Fréttasafn



Fréttasafn: janúar 2013

Fyrirsagnalisti

29. jan. 2013 : Vinnumarkaðurinn fær öflugan liðsstyrk

Liðsstyrkur er nýtt átaksverkefni Samtaka atvinnulífsins, stéttarfélaga, sveitarfélaga og ríkisins. Markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á fólki sem hefur verið lengi án vinnu með myndarlegu mótframlagi. Fyrirtækin í landinu gegna lykilhlutverki í átakinu en stefnt er að því að þau skapi 1.320 ný störf fyrir langtímaatvinnulausa á næstu mánuðum af alls 2.200 störfum.

29. jan. 2013 : Spennandi og vel borguð störf í tölvugeiranum

Dagana 8.-9. febrúar verður UTmessan 2013 haldin í Hörpu. Hún felur í sér marga viðburði sem allir styðja við það markmið að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi. Búið er að gera myndband með viðtölum við nemendur í tölvugreinum og útskrifaða.

28. jan. 2013 : Perla Björk Egilsdóttir nýr framkvæmdastjóri SagaMedica

Perla Björk Egilsdóttir tók um áramótin við stöðu framkvæmdastjóra hjá SagaMedica. Hún tók við af Þráni Þorvaldssyni sem stýrt hefur fyrirtækinu frá stofnun þess. Hann mun mun nú einbeita sér að ýmsum verkefnum, m.a. að frekari viðskiptaþróun fyrir SagaMedica á erlendum mörkuðum.

23. jan. 2013 : Framhald samkomulags um eflingu grunnmenntunar í raunvísindum og tækni staðfest á Menntadegi iðnaðarins

Fjölmenni var á Menntadegi iðnaðarins sem fór fram á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Yfirskrift málþingsins var Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni. Á þinginu var rætt um leiðir til að auka áhuga nemenda á raunvísindum og tækni og aðgerðáætlunin GERT kynnt, þá var kynnt ný könnun um þörf atvinnulífsins á menntuðu starfsfólki.

22. jan. 2013 : Matarhátíðin Food & Fun í Reykjavík 2013

Hin vinsæla og árlega matarhátíð Food & Fun verður haldin í Reykjavík dagana 27. febrúar – 3. mars 2013. Þetta verður í 12 sinn sem hátíðin er haldin. Að venju munu meistarakokkar frá Ameríku og Evrópu koma til landsins og hafa umsjón með matreiðslu á bestu veitingahúsum Reykjavíkur í samvinnu við íslenska matreiðslumeistara.

21. jan. 2013 : Kjarnafæði hlýtur A vottun

Kjarnafæði hefur náð þeim einstaka árangri að standast úttekt á öllum fjórum þrepum gæðavottunar SI á einu ári og hljóta D, C, B og A - vottun.

21. jan. 2013 : Klafi hlýtur C-vottun

Klafi ehf. hefur hlotið C-vottun SI sem staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi, góðri skipulagningu og með mikla sérstöðu varðandi áherslur í öryggis- og heilbrigðismálum.

16. jan. 2013 : Rakel Sölvadóttir valin nörd ársins

Advania efndi í síðustu viku til samkeppni meðal 10 þúsund viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og leitaði að nörd ársins –þeirri manneskju sem hefur skarað fram úr í íslenskri upplýsingatækni undanfarið ár. Liðlega 300 manns hlutu tilnefningar og þar af fengu 18 manns fleiri en tíu atkvæði.

15. jan. 2013 : Naust Marine hlýtur D-vottun

Naust Marine hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar

Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

10. jan. 2013 : Helstu breytingar á byggingarreglugerð

Um áramót tóku gildi allmargar breytingar á nýju byggingarreglugerðinni. Allt frá því að reglugerðin leit dagsins ljós í febrúar hafa Samtök iðnaðarins ásamt aðildarfélögum og fleiri hagsmunaaðilum unnið að því að kynna reglugerðina, greina breytingarnar og meta vægi þeirra á byggingarkostnað.

10. jan. 2013 : Forstjóri Marorku hlaut Frumkvöðlaverðlaun Viðskiptablaðsins

Jón Ágúst Þorsteinsson, stofnandi og forstjóri Marorku hlaut Frumkvöðlaverðlaun Viðskiptablaðsins árið 2012. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn 28. desember sl. á Hótel Sögu.

9. jan. 2013 : Samantekt yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman yfirlit yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum sem samtökin hafa látið sig varða. Lögin voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jól.

9. jan. 2013 : Ísland sendir dómara í keppni í upplýsingatækni á World Skills

Ísland kemur að keppni í upplýsingatækni í fyrsta sinn á hinu alþjóðlega World Skills móti sem haldið verður í Leipzig í Þýskalandi í júlí nk. Þátttakan er í formi dómgæslu, en tilgangurinn er að fulltrúi Íslands kynni sér fyrirkomulag og áherslur alþjóðlegu keppninnar með það í huga að hægt verði að bjóða upp á þessa keppnisgrein á Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2014.

7. jan. 2013 : Breytingar á ýmsum gjöldum og sköttum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.

7. jan. 2013 : Óskað eftir tilnefningum til Steinsteypuverðlaunanna 2013

Steinsteypufélag Íslands óskar eftir ábendingum um steinsteypt mannvirki verðugt þess að hljóta viðurkenningu fyrir frumlega og vandaða notkun á steinsteypu. Þetta er í þriðja sinn sem félagið veitir þessa viðurkenningu.

4. jan. 2013 : Sorpa braut samkeppnislög

Samkeppniseftirlitið hefur lagt 45 milljón króna sekt á Sorpu fyrir brot á samkeppnislögum. Telur eftirlitið að Sorpa hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs.