Fréttasafn



  • Borgartún 35

7. jan. 2013

Breytingar á ýmsum gjöldum og sköttum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.
 

Tryggingagjald lækkar úr 7,79% í 7,69% 

Persónuafsláttur verður kr. 48.485 á mánuði.  Skattleysismörk eru því kr. 129.917.

Tekjuskattur einstaklinga verður sem hér segir:

1.   Þrep: laun kr.  0-241.475
staðgreiðsluprósenta 37.32%

2.   Þrep: laun kr. 241.476 – 739.509
staðgreiðsluprósenta 40,22%

3.   Þrep: laun yfir kr. 739.509
staðgreiðsluprósenta 46,22%

Úttekt séreignarsparnaðar

Framlengd er heimild einstaklinga til að taka út séreignarsparnað á tímabilinu 01.01.2012 til 31.12.2103. Heimilt er að taka út allt að kr. 6.250.000 á 15 mánaða tímabili.

Útvarpsgjald hækkar úr 18.800 í 19.700 

Endurgreiðsla vsk. af vinnu á byggingastað

Framlengd er heimild til að endurgreiða allan virðisaukaskatt af vinnu manna á byggingarstað til 31.12.2013 

Ýmiss gjöld hækka um 4,6% þó ekki olíugjald, þungaskattur og bifreiðagjöld.

Lög um breytingu á lögum um vörugjald, nr. 97/1987, og tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum voru samþykkt á síðasta degi þingsins fyrir jól. Nýju lögin eru á slóðinni http://www.althingi.is/altext/141/s/0872.html. Lögin taka gildi 1. mars nk. og fela í sér að vörugjald er lagt á allar vörur, sem innihalda sykur eða sætuefni, í hlutfalli við sykur- eða sætuefnainnihaldið. Innheimta á vörugjaldi flyst frá Ríkisskattstjóra til Tollstjóraembættisins.

Lög nr. 160/2012 um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og tollalögum (úthlutun tollkvóta og fóðursjóður)tóku gildi 3. janúar 2013. Þau hafa m.a. eftirfarandi breytingar í för með sér frá sama tíma:

A.

Fóðursjóður er lagður niður og það fyrirkomulag sem verið hefur á greiðslu tolla af fóðurvörum með skuldaviðurkenningum við tollafagreiðslu og endurgreiðslu tolla síðar leggst af. Í stað þess verður til heimild að óska eftir niðurfellingu tolla við tollafgreiðslu. Í 7. gr. tollalaga nr. 88/2005 verða til eftirfarandi ákvæði, sbr. 6. gr. laga nr. 160/2012: Tollur skal lækka, falla niður eða endurgreiðast í eftirfarandi tilvikum, að uppfylltum þeim skilyrðum sem tilgreind eru: Af fóðurvörum og hráefnum í þær í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár í viðauka I til framleiðslu landbúnaðarafurða. - Í aðflutningsskýrslu, ebl. E1, í reit 14 er óskað eftir niðurfellingu tolls skv. framangreindu ákvæði með því að rita leyfislykilinn UND og tilvísunina T0034.

B.

Lækkun tolls á grænmeti o.fl. landbúnaðarvörum. Skv. 7. gr., b. lið, laga nr. 160/2012 verður A tollur 10% á öllum tollskrárnúmerum í vöruliðum 0702 til 0709 í tollskrá og A1 magntollur 0 kr. Nema þau tollskrárnúmer í þessum vöruliðum sem talin eru upp í töflu í 8. gr. laga nr. 160/2012, en þau skulu bera þann A verðtoll og A1 magntoll sem er á tollskrárnúmerum í nefndri töflu (0703.9001 til 0709.5100 í töflunni). Að auki skulu önnur tollskrárnúmer í töflunni í 8. gr. bera A verðtoll og A1 magntoll eins og þar er skráð (tollskrárnúmer 0208.9003 til 0701.9009). Ákvæði um lækkaða tolla skv. reglugerðum um tollkvóta, sem í gildi eru um þau tollskrárnúmer sem 7. gr., b. liður, og 8. gr. laga nr. 160/2012 taka til við gildistöku laganna falla úr gildi á sama tíma. Tollskrárnúmerum og tollum á þeim má fletta upp í tollskránni á vef Tollstjóra.