Fréttasafn



Fréttasafn: október 2014

Fyrirsagnalisti

31. okt. 2014 : STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar

Á STEFNUmóti íslensks byggingariðnaðar sem haldið verður þriðjudaginn 4. nóvember á Grand Hótel verður brotið blað í sögu byggingariðnaðar þegar fulltrúar atvinnugreina, stofnana og hagsmunaaðila koma saman til að rýna stöðuna og meta mögulegar leiðir í átt að umbótum og framförum.

22. okt. 2014 : Verk- og tækninám - Nema hvað!

Samtök iðnaðarins senda árlega kynningarefni, kort með yfirskriftinni Verk- og tækninám – nema hvað!, til nemenda í 9. eða 10. bekk. Kortið leiðir þau inn á vefsíðuna nemahvad.is þar sem er að finna kynningarmyndbönd þar sem ungt fólk segir frá reynslu sinni af iðnmenntun og störfum innan mismundandi iðngreina.

22. okt. 2014 : Fjórar milljónir veittar í styrki til skóla

Í dag verða styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir í húsakynnum CCP að Grandagarði 8. Styrkirnir verða afhentir í viðurvist kennara og barna frá þeim skólum sem hlutu styrkina að þessu sinni. Sjóðnum bárust alls 39 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum, eða 67%. Virði styrkjanna er samtals um fjórar milljónir króna.

20. okt. 2014 : Íslendingar húða tilskipanir ESB með gulli

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins telja allt of langt gengið í frumvarpi um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum – mun lengra en þörf er á samkvæmt tilskipun ESB. Í umsögn samtakanna til Alþingis er bent á að verði frumvarpið samþykkt muni leyfisveitingar flækjast, tími lengjast sem tekur að fá leyfi, kærum fjölga og kostnaður við framkvæmdir aukast.

17. okt. 2014 : Arna ehf. hlýtur Fjöregg MNÍ

Fjöregg MNÍ var afhent á Matvæladegi í dag 17. október. Fyrirtækið hlýtur þessa viður kenningu fyrir framleiðslu sína á hágæða laktósafríum mjólkurafurðum. Tilkoma Örnu voru ákveðin tímamót fyrir einstaklinga  með laktósaóþol en vilja geta neytt ferskra mjólkurafurða af því tagi sem hún framleiðir.

17. okt. 2014 : Samfélagið svikið um 70 milljarða vegna svartrar atvinnustarfsemi

"Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum." Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar grein um málið í Fréttablaðinu í dag.

16. okt. 2014 : Basel í Sviss kaupir Mentor kerfið í alla 265 skóla sveitarfélagsins

Sveitarfélagið Basel í Sviss bauð nýverið út námskerfi fyrir alla sína grunn- og framhaldsskóla og varð íslenskt hugvit fyrir valinu. Mentor kerfið, sem flestir kennarar, foreldrar og nemendur í grunnskólum á Íslandi þekkja vel, er notað í rúmlega 1000 skólum í sex löndum Evrópu. Við þetta bætast nú 265 skólar í Sviss, nánar tiltekið í sveitarfélaginu Basel.

13. okt. 2014 : Stendur þú skil á þínu?

Samtök iðnaðarins hafa aftur hleypt af stokkunum auglýsingaherferð með slagorðinu Stendur þú skil á þínu? Tilgangurinn er að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi og vekja fólk til umhugsunar um að skattsvik af þessu tagi kosta samfélagið tugi milljarða árlega.

13. okt. 2014 : Matvæladagurinn 2014

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ) 2014 verður haldinn á Hótel Sögu föstudaginn 17. október frá kl. 13-17. Dagurinn verður að þessu sinni helgaður umfjöllun um upplýsingamiðlun tengda matvælum, frá framleiðslu til neytanda út frá mismunandi sjónarhornum.

13. okt. 2014 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði

Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá. Umsóknarfrestur rennur út 14. nóvember, kl. 17:00 

10. okt. 2014 : Fjölmenni á fundi um innleiðingu gæðastjórnunarkerfa

Um 200 manns sóttu kynningarfund um innleiðingu gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði á Grand Hótel Reykjavík í gær. Fundurinn var liður í fundaröð sem Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa staðið að um land allt til að kynna kröfu um gæðastjórnunarkerfi

9. okt. 2014 : Fæðubótarefni unnið úr jarðhitakísli

Fyrirtækið Geosilica hefur þróað nýtt fæðubótarefni sem fyrirbyggir beinþynningu. Efnið sem kemur á markað í nóvember inniheldur náttúrulegan jarðhitakísil sem unninn er úr affallsvatni Hellisheiðarvirkjunar.

1. okt. 2014 : Samstarf er lykill að árangri

Skráning er hafin á STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar sem fram fer 4. nóvember nk. á Grand Hótel.