Fréttasafn



Fréttasafn: nóvember 2009

Fyrirsagnalisti

30. nóv. 2009 : Svigrúm til skattahækkana fullnýtt

Félagsfundur SI með ráðgjafaráði fór fram á Grand hóteli sl. fimmtudag. Umfjöllunarefni fundarins voru skattar og efnahagsmál. Tilgangur fundarins var að ræða margvísleg áhrif þeirra skattbreytinga sem eru í farvatninu á stöðu iðnaðarins og framvinduna í efnahagsmálum á næstu misserum.

27. nóv. 2009 : Forsætisráðherra tekur af skarið

Það er gleðilegt að forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lýst yfir eindregnum vilja til þess að greiða götu framkvæmda á Suðurnesjum. Samtök iðnaðarins taka heilshugar undir sjónarmið forsætisráðherra.

25. nóv. 2009 : Ræstingasvið ISS með Svansvottun

Ræstingarsvið ISS Ísland hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir ræstingarþjónustu. Strangar kröfur Svansins tryggja að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa starfseminnar. ISS Ísland sem starfar á sviði fasteignaumsjónar er jafnframt fyrsta ISS fyrirtækið á heimsvísu til að fá slíka vottun. Umhverfisráðherra veittil eyfið föstudaginn 20. nóvember sl. í húsnæði ISS.

25. nóv. 2009 : Erindi til Samkeppniseftirlitsins

Samtök iðnaðarins og MÁLMUR – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði hafa sent erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er að tryggt verði að uppbygging og rekstur skipalyftunnar í Vestmannaeyjum verði ekki niðurgreiddur úr hafnarsjóði eða bæjarsjóði eins og stefnt er að.

23. nóv. 2009 : 14% vsk-þrepi mótmælt harðlega

Í opnu bréfi til allra alþingismanna óska íslensk framleiðslufyrirtæki eftir jafnrétti og réttlæti í þeirra garð, starfsfólks og viðskiptavina. Þingmenn eru hvattir til að hverfa frá þeirri mismunun sem felst í því að velja að geðþótta sí og æ sömu vörur gamalgróinna íslenskra iðnfyrirtækja og skattleggja þær sérstaklega.

18. nóv. 2009 : Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum

Föstudaginn 20. nóvember fer fram Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum á vegum Alþjóðamálastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Málþingið verður í fyrirlestrarsal 132 í Öskju, frá klukkan 13 til 16. Þarna gefst ungum og/eða nýútskrifuðum fræðimönnum tækifæri til að kynna rannsóknarverkefni sín á sviði Evrópufræða. Þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn.

18. nóv. 2009 : Aðalfundur SÍL haldinn í nýopnuðu frumkvöðlasetri

Aðalfundur Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja var haldin á dögunum. Kosinn var nýr formaður samtakanna, Jóhannes hjá Genís. Þá gekk Ása Brynjólfsdóttir hjá Bláa Lóninu heilsuvörum í stjórn og Jakob K. Kristjánsson hjá Prókatín situr áfram í stjórninni. Einar Mäntylä hjá ORF Líftækni eru þökkuð vel unnin störf en hann hefur setið í stjórn SÍL í fimm ár, seinustu tvö árin sem formaður.

18. nóv. 2009 : Málþing um neyslu og úrgangsmál

Fenúr og Félag umhverfisfræðinga efnir til málþings um neyslu og úrgangsmál undir yfirskriftinni Umbúðalaus umræða föstudaginn 20. nóvember, kl. 10.00 - 16.00 í Sunnusal á Hótel Sögu. Markmiðið er að vekja umræðu um stöðu neyslumenningar og úrgangsmála hérlendis.

16. nóv. 2009 : Ósanngjörn skattheimta

Í sumar ákvað ríkisstjórnin að endurvekja gamla vörugjaldskerfið, reyndar með tvöföldum þunga, og leggja gjöld á ýmsar matvörur. Það var gert undir formerkjum lýðheilsu og þess að verið væri að skattleggja óhollustu. Þrátt fyrir hörð mótmæli, ekki síst úr ranni Samtaka iðnaðarins, var ákveðið að fara þessa leið.

13. nóv. 2009 : Markvert framlag hátækni- og sprotafyrirtækja til endurreisnar og trú á framtíðina

Fulltrúar fyrirtækja, stuðningsaðila og alþingismenn troðfylltu húsakynni CCP á Hátækni- og sprotaþingi 2009 sem fór fram föstudaginn 6. nóvember. Það ríkir engin kreppa í hugarfari stjórnenda þessara fyrirtækja, heldur trú á bjarta framtíð. Árangurinn blasir líka við þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði á undanförnum árum.

13. nóv. 2009 : Áliðnaðurinn á Íslandi

Á þessu ári eru 40 ár síðan framleiðsla á áli hófst á Íslandi. Árleg framleiðslugeta áliðnaðarins á Íslandi er nú um 800.000 tonn en til samanburðar eru árlega framleiddar um 40 milljónir tonna af áli í heiminum. Á síðasta ári námu tekjur af útflutningi áls 182 milljörðum króna eða um 40% af vöruútflutningstekjum.

10. nóv. 2009 : Alþjóðleg matvælaráðstefna í Reykjavík 16.-17. nóvember

Alþjóðleg ráðstefna um matvælaframleiðslu á Norðurlöndum Nordic values in the Food Sector; The way forward in a global perspective“ verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 16. – 17. nóvember nk., en ráðstefnan er liður í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi um matvælamál.

10. nóv. 2009 : Málþing um loftslagsmál og úrlausnir

Í tilefni af norræna loftslagsdeginum efna Kolviður og Reyst til málþings í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, kl. 8.30-12.00 miðvikudaginn 11. nóvember.

9. nóv. 2009 : Engin útboð fyrirhuguð á næstunni hjá Vegagerðinni

Vegagerðin gefur reglulega út Framkvæmdafréttir. Þar eru auglýst fyrirhuguð útboð og jafnframt greint frá niðurstöðum fyrri útboða. Samanburður á síðasta tölublaði og tölublaði frá sama tíma fyrir ári gefur ógnvekjandi mynd af ástandi á verktakamarkaði.

9. nóv. 2009 : Norðurlandamót kaffibarþjóna: miðpunktur fræðslu og sköpunar

Um miðjan september sl. var blásið til árlegrar liðakeppni milli Norðurlandaþjóðanna í kaffigreinum, undir heitinu Nordic Barista Cup (NBC). Þetta mót var fyrst haldið árið 2003 með það að markmiði að kaffibarþjónar, brennslumeistarar, kaffihúsaeigendur og aðrir tengdir sælkerakaffi geti komið saman, lært eitthvað nýtt og haft gaman.

9. nóv. 2009 : Víðtæk ábyrgð byggingarstjóra

Með dómi Hæstaréttar fimmtudaginn 5. nóvember sl. var byggingarstjóri dæmdur til að greiða íbúðareigendum skaðabætur vegna galla á fjöleignarhúsi. Í dóminum, sem var fjölskipaður, var því slegið föstu að á byggingarstjóra hvíli ekki aðeins að sjá til þess að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir, heldur einnig skylda til að hafa yfirumsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum sem hann stýrir.

3. nóv. 2009 : IGIA10 Fyrsta íslenska leikjagerðar samkeppnin

Þann 5.nóv nk. kl. 20:30 fer af stað fyrsta árlega íslenska samkeppnin í tölvuleikjagerð, IGIA10, í Hugmyndahúsinu, Grandagarði 2. Keppnin er haldin af samtökum leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI) og er afrakstur vinnu sjálfboðahóps samtakanna undanfarna mánuði.

3. nóv. 2009 : Ungt fólk heimsækir Héðin

Nýlega kom um 20 nemenda hópur úr Ölduselsskóla í heimsókn til málmiðnaðarfyrirtækisins Héðins í Hafnarfirði. Forstjórinn, Guðmundur Sveinsson, tók á móti hópnum, fræddi unga fólkið um fyrirtækið og leiddi það um sali. Samtök iðnaðarins skipulögðu heimsóknina og leigðu rútu.

3. nóv. 2009 : Vefur rafrænna viðskipta

Um miðjan október var opnaður vefur um rafræn viðskipti þar sem fjallað er um miðlun viðskiptaskeyta á milli aðila í íslensku umhverfi.

2. nóv. 2009 : Fríða Jónsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2009

Fríða Jónsdóttir gullsmiður hlaut Skúlaverðlaunin 2009 fyrir verkið “Fjölin hennar ömmu” á sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsinu. Verðlaunin eru styrkt af SI og framkvæmdastjóri samtakanna, Jón Steindór Valdimarsson afhenti þau sl. föstudag.