FréttasafnFréttasafn: október 2013

Fyrirsagnalisti

28. okt. 2013 : Kerecis hlaut Hvatningarverðlaun LÍÚ

Fyrirtækið Kerecis hlaut Hvatningarverðlaun LÍÚ 2013. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi sambandsins í síðustu viku. Kerecis er framsækið nýsköpunarfyrirtæki á Ísafirði sem hefur þróað einstakar heilbrigðisvörur úr þorskroði.

28. okt. 2013 : Þáttaskil í líftækni

Fyrirtæki í líftækniiðnaði hafa vaxið hratt á undanförnum árum og hafið markaðssetningu á fjölbreyttum vörum erlendis. Þáttaskil eru að verða í líftækni iðnaði nú þegar nokkur fjöldi fyrirtækja hefur þróað tilbúnar vörulínur sem seldar eru víða um heim. Þetta kom fram á Málstofu líftæknifyrirtækja sem Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja héldu en þar kynntu 15 fyrirtæki starfsemi sína.

28. okt. 2013 : Margs konar miðlun

Föstudaginn 25. október sl. stóðu SI ásamt IÐUNNI fræðslusetri að ráðstefnunni Margs konar miðlun á Grand hótel Reykjavík. Þrír sérfræðingar voru með erindi um fjölbreyttar leiðir til miðlunar.

24. okt. 2013 : Málstofa líftæknifyrirtækja

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja –SÍL og Samtök iðnaðarins - SI efna til málstofu um líftækni á morgun 25. október á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.15 – 12.00. Á annan tug líftæknifyrirækja segja frá rannsóknum sínum og starfsemi á málstofunni. Hér er því kjörið tækifæri til að kynna sér fjölbreytileika líftæknifyrirtækja og tækifærin í greininni.

 

18. okt. 2013 : Orri Hauksson ráðinn forstjóri Skipta

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur ráðið sig sem forstjóra fjarskiptafélagsins Skipta. Orri hefur á undanförnum rúmum þremur árum gegnt starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, en mun láta af störfum á næstu vikum af fyrrgreindri ástæðu.

17. okt. 2013 : Laufey Steingrímsdóttir hlýtur Fjöregg MNÍ 2013

Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði, hlaut í gær Fjöregg MNÍ. Laufey var tilnefnd til verðlaunanna fyrir mikilvægt starf í þágu rannsókna, kennslu og uppfræðslu á sviði næringarfræði. Hún er í hugum margra Íslendinga „næringarfræðingur Íslands“ enda verið í virk á vettvangi næringarfræðinnar í áratugi.

17. okt. 2013 : Gullsmiðadagurinn 19. október

Laugardaginn 19. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn. Þetta er í þriðja sinn sem Gullsmiðadagurinn er haldinn. Það er gert í tengslum við afmæli félagsins sem stofnað var 19. október 1924, félagið fagnar því 89 ára afmæli þennan dag.

9. okt. 2013 : Brynhildur Ingvarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Marinox

Brynhildur Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Marinox ehf., framleiðanda UNA skincare húðvörulínunnar. Marinox er ungt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum, þróun og framleiðslu á lífvirkum efnum úr sjávarþörungum og afurðum sem innihalda slík efni.

9. okt. 2013 : Málþing um Árna Vilhjálmsson prófessor

Málþing í minningu Árna Vilhjálmssonar prófessors, sem lést 5. mars 2013, verður haldið í hátíðasal Háskóla Íslands 14. október 2013, kl. 17–19. Árni var virtur og vinsæll fræðimaður og kennari, en einnig dugmikill framkvæmdamaður, sem sat í stjórn fjölmargra atvinnufyrirtækja.

9. okt. 2013 : Of fáar íbúðir í byggingu

Samtök iðnaðarins luku nýlega við talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er að fokheldar og lengra komnar íbúðir eru einungis 927 en áætlað er að hefja þurfi byggingu á 1500 – 1800 íbúðum árlega til að mæta þörfum markaðarins.

8. okt. 2013 : Mentor hannar nýtt viðmót í spjaldtölvur

Mentor-kerfið sem stór hluti foreldra, nemenda og kennara notar daglega mun taka miklum breytingum á næstunni. Fyrsti sýnilegi hluti þess er nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra sem sérstaklega er hannað með spjaldtölvur í huga en er einnig aðgengilegt í nýrri snjallsímum.

4. okt. 2013 : Viljayfirlýsing um samstarf

Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samkomulag um nánara samstarf og samráð. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag.

2. okt. 2013 : Smáþing

Fimmtudaginn 10. október verður blásið til Smáþings á Hótel Reykjavík Nordica þar sem verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að þinginu en þar verða málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi í kastljósinu.

1. okt. 2013 : Daníel Kjartan Ármannsson er Bakari ársins 2013

Keppnin Bakari ársins 2013 fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi um síðustu helgi. Sigurvegari var Daníel Kjartan Ármannsson, starfsmaður í Mosfellsbakaríi, í öðru sæti varð Andri Kristjánsson, Bernhöftsbakaríi og í þriðja sæti Ragnheiður Guðmundsdóttir, Valgeirsbakaríi. 

1. okt. 2013 : Matvæladagur MNÍ 2013

Matvæladagur MNÍ 2013 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 16. október. Dagurinn verður að þessu sinni helgaður umfjöllun um ráðleggingar um mataræði og næringarefni og hvernig þær nýtast í daglegu lífi.

1. okt. 2013 : Ný stjórn hjá IGI

Á aðalfundi IGI – samtaka íslenskra leikjaframleiðenda sem haldin var 27. september var kosin ný stjórn. Nýr formaður er Stefanía Halldórsdóttir frá CCP og tekur hún við af Jónasi B. Antonssyni frá Gogogoc.