Fréttasafn



Fréttasafn: september 2013

Fyrirsagnalisti

27. sep. 2013 : Skráning er hafin á Smáþing 10. október

Fimmtudaginn 10. október verður blásið til Smáþings á Hótel Reykjavík Nordica þar sem verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að þinginu en þar verða málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi í kastljósinu.

25. sep. 2013 : Alefli hlýtur D-vottun

Alefli ehf. byggingaverktakar hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

24. sep. 2013 : Héraðsdómur fallinn í máli Suðurverks gegn Lýsingu

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag í máli Suðurverks gegn Lýsingu að fjármögnunarleigusamningar Lýsingar væru ekki kaupleigusamningar og því ekki ólögmætir lánasamningar. Dómurinn er ekki í samræmi við fyrri dóma um ólögmæti gengistryggðra fjármögnunarleigusamninga Íslandsbanka og Landsbankans.

24. sep. 2013 : Samtök iðnaðarins 20 ára

Samtök iðnaðarins voru stofnuð 24. september 1993 þegar sameinuð voru sex helstu samtök iðnaðar: Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Verktakasamband Íslands, Samband málm- og skipasmiðja og Meistara- og verktakasamband byggingamanna. Þau tóku síðan formlega til starfa um áramótin ´93-´94.

19. sep. 2013 : Erlent fjármagn í íslenska tölvuleikjaframleiðslu

Tölvuleikjaframleiðandinn Plain Vanilla kom með tvær milljónir dala til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, jafnvirði rúmlega 240 milljóna íslenskra króna.

19. sep. 2013 : Staða tækni- og hugverkafyrirtækja

Það sem af er ári hafa nokkur vaxandi tæknifyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja flutt úr landi ásamt dýrmætu starfsfólki. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI fjallar um stöðu tækni- og hugverkafyrirtækja í Fréttablaðinu í dag

18. sep. 2013 : Útflutningsverkefni - umsóknarfrestur til 14. október

Útflutningsverkefnið (ÚH) er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði. Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og hver og einn er búinn undir að hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd.

18. sep. 2013 : Tækifæri í tækni- og hugverkafyrirtækjum rædd á fundi með ráðherrum

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins og Hátækni- og sprotavettvangs (HSV) funduðu á dögunum með forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Tilgangur fundarins var að kynna HSV sem öflugan samstarfsvettvang, framtíðarsýn tækni- og hugverkagreina, verkefni tengd framtíðarsýninni, stöðu greinarinnar, farsæla uppbyggingu og tækifæri í tækni-og hugverkafyrirtækja.

18. sep. 2013 : 13Al+ Tækifæri sem felast í álframleiðslu á Íslandi

Á ráðstefnunni 13Al+ sem haldin var í Arion Banka 28. ágúst sl. var litið til núverandi stöðu og framtíðar möguleika sem felast í framleiðslu á áli á Íslandi. Ráðstefnan var lokapunktur álverkefnisins 13Al+.

12. sep. 2013 : Nýr vettvangur fyrir smá fyrirtæki

Fimmtudaginn 10. október verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að stofnun vettvangsins þar sem smá fyrirtæki á Íslandi munu vinna saman óháð atvinnugreinum.

12. sep. 2013 : Ljúkum aðildarviðræðum

Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI og Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ skrifa í Fréttablaðið.

11. sep. 2013 : Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs er kominn út

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs fyrir haustönn 2013 er kominn út. Yfir 140 spennandi námskeið eru í boði á haustönn.

6. sep. 2013 : Upplýsingar um hættuleg efni

Löggjöf um efnavörur hefur breyst mikið undanfarin ár. Segja má að aðferðafræði við hættumat efna hafi verið umturnað og nú er ábyrgð á áhættumati á hendi framleiðenda og innflytjenda en ekki stjórnvalda eins og áður var. Á fundi Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Umhverfisstofnunar, þann 5. september var rætt um upplýsingagjöf um efnavörur og skyldur þeirra sem framleiða, flytja inn eða selja efni.