Málþing um loftslagsmál og úrlausnir
Í tilefni af norræna loftslagsdeginum efna Kolviður og Reyst til málþings í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, kl. 8.30-12.00 miðvikudaginn 11. nóvember.
Á málþinginu verða fræðandi erindi um loftslagsvandann en einnig verður sjónum beint að bindingu kolefnis í gróðri, jarðvegi og bergi, kolefnismörkuðum og möguleikum Íslendinga á því sviði, og hvað sé framundan í loftslagsmálum. Almennar umræður verða í lokin. Skráning hjá kolvidur@kolvidur.is
Sjá dagskrá hér.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.