FréttasafnFréttasafn: ágúst 2013

Fyrirsagnalisti

30. ágú. 2013 : Úttekt á samkeppnishæfni Norðurlanda

Formenn og framkvæmdastjórar samtaka atvinnulífs og iðnaðar á Norðurlöndunum samþykktu á fundi í Reykjavík í gær að ráðast í sameiginlega úttekt á samkeppnishæfni Norðurlanda. Markmið úttektarinnar er að finna leiðir til að efla atvinnulíf í löndunum og bæta lífskjör fólks sem þar býr, en kraftmikið atvinnulíf er forsenda öflugrar norrænnar velferðar.

22. ágú. 2013 : Verðlaunabrauð LABAK

Landssamband bakarameistara (LABAK) og Matís kynna verðlaunabrauð LABAK. Brauðið er afrakstur keppni sem efnt var til meðal félagsmanna fyrr í sumar og var valið úr 11 innsendum brauðum. Höfundur uppskriftarinnar, Sigurður M. Guðjónsson Bernhöftsbakaríi tók við verðlaunum í húsakynnum Matís í gær þar sem viðstöddum gafst kostur á að smakka á brauðinu og kynna sér það nánar.

21. ágú. 2013 : Skapandi hönnun úr áli

13Al+ kannar þá framtíðarmöguleika sem felast í framleiðslu á áli á Íslandi á ráðstefnu miðvikudaginn 28. ágúst kl. 13.00 - 17.00 í Arion Banka, Borgartúni 19.

19. ágú. 2013 : Dýrt að gera ekki neitt

Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Þar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Svana Helen Björnsdóttir fjallaði um rannsóknina í grein í Fréttablaðinu.

14. ágú. 2013 : Merkingar á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR ólögmætar að mati Neytendastofu

Með ákvörðun sinni í dag komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að Drífa ehf. , sem selur m.a. lopahúfur og vettlinga í verslunum víða um land undir vörumerkjunum ICEWEAR og NORWEAR, hafi brotið gegn lögum um eftirliti með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005.

13. ágú. 2013 : BIOEFFECT húðvörurnar seldar í yfir tuttugu löndum

Húðvörurnar frá Sif Cosmetics eru nú seldar í yfir 400 verslunum í yfir tuttugu löndum víðs vegar um heim undir vörumerkinu BIOEFFECT. Þeirra á meðal eru margar þekktustu snyrtivöru- lífstíls- og stórverslanir heims, á borð við Colette í París, Selfridges í London, Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og La Rinascente í Mílanó.

13. ágú. 2013 : Mentis Cura gerir samkomulag við kínverskt hátæknisjúkrahús

Íslenska rannsóknarfyrirtækið Mentis Cura hefur gert samkomulag við kínverska hátæknisjúkrahúsið WanJia Yuan International Geriatric Hospital um að sjúkrahúsið noti hugbúnað fyrirtækisins við greiningu á Alzheimer og öðrum heilabilunarsjúkdómum.