Skilmálar
Um vefsetur Samtaka iðnaðarins
Á vefsetri Samtaka iðnaðarins (SI) er miðlað upplýsingum, fréttum og fræðslu um málefni iðnaðar á Íslandi til almennings, fjölmiðla og hverra þeirra sem áhuga hafa á uppbyggingu atvinnulífs í landinu. SI og starfsfólk þeirra kappkosta að vanda til verka og miðla skýrum upplýsingum, á vönduðu íslensku máli með traustri upplýsingatækni.
Vefsetrið er lifandi miðstöð upplýsinga- og fréttamiðlunar um allt er lýtur að hagsmunum iðnaðarins og starfsemi SI. Það er markmið SI að félagsmenn og aðildarfyrirtæki Samtakanna njóti afbragðsþjónustu á Netinu og er upplýsingagjöf og önnur þjónusta miðuð við þarfir aðildarfyrirtækjanna og starfsmanna þeirra.
Höfundarréttur
- SI á höfundarrétt á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vefsetri Samtakanna nema annað sé tekið fram.
Notkun á efni
- Fjölmiðlum og öðrum er heimilt að nota efni af vefsetrinu í heild eða að hluta, enda sé heimildar getið og efnið ekki slitið úr samhengi.
- Ætíð er leitast við að þær upplýsingar sem fram koma á vefsetrinu séu sem áreiðanlegastar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu ávallt réttar. SI er ekki skylt að uppfæra þær upplýsingar sem fram koma á vefsetrinu.
Notendaaðgangur
- Félagsmönnum og aðildarfyrirtækjum SI gefst kostur á sérstökum notendaaðgangi að vefsetri SI. Lykilorð veitir aðgang að sérhæfðum upplýsingum, þjónustu við félaga og spjallþráðum.
- Óheimilt er með öllu að gefa öðrum upp lykilorð eða annað það er varðar notendaaðgang, þ.m.t. að lána aðgangsorð, nota kennitölu annarra, reyna að komast yfir aðgangs- og lykilorð annarra eða nota á annan hátt gögn eða samskipti sem tilheyra öðrum. Brot á ofangreindu geta varðað við lög.
Meðferð persónuupplýsinga
- Engum persónugreinanlegum upplýsingum er safnað um þá sem heimsækja vefsetur SI án vitundar þeirra.
- SI veita þriðja aðila ekki aðgang að upplýsingum um skráða notendur.
Misnotkun
- Óheimilt er með öllu að birta á vefsetri SI, s.s. spjallþráðum eða svörum við fréttum, ærumeiðandi ummæli eða efni sem á annan hátt varðar við lög eða reglur.
Skilmálar þessir eiga við um alla notkun á vefsetri Samtaka iðnaðarins og SI áskilja sér rétt til að endurskoða þá án fyrirvara. Brot á skilmálum geta varðað tafarlausri lokun á aðgangi.