FréttasafnFréttasafn: febrúar 2013

Fyrirsagnalisti

26. feb. 2013 : Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kynntar

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2012 voru kynntar þann 21. febrúar 2013 og er þetta fjórtánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Hæstu einkunn allra fyrirtækja árið 2012 hlaut Nova, 71,6 stig af 100 mögulegum.

22. feb. 2013 : Kaka ársins komin í bakarí

Kaka ársins 2013 er kynnt í bakaríum innan Landssambands bakarameistara nú um helgina. Höfundur kökunnar, sem nefnist Rjómakókosdraumur, er Stefán Hrafn Sigfússon, bakari. Höfundurinn og Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara, afhentu Vilborgu Örnu Gissurardóttur, pólfara, fyrstu kökuna á samkomu sem vinir Vilborgar héldu henni til heiðurs á Kex hosteli í gærkvöld.

21. feb. 2013 : Erlendur Steinn Guðnason tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Svönu Helen Björnsdóttur

Erlendur Steinn Guðnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækisins Stika. Erlendur tekur við starfinu af Svönu Helen Björnsdóttur sem tekið hefur sæti sem starfandi stjórnarformaður Stika.

20. feb. 2013 : Í kjöri til stjórnar Samtaka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 14. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fjögur almenn stjórnarsæti. Rafræn kosning fer fram dagana 28. febrúar til hádegis 13. mars.

18. feb. 2013 : Samstaða um skattalega hvata á Tækni- og hugverkaþingi

Tækni- og hugverkaþing 2013 fór fram í Salnum, Kópavogi sl. föstudag. Á fundinum kynntu sex stjórnmálaflokkar tillögur sínar að umbótum á starfsumhverfi tækni- og hugverkafyrirtækjum. Samstaða er um skattalega hvata til að efla vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aðgerðaáætlun um eflingu verk- og tæknináms.

18. feb. 2013 : Jóhann Hauksson Trésmíði öðlast D – Vottun

Jóhann Hauksson Trésmíði hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari.

14. feb. 2013 : Um 5 þúsund manns á UT messu 2013

Um 5 þúsund manns mættu á opið hús UT messunnar laugardaginn 9. febrúar. Yfir 700 manns voru á ráðstefnu UTmessunnar sem haldin var á föstudeginum og tókst gífurlega vel.

13. feb. 2013 : Skattfrádráttur vegna nýsköpunar

Nýsköpunarverkefni, sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís eiga rétt á sérstökum skattfrádrætti vegna nýsköpunar. Með opinberum stuðningi er átt við skattfrádrátt og styrki frá opinberum aðilum, samanlagt. Njóti verkefnið opinberra styrkja hafa þeir áhrif á fjárhæð skattfrádráttar.

8. feb. 2013 : Fjölmörg iðnfyrirtæki á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki ársins voru verðlaunuð í gær, en verðlaunin byggja á greiningu Creditinfo um styrk- og stöðugleika fyrirtækja miðað við ýmsar lykiltölur og breytur. Medis hf. fékk viðurkenningu fyrir að vera í efsta sæti á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2012 og tók Valur Ragnarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins við viðurkenningunni úr hendi fjármálaráðherra, Katrínar Júlíusdóttur.

8. feb. 2013 : Mentis Cura opnar greiningarmiðstöð

Mentis Cura opnaði í gær greiningarmiðstöð í Álftamýri þar sem fyrirtækið mun greina heilabilunarsjúkdóma. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði miðstöðina formlega.

6. feb. 2013 : Styrkir og fjármögnun til fyrirtækja

Í síðasta tölublaði Íslensks iðnaðar eru kynntir tveir áhugaverðir kostir til styrkja og fjármögnunar. Annars vegar er um að ræða NOPEF, stofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, og hins vegar verkefnið Átak til atvinnusköpunar, styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

6. feb. 2013 : Virðisaukaskattur á bækur og tímarit

Vegna umfjöllunar í Morgunblaðinu um virðisaukaskatt á bækur 3. febrúar sl. vilja Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins koma því á framfæri að þau styðja málarekstur Odda gegn íslenska ríkinu að fá því hnekkt að lagður sé 25,5% virðisaukaskattur á bækur prentaðar hér á landi og ætlaðar til endursölu.