Fréttasafn17. des. 2014 Iðnaður og hugverk

Sigmar Guðbjörnsson kjörinn formaður SSP

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja - SSP var haldinn 26. nóvember í Húsi atvinnulífsins. Í stjórn voru kjörin  formaður, Sigmar Guðbjörnsson, Stjörnu - Oddi ehf., til tveggja ára, Sigrún Jenný Barðadóttir, Eimverk Distillery ehf., Guðmundur Páll Líndal, Brum Funding ehf. Kjörnir á síðasta aðalfundi til tveggja ára og sitja áfram, Erlendur Steinn Guðnason, Stiki ehf., Gísli Kr., Green Cloud ehf. og í varastjórn, Stefán Helgason, Klak-Innovit og Þóra Þórisdóttir, Urta Islandica ehf.

Undir liðnum önnur mál voru flutt stutt innlegg og rætt um mál sem hafa verið ofarlega á baugi í starfseminni. Má þar nefna markað með hlutabréf og skattalega hvata, fjármálaumhverfi í fremstu röð – niðurstöður stefnumótunarfundar og framhald Hátækni- og sprotavettvangs.

Skýrsla stjórnar 2014