Fréttasafn: 2014
Fyrirsagnalisti
Ný skýrsla um þróun og horfur í hársnyrtifaginu
Starfsgreinaráð snyrtigreina gaf út skýrslu í nóvember s.l. með yfirliti um fjölda starfandi, það sem helst einkennir starfsemina og þróun greinarinnar. Samantektin nær yfir 10 til 15 ára tímabil þar sem starfsemin er skoðuð yfir tíma og sett í samhengi við aðrar stærðir í íslensku efnahagslífi.
Samtök iðnaðarins óska félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Skrifstofa SI verður lokuð á þorláksmessu og aðfangadag. Opið verður 29. og 30 desember.
Samtök iðnaðarins óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015 – óskað eftir tilnefningum
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 19. janúar.
Tækifærin í samstarfi matvæla- og tæknifyrirtækja
Samtök iðnaðarins stóðu nýlega fyrir fundi um samstarf matvælaframleiðenda og tæknifyrirtækja. Undanfarnar vikur hafa SI í samstarfi við Sjávarklasann unnið að því að kortleggja og greina tækifæri sem felast í samstarfi milli matvælaframleiðenda og fyrirtækja sem veita margvíslega tækniþjónustu.
Nýjar reglur um merkingu matvæla
Samtök skipaiðnaðarins - nýr starfsgreinahópur innan SI
Stofnfundur Samtaka skipaiðnaðarins - SSI fór fram 12. desember í Húsi atvinnulífsins. SSI munu starfa sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Á fundinum var farið yfir stefnumótun greinarinnar sem fram fór í nóvember og kjörin stjórn.
Magnús Oddsson kjörinn nýr formaður SHI
Sigmar Guðbjörnsson kjörinn formaður SSP
Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja - SSP var haldinn 26. nóvember í Húsi atvinnulífsins. Formaður var kjörinn Sigmar Guðbjörnsson, Stjörnu - Odda.
Aukið jafnræði á upplýsingatæknimarkaði
Carbon Recycling reisir verksmiðju í Þýskalandi
Carbon Recycling International (CRI) mun reisa verksmiðju í Þýskalandi byggða á tækni CRI til framleiðslu á vistvænu eldsneyti. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuvers í Ruhrhéraðinu.
Mentor tilnefnt til BETT-verðlauna 2015
Mentor er tilnefnt til BETT verðlauna í flokkinum "International Digital Education resource” en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi veflausnir sem náð hafa árangri á alþjóðavísu. BETT verðlaunin eru ein eftirsóttasta viðurkenning sem hugbúnaðarfyrirtæki geta fengið í menntageiranum.
Samtök iðnaðarins ósátt við vinnubrögð Lýsingar
Fjallað um breytingar, tækifæri og fyrirmyndir á aðventugleði kvenna í iðnaði
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins bauð konum í iðnaði til aðventugleði sl. fimmtudag. Fundurinn var með léttu yfirbragði en markmiðið var að konur sem starfa í iðnaði hittust til að spjalla og tengjast.
Íslenskur iðnaður – óteljandi snertifletir
Það var stór stund fyrir 96 árum þegar Ísland varð fullvalda ríki. Við minnumst þess og fögnum í dag. Það eru mörg stef sem eru samofin í þróun lands og þjóðar á þeim tíma sem liðinn er frá fullveldi. Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar grein í Morgunblaðið í tilefni fullveldisdags.
Nýr kjarasamningur SÍK og FÍL samþykktur einróma
Kjarasamningur milli SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og FÍL – Félag íslenskra leikara var undirritaður 12. nóvember s.l. með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga. Í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu samþykktu aðildarfélög SÍK nýjan samning einróma. Svörun var 50% og hlutfall greiddra atkvæða út frá atkvæðamagni 91%.
10% fækkun titla, 59,1% af bókatitlum prentaðir hér á landi
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hlýtur C - vottun
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið C-vottun. C-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.
Fjölmenni á stefnumóti á sviði áliðnaðar
Stefnumót á sviði áliðnaðar fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær, en þar komu hátt í sjötíu fyrirtæki og stofnanir saman til að ræða nýsköpunarumhverfið og hlýða á örkynningar frá einstaklingum og fyrirtækjum um þróunarverkefni af ýmsum toga.
Erindi SI til Samkeppniseftirlitsins ekki byggt á misskilningi
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI segir erindi samtakanna til Samkeppniseftirlitsins ekki snúast um misskilning. Ef um misskilning sé að ræða hljóti hann að liggja hjá eigendum Reiknistofu bankanna og snúast um það hvernig eigi að meðhöndla upplýsingatækniviðskipti af hálfu bankanna.
SI senda Samkeppniseftirlitinu erindi vegna óeðlilegrar samkeppnisstöðu RB á upplýsingatæknimarkaði
Samtök iðnaðarins hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi vegna óeðlilegrar samkeppnisstöðu Reiknistofu bankanna á upplýsingatæknimarkaði. Málið lýtur að meðferð virðisaukaskatts í sölu þjónustu og vöru og hvort útboðsskyldu fjármálafyrirtækja sem eru hluthafar í RB hafi verið sinnt.
- Fyrri síða
- Næsta síða