Fréttasafn: október 2013
Fyrirsagnalisti
Kerecis hlaut Hvatningarverðlaun LÍÚ
Fyrirtækið Kerecis hlaut Hvatningarverðlaun LÍÚ 2013. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi sambandsins í síðustu viku. Kerecis er framsækið nýsköpunarfyrirtæki á Ísafirði sem hefur þróað einstakar heilbrigðisvörur úr þorskroði.
Þáttaskil í líftækni
Fyrirtæki í líftækniiðnaði hafa vaxið hratt á undanförnum árum og hafið markaðssetningu á fjölbreyttum vörum erlendis. Þáttaskil eru að verða í líftækni iðnaði nú þegar nokkur fjöldi fyrirtækja hefur þróað tilbúnar vörulínur sem seldar eru víða um heim. Þetta kom fram á Málstofu líftæknifyrirtækja sem Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja héldu en þar kynntu 15 fyrirtæki starfsemi sína.
Margs konar miðlun
Málstofa líftæknifyrirtækja
Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja –SÍL og Samtök iðnaðarins - SI efna til málstofu um líftækni á morgun 25. október á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.15 – 12.00. Á annan tug líftæknifyrirækja segja frá rannsóknum sínum og starfsemi á málstofunni. Hér er því kjörið tækifæri til að kynna sér fjölbreytileika líftæknifyrirtækja og tækifærin í greininni.
Orri Hauksson ráðinn forstjóri Skipta
Laufey Steingrímsdóttir hlýtur Fjöregg MNÍ 2013
Gullsmiðadagurinn 19. október
Laugardaginn 19. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn. Þetta er í þriðja sinn sem Gullsmiðadagurinn er haldinn. Það er gert í tengslum við afmæli félagsins sem stofnað var 19. október 1924, félagið fagnar því 89 ára afmæli þennan dag.
Brynhildur Ingvarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Marinox
Brynhildur Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Marinox ehf., framleiðanda UNA skincare húðvörulínunnar. Marinox er ungt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum, þróun og framleiðslu á lífvirkum efnum úr sjávarþörungum og afurðum sem innihalda slík efni.
Málþing um Árna Vilhjálmsson prófessor
Of fáar íbúðir í byggingu
Mentor hannar nýtt viðmót í spjaldtölvur
Mentor-kerfið sem stór hluti foreldra, nemenda og kennara notar daglega mun taka miklum breytingum á næstunni. Fyrsti sýnilegi hluti þess er nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra sem sérstaklega er hannað með spjaldtölvur í huga en er einnig aðgengilegt í nýrri snjallsímum.
Viljayfirlýsing um samstarf
Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samkomulag um nánara samstarf og samráð. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag.
Smáþing
Daníel Kjartan Ármannsson er Bakari ársins 2013
Keppnin Bakari ársins 2013 fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi um síðustu helgi. Sigurvegari var Daníel Kjartan Ármannsson, starfsmaður í Mosfellsbakaríi, í öðru sæti varð Andri Kristjánsson, Bernhöftsbakaríi og í þriðja sæti Ragnheiður Guðmundsdóttir, Valgeirsbakaríi.
Matvæladagur MNÍ 2013
Ný stjórn hjá IGI
Á aðalfundi IGI – samtaka íslenskra leikjaframleiðenda sem haldin var 27. september var kosin ný stjórn. Nýr formaður er Stefanía Halldórsdóttir frá CCP og tekur hún við af Jónasi B. Antonssyni frá Gogogoc.