Fréttasafn: mars 2016
Fyrirsagnalisti
Kjarasamningarnir stærsta verkefnið
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI í viðtali í Fréttablaðinu.
Kuðungurinn 2015 - Óskað eftir tilnefningum
Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
Nýr forstöðumaður almannatengsla Samtaka iðnaðarins
Margrét Kristín Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður almannatengsla Samtaka iðnaðarins
Fagfólkið - Stuttir og skemmtilegir þættir
Á næstu mánuðum verða vikulega til sýningar stutt og skemmtileg myndskeið á mbl.is. Þættirnir heita Fagfólkið.
Blað um Iðnþing 2016
Með Morgunblaðinu sem fer inn á öll heimili í dag fylgir 16 síðna sérblað þar sem fjallað er um Iðnþingið og greint frá helstu fréttum af Samtökum iðnaðarins.
Íslenskir húsgagnaframleiðendur og gullsmiðir á HönnunarMars
Íslenskir húsgagnaframleiðendur sýndu nýjungar í framleiðslu á glæsilegri sýningu í Hafnarhúsinu í s.l. viku.
Myndskeið frá Iðnþingi
Hátt í 400 gestir sóttu Iðnþing Samtaka iðnaðarins á Hilton Reykjavík Nordica sl. fimmtudag.
Hækkun endurgreiðslu úr 20% í 25% tryggir samkeppnishæfni
Mikil samkeppni er á milli landa um að fá til sín kvikmyndaverkefni. Því er mikilvægt og hagkvæmt að viðhalda því vel heppnaða stuðningsumhverfi sem búið er að byggja upp hér á landi frá árinu 1999 til að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar og stuðla að áframhaldandi vexti.
BEIN ÚTSENDING FRÁ IÐNÞINGI
Hægt er að fylgjast með Iðnþingi í beinni útsendingu á mbl.is
Ályktun Iðnþings 2016
Kröftugur hagvöxtur, bati á vinnumarkaði og miklar launahækkanir einkennir íslenskt efnahagslíf um þessar mundir.
Guðrún endurkjörin formaður SI
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag var Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís, endurkjörin formaður með 95% greiddra atkvæða. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2017.
Að koma vilja í verk- Áskoranir í loftslagsmálum
Fundur Samtaka iðnaðarins og Akureyrarbæjar um áskoranir í loftslagsmálum fór fram á hótel KEA fimmtudaginn 3. mars.
Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins stofnað
Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins var stofnað með formlegum hætti í gær en í ráðinu sitja 15 manns. Þessu nýja ráði er ætlað að styrkja þau málefni sem eru sameiginleg fyrirtækjum sem starfa á alþjóðamörkuðum og byggja afurðir sínar og þjónustu á tækni og hugverki.
Verk og vit hefst á fimmtudag
Stórsýningin Verk og vit verður haldin í þriðja skipti dagana 3.–6. mars næstkomandi í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og tengdum greinum.