Landssamband bakarameistara (LABAK) og Hjartavernd taka saman höndum um að stuðla að heilsusamlegri brauðneyslu þjóðarinnar. Markmiðið með samvinnu LABAK og Hjartaverndar er að vekja athygli á hollustu heilkornabrauða og mikilvægi þess að draga úr salt- og sykurneyslu.
Átakinu „Allir vinna“ hefur verið framlengt til 1. janúar 2013. Endurgreiðsla virðisaukaskatts verður áfram 100% á árinu 2012 en heimild til lækkunar tekjuskattsstofns hefur verið felld niður. Heimildin nær til byggjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis, auk húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga.
Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er sú að íbúðir í fjölbýli, sem eru fokheldar og lengra komnar, eru 545 talsins. Þar af eru ekki nema 192 íbúðir íbúðarhæfar (á byggingarstigi 6 og 7 samkvæmt ÍST,51).
Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki atvinnusköpunar.
Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.
Kjarnafæði hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari.
Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún veltir fyrir sér orsökum atvinnuleysis á Íslandi og hvaða stefnu er rétt að taka til að vinna bug á því.
Það sárvantar forritara og annað tæknimenntað fólk hér á landi, eins og annars staðar í heiminum. Það má gera ráð fyrir að íslensk fyrirtæki vanti um þúsund manns á ári. Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og hönnunarstjóri hjá Betware, var gestur Morgunútvarpsins 10. ágúst sl. Þar sagði hann mikilvægt að reynt verði að mæta þessari þörf.
Íslensk ellefu ára stúlka, Ólína Helga Sverrisdóttir, bar sigur úr býtum í sínum aldursflokki í bandarískri keppni, Alice Challenge, en í henni átti að forrita sögu sem hvetur ungt fólk til að gæta öryggis á netinu. Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjanna á íslandi afhenti Ólínu Helgu verðlaunin í sendiráðinu.
Íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International hefur fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum á framleiðsluaðferð fyrirtækisins á endurnýjanlegu metanóli. Einkaleyfið er mikilvæg staðfesting á brautryðjendastarfi fyrirtækisins.
Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifar grein í Fréttablaðið í dag um síhækkandi skatta og versnandi rekstrarumhverfi íslenska fyrirtækja og lífskjör almennings. Samkvæmt gögnum sem KPMG hefur tekið saman hafa skattar á fyrirtæki og einstaklinga hækkað um þriðjung frá árinu 2008.