Fréttasafn



  • Fáni Evrópusambandsins

26. júl. 2010

SI fagna samþykkt um aðildarviðræður

 

Samtök iðnaðarins fagna mjög samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins um að hefja viðræður við Ísland um aðild landsins að Evrópusambandinu. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hefur verið eitt af helstu stefnumálum SI um árabil.

Helgi Magnússon, formaður SI segir Samtökin hafa lagt áherslu á málefnalega umræðu um Evrópumálin og hvaða þýðingu aðild hefur fyrir iðnaðinn á Íslandi. SI munu halda því starfi áfram og leggja sitt af mörkum í samningaferlinu og í umræðu um aðildarsamninginn þegar hann liggur fyrir. Í kjölfar þess ætti þjóðin síðan að kveða upp sinn dóm segir Helgi