Fréttasafn



Fréttasafn: september 2012

Fyrirsagnalisti

28. sep. 2012 : Stjórn Landssambands bakarameistara mótmælir fyrirhuguðum sykurskatti

Stjórn Landssambands bakarameistara (LABAK) mótmælir harðlega fyrirhugaðri 800 milljón króna hækkun á vörugjöldum á matvæli sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Vörugjöldin eiga að beinast að sykri í matvælum og eru réttlætt með manneldissjónarmiðum og aðgerðum gegn offitu.

28. sep. 2012 : Samstarf er lykill að árangri – fundaröð um nýja byggingarreglugerð

Samtök iðnaðarins, Mannvirkjastofnun, Arkitektafélag Íslands, Verkfræðingafélag Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag byggingarfulltrúa standa fyrir fundum í október og nóvember um land allt um nýja byggingarreglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byggingageirans.

25. sep. 2012 : SMK skorar á stjórnvöld að draga hugmyndir um hækkun vörugjalda til baka

Stjórn Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja (SMK) mótmælir harðlega fyrirhugaðri 800 milljón króna hækkun á vörugjöldum á matvæli sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og skorar á stjórnvöld að draga hugmyndir um hækkun vörugjalda á matvæli til baka.

24. sep. 2012 : Gagnagrunnur um umhverfis- og vinnuverndarlöggjöf

Aðilar í Samtökum iðnaðarins geta fengið aðgang að gagnagrunni um lagakröfur á sviði umhverfismála og vinnuverndar. Aðgangur að grunninum auðveldar fyrirtækjum að hafa yfirsýn yfir lög og reglur er varða þeirra rekstur. Dregin eru fram atriði sem varða iðnfyrirtæki sérstaklega og þau sett fram á aðgengilegan hátt.

20. sep. 2012 : Jónas Björgvin Antonsson kjörinn nýr formaður IGI

Á aðalfundi IGI –samtaka íslenskra tölvuleikjaframleiðenda sem haldinn var í dag var kosin ný stjórn. Nýr formaður er Jónas Björgvin Antonsson, Gogogic en hann tekur við formennsku af Sigurði Eggerti Gunnarssyni, Gogogic.

19. sep. 2012 : DataMarket með kynningu í Hvíta húsinu

Íslenska fyrirtækinu DataMarket hefur verið boðið, ásamt völdum nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum, að kynna nýjan hugbúnað í Hvíta húsinu 1. október nk. Hugbúnaður DataMarket getur safnað saman öllum upplýsingum um orkumál í Bandaríkjunum á eina vefgátt og var forritaður að beiðni Hvíta hússins.

14. sep. 2012 : HR gagnrýnir niðurskurð til háskóla

Framlög til háskóla á Íslandi hafa verið skorin niður í þrjú ár í röð. Mest hefur hefur verið skorið niður til tæknimenntunar á háskólastigi og ráðgert er að skera þar enn frekar niður. Háskólinn í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem niðurskurðurinn er harðlega gagnrýndur.

13. sep. 2012 : Ályktun stjórnar SI um fjárlagafrumvarpið fyrir 2013

Á stjórnarfundi Samtaka iðnaðarins í dag var samþykkt eftirfarandi ályktun um fjárlagafrumvarpið fyrir 2013 sem að mati samtakanna veldur miklum vonbrigðum.  

11. sep. 2012 : Fjármögnunarumhverfi fyrirtækja

Grein eftir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdstjóra Stjörnu-Odda og formann Samtaka sprotafyrirtækja um fjármögnunarumhverfi fyrirtækja birtist í Morgunblaðinu í gær. Fleiri greinar eftir Sigmar um málefnið munu birtast í blaðinu á næstunni.

10. sep. 2012 : Námsvísir IÐUNNAR 2012 kominn út

Námsvísir IÐUNNAR fyrir haustönn 2012 er kominn út. Í námsvísinum er að finna fjölda námskeiða í margvíslegum greinum.

7. sep. 2012 : Vinnuverndarvika á Íslandi 22.-26. október

Dagarnir 22.-26. október eru helgaðir vinnuvernd en þá fer fram viðamikil dagskrá um vinnuvernd út um alla Evrópu undir yfirskriftinni Vinnuvernd - allir vinna. Vinnuverndarvikan er haldin árlega en hluti af henni er ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. október. Tilgangur vinnuverndarvikunnar að gera vinnustaði heilsusamlegri og öruggari.

4. sep. 2012 : Nauðsynlegt að sett verði löggjöf um vernd vöruheita á Íslandi

Samtök iðnaðarins, Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði stóðu fyrir morgunverðarfundi um landfræðilegar merkingar á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Á fundinum kom glögglega fram nauðsyn þess að farið sé að vinna af fullri alvöru í þessum málaflokki og að sett verði löggjöf um vernd landfræðilegra merkinga á Íslandi eigi íslenskar útflutningsvörur að geta aðgreint sig á erlendum mörkuðum.