ Meginhlutverk sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Að sjóðnum koma fyrirtæki af öllum stærðum sem leggja honum lið á ýmsan máta, svo sem með fjárframlögum, tæknibúnaði, þekkingu og ráðgjöf.
Áherslur og markmið Litla Íslands mótuð á opnum vinnufundi
Litla Ísland efndi til stefnumóts sl. miðvikudag til að fylgja eftir Smáþingi sem haldið var þann 10. október. Um opinn vinnufund var að ræða þar ræddar voru helstu áherslur og markmið í starfi Litla Íslands - nýs vettvangs þar sem lítil fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum.
Trúin á manninn
Það er ekki síst í rekstri fyrirtækja sem skiptir máli að vera bjartsýnn og sjá lífið með jákvæðum augum. Að sjá færar leiðir og lausnir, sjá tækifæri og möguleika. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI fjallar um trúna á manninn, framkvæmdagleði og frumkvöðlaeðli í Kjarnanum.
Nýr formaður hjá DCI
Aðalfundur samtaka gagnavera var haldinn föstudaginn 15. nóvember. Eyjólfur M. Kristinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania tók við formennsku af samstarfsmanni sínum Kolbeini Einarssyni. Aðrir stjórnarmenn eru Isaac Kato hjá Verne Holdings ehf. og Gunnar Zoëga hjá Nýherja.
SME Week 2013
Norræna skráargatið innleitt á Íslandi
Norræna skráargatið hefur verið innleitt hér á landi. Matvælastofnun og Embætti landlæknis standa sameiginlega á bak við Skráargatið og hafa unnið að innleiðingu þess. Um er að ræða opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi innihald næringarefna
- Fyrri síða
- Næsta síða