Fréttasafn



Fréttasafn: júlí 2010

Fyrirsagnalisti

26. júl. 2010 : SI fagna samþykkt um aðildarviðræður

Samtök iðnaðarins fagna mjög samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins um að hefja viðræður við Ísland um aðild landsins að Evrópusambandinu. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hefur verið eitt af helstu stefnumálum SI um árabil.

21. júl. 2010 : Orri Hauksson ráðinn framkvæmdastjóri SI

Orri Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann er 39 ára vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá Harvard Business School.

16. júl. 2010 : Endurgreiðsla þróunarkostnaðar og skattafsláttur til fjárfesta vegna útgáfu nýrra hlutabréfa

Fyrirtæki sem hyggjast nýta heimildir á árinu 2010 þurfa að sækja um staðfestingu hjá Rannís fyrir 1. september n.k. Þar sem sumarfrí eru framundan og tíminn í ágúst fljótur að líða hvetja Samtök iðnaðarins félagsmenn sína sem hyggjast nýta sér heimildir laganna að hefjast handa strax. Heimildin er afturvirk frá og með 1. janúar 2010 að telja.

 

12. júl. 2010 : Styðjast sveitafélög við innkaupareglur?

Samtök iðnaðarins sendu Samgöngu og sveitastjórnarráðherra bréf nú á vormánuðum þar sem vakin var athygli á misbresti sveitafélaga við að fylgja lögum um opinber innkaup nr. 84/2007. Til áréttingar var bent á verklag Flóahrepps við útboð á skólabyggingu.

7. júl. 2010 : Allir vinna - Hvatningarátak um atvinnuskapandi framkvæmdir

Í dag, 7. júlí, var formlega hrundið af stað hvatningarátaki sem stjórnvöld, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, efna til í sumar. Samtök iðnaðarins, Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög, Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa að átakinu ásamt stjórnvöldum.

5. júl. 2010 : Nýr skattaafsláttur vegna viðhald fasteigna

Kostnaður vegna viðhalds fasteigna er nú frádráttarbær frá skatti einstaklinga. Þetta er nýjung sem kemur til viðbótar 100% endurgreiðslu VSK af vinnu á byggingastað. Endurgreiðslurnar eru tímabundnar og er ætlað að hvetja fólk til framkvæmda.