Fréttasafn  • Aðalfundur SUT 2011

18. nóv. 2011

Hilmar Veigar Pétursson endurkjörinn formaður SUT

Hilmar Veigar Pétursson, CCP var endurkjörinn formaður á aðalfundi SUT – Samtaka íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja sem haldinn var í gær.

Þrír meðstjórnendur sem sitja áfram eru Daði Friðriksson, Tölvumiðlun, Sigrún Eva Ármannsdóttir, Skýrr og Jón Kristjánsson, Menn og mýs. Nýir meðstjórnendur kosnir til tveggja ára eru Hrannar Erlingsson, Maritech, Magnús Norðdahl, LS Retail og Ágúst Einarsson, EMR.

Í ársskýrslu SUT kom fram að unnið hefði verið að fjölmörgum brýnum verkefnum en upplýsingatæknifyrirtækin innan samtakanna eru nú ríflega 50.

Ársskýrsla SUT