Fréttasafn



  • IGI2

20. sep. 2012

Jónas Björgvin Antonsson kjörinn nýr formaður IGI

Á aðalfundi IGI – samtaka íslenskra tölvuleikjaframleiðenda  sem haldinn var í dag var kosin ný stjórn.

Nýr formaður er Jónas Björgvin Antonsson, Gogogic en hann tekur við formennsku af Sigurði Eggerti Gunnarssyni, Gogogic.

Meðstjórnendur eru Ólafur Andri Ragnarsson Betware,  Anna Katrín Ólafsdóttir CCP , Hilmar Ö. Egilsson Fancy Pant Global og Þorsteinn Baldur Friðriksson Plain Vanilla.

Varamenn eru Stefanía Halldórsdóttir CCP og Jóhannes Sigurðsson Gogogic

Í ársskýrslu IGI kom meðal annars fram að á starfsárinu 2011-2012 hefði ráðstefnan „The Future Is Bright“ verið haldin í annað skiptið, frumkvöðlarnir sem hlutu „IGI awards“ í keppninni „Game Creator“ hafi þegar stofnað fyrirtæki ,Lumenox, og að farið hefði verið í viðamikla stefnumótunarvinnu innan samtakanna.   

Á fundinum kom jafnframt fram að verið  er að stofna samtök norrænna leikjaframleiðenda og fyrirhugað að stofnfundurinn verði haldinn á Íslandi um miðjan október n.k.

Í dag eru níu leikjafyrirtæki aðilar að IGI sem stofnað var sem starfsgreinahópur hjá SI í september 2009.

Árskýrsla IGI 2012