FréttasafnFréttasafn: 2011

Fyrirsagnalisti

29. des. 2011 : Hernaðurinn gegn fólkinu

Á jólum árið 1970 birti Halldór Laxness grein sem vakti mikla athygli og nokkrar deilur enda var tekið á viðkvæmum álitaefnum og talað tæpitungulaust eins og skáldinu var tamt. Hernaðurinn gegn landinu nefndist greinin og er m.a. birt í bók Halldórs, Yfirskygðir staðir, árið 1971.

21. des. 2011 : Múrarameistarafélag Reykjavíkur og Félag dúklagninga- veggfóðrarameistara ganga til liðs við Samtök iðnaðarins

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Múrarameistarafélags Reykjavíkur (MM) og Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara (FDV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Helgi Magnússon, formaður SI, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Sigurður Heimir Sigurðsson, formaður MM og Jón Ólafsson, ritari FDV skrifuðu undir samningana.

20. des. 2011 : Gleðileg jól

Skrifstofa Samtaka iðnaðarins verður lokuð á Þorláksmessu.

19. des. 2011 : Samstarf um aðgerðir gegn langtímaatvinnuleysi

Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við aðildarsamtök sín undirbúið þátttöku í átakinu „Til vinnu" undanfarnar vikur. Átakið hefst í byrjun árs 2012 og munu aðgerðir í þágu langtímaatvinnulausra hafa forgang. Tryggja á allt að 1.500 atvinnuleitendum starfstengd úrræði, til viðbótar við þau úrræði sem í boði hafa verið.

14. des. 2011 : Gjaldeyrishöftin: Ný skýrsla og afnámsáætlun

Í morgun kom út ný skýrsla Viðskiptaráðs um gjaldeyrishöftin þar sem fjallað er um kostnaðinn sem af þeim hlýst og efnahagsleg áhrif þeirra. Tilgangur með útgáfu skýrslunnar er að ýta á ný við umræðu um gjaldeyrishöftin með því að varpa ljósi á margvíslega skaðsemi þeirra fyrir íslenskt hagkerfi verði þau of lengi við lýði.

9. des. 2011 : Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja sendir frá sér ályktun

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja var haldinn í morgun. Formaður samtakanna Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika ehf. var endurkjörin formaður, en nýir fulltrúar í stjórn voru kjörin Rakel Sölvadóttir hjá Skema ehf. og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson hjá Clara ehf.

7. des. 2011 : Óbreyttir vextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að halda vöxtum bankans óbreyttum. Bjarni Már Gylfason hagfræðingur SI segir að þessi ákvörðun bankans komi ekki á óvart í ljósi fyrri yfirlýsinga og verðbólguþróunar undanfarið.

1. des. 2011 : Raforkuhækkanir koma illa við stærri iðnfyrirtæki

Hækkanir á ótryggðri orku sem boðaðar eru nú um áramót koma illa við mörg stærri iðnfyrirtæki. Það kemur á óvart hve mikil hækkunin er, en rekstur fyrirtækjanna er þungur og því kemur svona sending sér afar illa.

1. des. 2011 : Lýsing tapar í héraðsdómi - fjármögnunarleigusamningar enn einu sinni dæmdir ólöglegir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar Lýsingar væru í raun lánasamningar og því væri gengistrygging þeirra ólögleg. Þetta er þriðji samhljóða dómurinn um ólögmæti lánasamninga í erlendri mynt.

28. nóv. 2011 : Fjármálaráðherra fellur frá breikkun gjaldstofns kolefnisgjalds

Samtök atvinnulífsins og fulltrúar helstu fyrirtækja sem ætlað var að greiða kolefnisgjald af föstu kolefni áttu í dag fund með fjármálaráðherra og fulltrúum iðnaðarráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins.

28. nóv. 2011 : SMK vill að aðildarumsókn og viðræður við ESB verði lagðar til hliðar

Aðalfundur Samtaka mjólkur- kjötvinnslufyrirtækja, SMK, var haldinn 23. nóvember 2011. Samtökin sem starfa innan Samtaka iðnaðarins eru nú eins árs. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að eðlilegt sé að leggja aðildarumsókn og viðræður til hliðar.

25. nóv. 2011 : Meistarafélag húsasmiða gengur til liðs við Samtök iðnaðarins

Í dag var undirritaður samningur um aðild Meistarafélags húsasmiða að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Helgi Magnússon, formaður SI, Grímur Sæmundsen, varaformaður SA og Baldur Þór Baldvinsson, formaður MH skrifuðu undir samninginn.

25. nóv. 2011 : Dregur úr prentun bóka innanlands - óréttmæt mismunun

Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2011. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands dragast saman um rúmlega 3 prósentustig milli ára en árið 2010 var 71,4% hlutfall á prentun bókatitla innanlands.

24. nóv. 2011 : Samtök iðnaðarins gagnrýna áform um kolefnisskatt

Samtök iðnaðarins gagnrýna harðlega áform stjórnvalda um að leggja á kolefnisskatt. Kolefnisskattur af þessu tagi, sem á sér enga hliðstæðu í nágrannalöndum okkar, skerðir verulega samkeppnishæfni íslensks iðnaðar.

21. nóv. 2011 : Nagli.is - nýr vefur fyrir verktaka og neytendur

Nýr vefur, Nagli.is, var opnaður í síðasta mánuði. Um er að ræða vettvang fyrir iðnaðarmenn og þá sem vilja nýta sér þjónustu þeirra. Markmið Naglans er að spara báðum aðilum tíma og pening, stuðla að gegnsærri samkeppni og minnka umstang við framkvæmdir.

21. nóv. 2011 : Lýst er eftir tilnefningum til heiðursverðlauna fyrir tækninýjungar eða framlag til nýsköpunar

Verkfræðingafélag Íslands verður 100 ára á komandi ári. Af því tilefni hefur stjórn félagsins ákveðið að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur við tæknilegar uppfinningar eða nýsköpunarverkefni, sem hafa haft þjóðhagslegt eða alþjóðlegt mikilvægi og byggja á þekkingu í raunvísindum og tækni.

18. nóv. 2011 : SART og SI sameinast

Í dag var staðfestur samningur um sameiningu SART, Samtaka rafverktaka og SI, Samtaka iðnaðarins. Helgi Magnússon, formaður SI og Jens Pétur Jóhannsson, formaður SART skrifuðu undir samninginn á skrifstofu SI síðdegis í dag.

18. nóv. 2011 : Ári nýsköpunar ekki lokið...

Uppskeruhátíð Árs nýsköpunar var haldin í Listasafni Reykjavíkur sl. miðvikudag. En átakinu var hleypt af stokkunum í Marel 29. október fyrir ári síðan. Uppskeruhátíðin var vel sótt en til hennar  var boðið félagsmönnum SI og samstarfsaðilum.

18. nóv. 2011 : Carbon Recycling hefur framleiðslu á vistvænu eldsneyti

Íslenska hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International hefur hafið framleiðslu á vistvænu eldsneyti úr koltvísýringsútblæstri og orku frá jarðvarma. Verksmiðja CRI, sem er við Svartsengi, er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem framleiðir eldsneyti með því að endurvinna koltvísýring.

18. nóv. 2011 : Hilmar Veigar Pétursson endurkjörinn formaður SUT

Hilmar Veigar Pétursson, CCP var endurkjörinn formaður á aðalfundi SUT – Samtaka íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja sem haldinn var í gær.
Síða 1 af 10