Fréttasafn: febrúar 2013
Fyrirsagnalisti
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kynntar
Kaka ársins komin í bakarí
Kaka ársins 2013 er kynnt í bakaríum innan Landssambands bakarameistara nú um helgina. Höfundur kökunnar, sem nefnist Rjómakókosdraumur, er Stefán Hrafn Sigfússon, bakari. Höfundurinn og Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara, afhentu Vilborgu Örnu Gissurardóttur, pólfara, fyrstu kökuna á samkomu sem vinir Vilborgar héldu henni til heiðurs á Kex hosteli í gærkvöld.
Erlendur Steinn Guðnason tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Svönu Helen Björnsdóttur
Erlendur Steinn Guðnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækisins Stika. Erlendur tekur við starfinu af Svönu Helen Björnsdóttur sem tekið hefur sæti sem starfandi stjórnarformaður Stika.
Í kjöri til stjórnar Samtaka iðnaðarins
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 14. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fjögur almenn stjórnarsæti. Rafræn kosning fer fram dagana 28. febrúar til hádegis 13. mars.
Samstaða um skattalega hvata á Tækni- og hugverkaþingi
Jóhann Hauksson Trésmíði öðlast D – Vottun
Jóhann Hauksson Trésmíði hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari.
Um 5 þúsund manns á UT messu 2013
Skattfrádráttur vegna nýsköpunar
Fjölmörg iðnfyrirtæki á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki ársins voru verðlaunuð í gær, en verðlaunin byggja á greiningu Creditinfo um styrk- og stöðugleika fyrirtækja miðað við ýmsar lykiltölur og breytur. Medis hf. fékk viðurkenningu fyrir að vera í efsta sæti á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2012 og tók Valur Ragnarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins við viðurkenningunni úr hendi fjármálaráðherra, Katrínar Júlíusdóttur.