Fréttasafn



Fréttasafn: júlí 2013

Fyrirsagnalisti

9. júl. 2013 : Góður árangur íslenskra keppenda á WorldSkills

WorldSkills – heimsmeistaramót iðn- og starfsnámsnemenda 2013 var haldið í Leipzig dagana 3. – 6. júlí. Íslenskir keppendur og dómarar sóttu sér mikla reynslu sem á eftir að skila sér í umræðu um þekkingu iðnnema hér á landi auk þess að lyfta þessum keppnisgreinum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina á nýjan stað.

8. júl. 2013 : STYRKIR VEGNA VINNUSTAÐANÁMS

Mennta- og menningamálaráðuneytið auglýsir styrki vegna vinnustaðanáms.
Umsóknartímabilið er 1. júlí 2013 til 31. desember 2013.

5. júl. 2013 : Félagsfundur tækni- og hugverkagreina ályktar

Tækni- og hugverkagreinar innan SI sendu í gær ályktun um nýsköpun, nýtingu vaxtartækifæra og eflingu útflutningsgreina framtíðarinnar til allra þingmanna. Samtökin innan þessara greina ásamt Samtökum iðnaðarins óska eftir áframhaldandi samstarfi við stjórnvöld og lýsa sig reiðubúin að að starfa með nýrri ríkisstjórn að vexti og framgangi greinanna.

4. júl. 2013 : Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

3. júl. 2013 : Pétur Blöndal ráðinn framkvæmdastjóri Samáls

Pétur Blöndal hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samáls. Hann mun hefja störf í næsta mánuði. Pétur tekur við af Þorsteini Víglundssyni sem tók nýverið við stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

3. júl. 2013 : Samningur við Verkiðn um Skills Iceland og World Skills

Á dögunum undirrituðu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Björn Ágúst Sigurjónsson formaður Verkiðnar samstarfssamning við Verkiðn um Íslandsmót iðn- og verkgreina árið 2014 og þátttöku íslenskra keppenda á World Skills í Brasilíu árið 2015.