Fréttasafn



  • MENTISCURA_LOGO

8. feb. 2013

Mentis Cura opnar greiningarmiðstöð

Mentis Cura opnaði í gær greiningarmiðstöð í Álftamýri þar sem fyrirtækið mun greina heilabilunarsjúkdóma. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði miðstöðina formlega.

Mentis Cura hefur undanfarinn áratug unnið að rannsóknum á sviði heilabilunarsjúkdóma og meðal annars þróað aðferð sem nýtist við greiningu á slíkum sjúkdómum, Alzheimer þar á meðal. Aðferðin byggir á greiningu heilarits sjúklinga sem er svo borið saman við heilarit sjúklingahópa úr gagnagrunni félagsins sem hafa verið greindir með mismunandi heilabilanir.

Mentis Cura var stofnað árið 2004 af Kristinni Johnsen og Lyfjaþróun ehf. Framkvæmdastjóri félagsins er Kristinn D. Grétarsson.