Fréttasafn



Fréttasafn: september 2014

Fyrirsagnalisti

22. sep. 2014 : Krafa um gæðastjórnunarkerfi í byggingariðnaði tekur gildi 1. janúar 2015

Allir sem skrá sig á byggingarleyfisskyld verk sem hönnuðir, hönnunarstjórar, iðnmeistarar eða byggingarstjórar eftir 1. janúar 2015 skulu vera með gæðastjórnunarkerfi sem samþykkt er af Mannvirkjastofnun. Kynningarfundir um innleiðingu gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði verða haldnir í september og október.

19. sep. 2014 : Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill betri upprunamerkingar matvæla

Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur (48%) að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur (35%) að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli.

18. sep. 2014 : SA og SI mótmæla auknu eftirliti

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins telja fyrirhuguð lagaákvæði  um aukið eftirlit með flutningum á landi óþörf og að önnur lög nægi til að tryggja hag neytenda og almennings. Með frumvarpinu sé enn verið að auka kostnað fyrirtækjanna við að halda uppi eftirlitsstarfsemi án þess að nokkur sjáanlegur ávinningur verði af eftirlitinu.

15. sep. 2014 : Leiðrétting vegna greinar í Morgunblaðinu 13. september

Í grein eftir formann Bændasamtaka Íslands í Morgunblaðinu á laugardaginn fjallar hann um verðhækkanir á ýmsum matvælum. Þar telur hann meðal annars að verð á brauði og kökum hafi hækkað um 74% frá bankahruni. Þessar upplýsingar eiga ekki stoð í raunveruleikanum.

15. sep. 2014 : Ályktun stjórnar Samtaka sprotafyrirtækja

Stjórn Samtaka sprotafyrirtækja fagnar áformum um eflingu Tækniþróunarsjóðs og áframhaldandi uppbyggingu endurgreiðslna rannsókna- og þróunarkostnaði skv. lögum nr. 152/2009 í fjárlagafrumvarpi 2015. Jafnframt fagna samtökin þeirri stefnu sem birtist í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs í samráði við stjórnvöld.

12. sep. 2014 : Forritum framtíðina - CodeWeek 2014

Skema er fulltrúi Evrópsku fyrirtækjavikunnar á Íslandi. Vikan fer fram dagana 11.- 17. október og hefur það að markmiði að gera forritun meira sýnilega og sýna fram á mikilvægi hennar í störfum framtíðarinnar. Skema hvetur fólk og fyrirtæki til að taka virkan þátt í vikunni og hrinda hugmyndum í framkvæmd með forritun.

11. sep. 2014 : Breytingar á neyslusköttum - mikilvægt skref í rétta átt

Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf en vonbrigði eru hætta eigi endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI í grein í Fréttablaðinu í dag.  

10. sep. 2014 : Blikksmiðurinn með D - vottun

Blikksmiðurinn hf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.

4. sep. 2014 : Einingaverð eiga að vera trúnaðarmál

Gámaþjónustan hf. sem er aðili að Samtökum iðnaðarins hefur ásamt sveitarfélaginu Ölfusi ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurði nr. A 541/2014 sem Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp nýlega. Málið varðar aðgang að öllum tilboðsgögnum Gámaþjónustunnar hf. í opnu útboði á sorphirðuþjónustu fyrir sveitarfélagið Ölfus.

2. sep. 2014 : Viðurkenning fyrir snyrtilega lóð

Fyrirtækið Þykkvabæjar hlaut viðurkenningu Garðabæjar fyrir snyrtilegustu lóð fyrirtækis eða stofnunar þann 23. júlí. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu viðurkenninguna við hátíðlega athöfn á Garðatorgi.