Fréttasafn



Fréttasafn: ágúst 2012

Fyrirsagnalisti

31. ágú. 2012 : Hjartabrauð fyrir heilsuna

Landssamband bakarameistara (LABAK) og Hjartavernd taka saman höndum um að stuðla að heilsusamlegri brauðneyslu þjóðarinnar. Markmiðið með samvinnu LABAK og Hjartaverndar er að vekja athygli á hollustu heilkornabrauða og mikilvægi þess að draga úr salt- og sykurneyslu.

29. ágú. 2012 : Allir vinna - Minnum á að endurgreiðsla VSK af vinnu á byggingastað var framlengd til ársloka 2012

Átakinu „Allir vinna“ hefur verið framlengt til 1. janúar 2013. Endurgreiðsla virðisaukaskatts verður áfram 100% á árinu 2012 en heimild til lækkunar tekjuskattsstofns hefur verið felld niður. Heimildin nær til byggjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis, auk húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga.

27. ágú. 2012 : Vantar íbúðir fyrir næstu árganga

Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er sú að íbúðir í fjölbýli, sem eru fokheldar og lengra komnar, eru 545 talsins. Þar af eru ekki nema 192 íbúðir íbúðarhæfar (á byggingarstigi 6 og 7 samkvæmt ÍST,51).

24. ágú. 2012 : Átak til atvinnusköpunar

Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki atvinnusköpunar.

Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.

24. ágú. 2012 : Kjarnafæði hlýtur D - vottun

Kjarnafæði hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari.

21. ágú. 2012 : Hugleiðingar um virði vinnunnar

Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún veltir fyrir sér orsökum atvinnuleysis á Íslandi og hvaða stefnu er rétt að taka til að vinna bug á því.

21. ágú. 2012 : Vantar 1000 tæknimenntaða á ári

Það sárvantar forritara og annað tæknimenntað fólk hér á landi, eins og annars staðar í heiminum. Það má gera ráð fyrir að íslensk fyrirtæki vanti um þúsund manns á ári. Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og hönnunarstjóri hjá Betware, var gestur Morgunútvarpsins 10. ágúst sl. Þar sagði hann mikilvægt að reynt verði að mæta þessari þörf.

21. ágú. 2012 : Íslensk stúlka vann bandaríska forritunarkeppni

Íslensk ellefu ára stúlka, Ólína Helga Sverrisdóttir, bar sigur úr býtum í sínum aldursflokki í bandarískri keppni, Alice Challenge, en í henni átti að forrita sögu sem hvetur ungt fólk til að gæta öryggis á netinu. Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjanna á íslandi afhenti Ólínu Helgu verðlaunin í sendiráðinu.

17. ágú. 2012 : Carbon Recycling fær einkaleyfi í Bandaríkjunum

Íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International hefur fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum á framleiðsluaðferð fyrirtækisins á endurnýjanlegu metanóli. Einkaleyfið er mikilvæg staðfesting á brautryðjendastarfi fyrirtækisins.

7. ágú. 2012 : Evrópumet í skattahækkunum

Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifar grein í Fréttablaðið í dag um síhækkandi skatta og versnandi rekstrarumhverfi íslenska fyrirtækja og lífskjör almennings. Samkvæmt gögnum sem KPMG hefur tekið saman hafa skattar á fyrirtæki og einstaklinga hækkað um þriðjung frá árinu 2008.