Fréttasafn



Fréttasafn: maí 2015

Fyrirsagnalisti

29. maí 2015 Iðnaður og hugverk : Metár hjá kvikmyndaframleiðendum

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda hélt aðalfund í gær í húsi atvinnulífsins. Í starfsskýrslu SÍK kom fram að árið 2014 var metár í veltu vegna framleiðslu á kvikmynduðu efni á Íslandi.

28. maí 2015 Almennar fréttir : Hús atvinnulífsins flytur í Vatnsmýrina

Dagana 11. til 13. júní mun Hús atvinnulífsins flytja í Vatnsmýrina og reisa Tjald atvinnulífsins. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá um nauðsyn öflugs atvinnulífs til að fólk geti notið  góðra lífskjara. Allt áhugafólk atvinnulífið er velkomið í tjaldið en uppátækið er hluti af Fundi fólksins sem fram fer í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. 

28. maí 2015 Gæðastjórnun : JS Hús hlýtur D-vottun

JS Hús hafa hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari.

22. maí 2015 Iðnaður og hugverk : Fjölmenn ráðstefna Matvælalandsins Íslands um tækifæri í útflutningi matvæla

Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland efndi til ráðstefnu um útflutning matvæla á Hótel Sögu í gær. Markmiðið með ráðstefnunni var að vekja athygli á tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar í matvælageiranum með útflutningi, miðla reynslu og hvetja þannig fleiri til að vinna með markvissum hætti að því að sækja á erlendan markað með matvælaafurðir.

22. maí 2015 Iðnaður og hugverk : Humarpaté bar sigur úr býtum í Ecotrophelia nýsköpunarkeppni háskólanema

Nýsköpunarkeppnin Ecotrophelia Ísland fór fram 20. maí síðastliðinn. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki og rétt til þátttöku hafa nemendahópar, 2-10 í hverjum hópi, úr öllum háskólum landsins.

21. maí 2015 Starfsumhverfi : Um meintar rangfærslur SA í samningaviðræðum við Flóabandalagið, VR og LÍV

Síðastliðinn föstudag, þann 15. maí, lögðu Samtök atvinnulífsins fram skriflega tillögu gagnvart Flóabandalaginu og VR um tilteknar breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga og hækkanir launa og launataxta gegn þeim breytingum.

20. maí 2015 Mannvirki : Tryggvi Jónsson endurkjörinn formaður FRV

Aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga fór fram í síðustu viku. Á fundinum var Tryggvi Jónsson Mannviti endurkjörinn formaður félagsins og Magnús Kristbergsson VJI var einnig kosinn í stjórn.

13. maí 2015 Iðnaður og hugverk : Matvælalandið Ísland: Útflutningur - til mikils að vinna

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland býður til opinnar ráðstefnu um tækifæri í útflutningi matvæla fimmtudaginn 21. maí á Hótel Sögu. Ráðstefnunni er ætlað að vekja athygli á tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar í matvælageiranum með útflutningi og miðla reynslu.

12. maí 2015 Orka og umhverfi : Þjóðhagsleg áhrif og þróun íslensks áliðnaðar

Heildarframlag álklasans til landsframleiðslu nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu á árunum 2011 og 2012. Ef einnig er horft til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar

7. maí 2015 Nýsköpun : Kvikna hlýtur Vaxtarsprotann 2015

Fyrirtækið Kvikna ehf. hlaut í dag Vaxtarsprotann 2015 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Sölutekjur fyrirtækisins jukust úr tæplega 124 m.kr í rúmlega 209 m.kr. eða um 69%. Á sama tíma hefur starfsmannafjöldinn vaxið úr 12 í 15 og útflutningur nemur yfir 90% af veltu. 

6. maí 2015 Iðnaður og hugverk : Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-10. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman semstyrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert.

5. maí 2015 Starfsumhverfi : Að fletja út launakökuna

Það er því sem næst efnahagslegt náttúrulögmál að summa allra greiddra launa í landinu getur bara vaxið með takmörkuðum hætti. Verðmætasköpun hagkerfisins er það sem setur okkur náttúrulegar skorður. Yfir lengri tímabil er það aðeins aukin verðmætasköpun og framleiðniaukning sem getur staðið undin hækkun launa og kaupmáttar.

4. maí 2015 Nýsköpun : Vaxtarsprotinn 2015 afhentur á fimmtudag

Viðurkenningarathöfn Vaxtarsprotans fer fram fimmtudaginn 7. maí á Kaffi Flóru í Grasagarðinum Laugardal kl. 8:30.  Léttur morgunverður og ljúfir tónar í byrjun fundar.    

4. maí 2015 Iðnaður og hugverk : Ársfundur Samáls – Stoð í áli

Á ársfundi Samáls var fjallað var um stöðu og framtíð áliðnaðarins með áherslu á hringrásina frá framleiðslu til fjölbreyttrar notkunar og endurvinnslu. Samhliða var sýning á stoðtækjum Össurar þar sem ál gegnir mikilvægu hlutverki.

4. maí 2015 Nýsköpun : Una skincare hlýtur viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun

Á ársfundi Íslandsstofu í síðustu viku hlaut fyrirtækið UNA skincare viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun í útflutningsverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).