Fréttasafn



Fréttasafn: janúar 2014

Fyrirsagnalisti

27. jan. 2014 : Leggjast á eitt við að bæta upprunamerkingar matvæla

Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og Neytendasamtökin hafa skrifað undir „sáttmála um upprunamerkingar á matvælum“ þar sem kveðið er á um vilja þeirra til að standa saman að bættum upprunamerkingum. Samtökin telja það sjálfsögð réttindi neytenda að vita hvaðan maturinn þeirra kemur.

21. jan. 2014 : Verður þitt fyrirtæki menntafyrirtæki eða menntasproti ársins?

Samtök iðnaðarins ásamt sjö atvinnulífssamtökum í húsi atvinnulífsins efna til Menntadags atvinnulífsins mánudaginn 3. mars. Á menntadeginum verða Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í fyrsta sinn til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. 

16. jan. 2014 : Gulleggið 2014 - skilafrestur til 20. janúar

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er farin af stað í sjöunda sinn. Gulleggið er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og fá aðstoð við að stofna fyrirtæki.

16. jan. 2014 : Breytingar á lögum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman yfirlit yfir nýsamþykktar breytingar á lögum sem SI hafa látið sig varða.

16. jan. 2014 : Bifröst og Matís í samstarf um matvælarekstrarfræði

Sveinn Margeirsson forstjóri MATÍS og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst skrifuðu nýlega undir samning þess efnis að MATÍS sjái um kennslu og uppbyggingu námsgreina í matvælarekstrarfræði, nýrri námslínu sem verður í boði í Háskólanum á Bifröst frá og með næsta hausti. 

9. jan. 2014 : Samstaða mikilvæg

Aðilar vinnumarkaðarins hafa brugðist illa við hækkunum sem birgjar hafa boðað á vörum sínum. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI segir samstöðu mikilvæga og ekki einungis hægt að leggja það á launafólk að halda verðbólgunni niðri.

9. jan. 2014 : Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar

Nú í ársbyrjun 2014 eru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI fjallar um EES samninginn og samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í vefritinu Kjarnanum.

8. jan. 2014 : Íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 og framhaldsskólakynning

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Kórnum í Kópavogi  6. – 8. mars 2014 og er keppnin sú stærsta til þessa. Framhaldsskólar landsins taka þátt í mótinu og verða með kynningu á starfsemi sinni. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri og mæta með börnum sínum til að kynna sér fjölbreytt námsframboð.

8. jan. 2014 : Sjónvarpsþáttur um BOXIÐ – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

RÚV hefur gert sjónvarpsþátt um Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, sem haldin var í nóvember síðastliðnum. Í þættinum keppa 8 framhaldsskólar til úrslita en 18 lið tóku þátt í forkeppninni. Þátturinn verður á dagskrá á RÚV næsta fimmtudag, 9. janúar kl. 20.

3. jan. 2014 : Andri Þór og Októ fá viðskiptaverðlaun viðskiptablaðsins

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar og Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, sem fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári, fengu í dag Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2013.

3. jan. 2014 : Vinnustaðanámssjóður - umsóknarfrestur til 31. janúar

Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári. 

3. jan. 2014 : Breytingar á sköttum og gjöldum sem hafa áhrif á félagsmenn SI

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi 1. janúar sl. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.