Fréttasafn4. maí 2015 Nýsköpun

Vaxtarsprotinn 2015 afhentur á fimmtudag

Viðurkenningarathöfn Vaxtarsprotans fer fram fimmtudaginn 7. maí á Kaffi Flóru í Grasagarðinum Laugardal kl. 8:30.  Léttur morgunverður og ljúfir tónar í byrjun fundar.          

Vaxtarsprotinn, er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknamiðstöðvar Íslands.

Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukin áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.  

Veittar eru viðurkenningar til fjögurra sprotafyrirtækja sem hafa sýnt mestan hlutfallslegan vöxt á síðasta ári, tveggja í flokki fyrirtækja sem velta á bilinu 10-100 milljónir kr. og tveggja í flokki fyrirtækja sem velta á bilinu 100-1000 milljónir króna. 

Það fyrirtæki sem tilnefnt er og sýnir mestan hlutfallslegan vöxt milli áranna 2013 og 2014, auk þess að uppfylla önnur viðmið dómnefndar hlýtur nafnbótina “Vaxtarsproti ársins”  Fyrirtækið fær til varðveislu farandgrip með áletrun þar sem “Vaxtarsproti” viðkomandi árs er skráður.  

Þá fær fyrirtækið einnig sérstakan verðlaunaskjöld til eignar.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun afhenda viðurkenningar og greina frá hvaða fyrirtæki úr þessum hópi er Vaxtarsproti ársins 2013.

Samtök iðnaðarins veita einnig sérstaka viðurkenningu til sprotafyrirtækja sem náð hafa þeim áfanga á síðasta ári í fyrsta sinn að velta meira en einum milljarði kr. 

Á mynd má sjá handhafa Vaxtarsprotans 2014, Datamarket